Hvernig get ég elskað stjúpbarnið mitt?

Konan á í erfiðleikum með að mynda góð tengsl við …
Konan á í erfiðleikum með að mynda góð tengsl við stjúpbarn sitt. Ljósmynd/Unslpash.com/Gabriel Pierce

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem á erfitt með að tengj­ast stjúp­barni sínu. 

Sæl.

Ég er stjúp­móðir barns sem er 7 ára og hef verið það í nokk­ur ár. Blóðmóðir barns­ins hef­ur ekk­ert verið til staðar í líf­inu hjá því og mun ekki vera þannig barnið er 100% hjá okk­ur. Ég hef aldrei fundið teng­ingu við þetta barn sama hvað ég hef reynt. Það kall­ar mig mömmu og ég er góð og geri all­ar móður­leg­ar skyld­ur fyr­ir það (lesa, baða, læra, o.s.frv.). Þetta er ekki að bitna leiðin­lega á barn­inu að mér líði svona en ég hugsa mjög oft hvað ég vildi að það væri ekki svona mik­ill part­ur af líf­inu okk­ar og oft fer barnið mjög í taug­arn­ar á mér og mér finnst það mjög ljót hugs­un en ræð ekki við þetta. Barnið á við rosa­lega hegðunar­örðug­leika að stríða og er mjög krefj­andi en það er líka mjög gott inn á milli. Þetta jókst tölu­vert eft­ir að ég eignaðist mitt eigið barn. Ástin sem ég hef til barns­ins míns er millj­ón sinn­um meiri en ég er enda­laust að passa mig að sýna það ekki. Mig lang­ar mikið í frí bara við þrjú en myndi aldrei gera það enda væri þá hitt barnið útund­an en syrgi það samt. Ég hugsa líka hvað ég vona að barnið mitt verði ekki eins og systkinið sitt. Er kannski eina leiðin að hætta í þessu sam­bandi með mann­in­um og barns­föður sem ég elska því ég get ekki fengið mig í að elska barnið hans?

Kveðja, stjúp­móðirin

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda.

Sæl stjúp­móðir.

Mikið ertu rík að hafa fengið stjúp­barn í þínar hend­ur og það heppið að eiga þig að. Ég ráðlegg þér að reyna að breyta hugs­un­ar­hætt­in­um þínum í þessu sam­hengi. Reyna að hugsa já­kvætt í garð barns­ins, styrkja það góða sem barnið býr yfir og ein­blína á alla þá æski­legu hegðun sem barnið sýn­ir í staðinn fyr­ir þá óæski­legu. Einnig að þið leitið ykk­ur ráðgjaf­ar varðandi hegðun barna ef barnið er oft að sýna mikla hegðun­ar­erfiðleika. Með það að mark­miði að þið bregðist rétt við og einnig að þið pabbi barns­ins séu sam­stíga í upp­eld­inu. Barnið er ein­ung­is 7 ára og á senni­lega við sína erfiðleika að stríða varðandi ým­is­legt eins og að hafa ekki blóðmóður sína til staðar og aðrar breyt­ing­ar sem hafa orðið í lífi barns­ins und­an­far­in árin (nýr maki hjá pabba og eign­ast lítið systkini). Mæli með sam­veru­stund­um með barn­inu, þú og barnið, þú, pabbi og barnið, einnig er mik­il­vægt að barnið fái sam­veru­stund eitt með pabba sín­um. Þið eruð fjöl­skylda, þó svo að barnið sé ekki tengt þér blóðbönd­um, þú þarft kannski að æfa þig í að hugsa um ykk­ur öll á þann hátt, eða sem eina heild. En ef þér líður þannig að fjöl­skyldu­mynstrið ykk­ar muni ekki ganga upp vegna þinna líðan gagn­vart stjúp­barni þínu þá myndi ég ráðleggja þér að koma hreint fram með það. En það er stór ákvörðun og myndi ég hvetja þig til þess að ræða það vel og vand­lega við fagaðila áður en þú tek­ur slíka ákvörðun. Einnig lang­ar mig að benda þér á „Stúptengsl“ Stjúptengsl | - Stjúptengsl (stjuptengsl.is)

Bestu kveðjur,

Tinna Rut sál­fræðing­ur.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda