„Ég svaf hjá hálfbróður mínum“

Flest ríki í Bandaríkjunum hafa afar takmörkuð lög varðandi glasafrjóvganir.
Flest ríki í Bandaríkjunum hafa afar takmörkuð lög varðandi glasafrjóvganir. Ljósmynd/Liza Summer/Pexels

Victoria Hill, 39 ára kona frá Conn­ecticut í Banda­ríkj­un­um, deildi ný­verið ótrú­legri sögu sinni. Hún fór í DNA-próf og komst að því að gam­all kær­asti úr fram­halds­skóla væri í raun bróðir henn­ar. 

Fyr­ir ein­hverja get­ur DNA-próf verið frá­bær leið til að fá loks­ins svör við ósvöruðum spurn­ing­um og tæki­færi til að læra meira um áður óþekkt­ar fjöl­skyldu­ræt­ur. Hins veg­ar geta svör­in verið áfall fyr­ir suma og breytt lís­sýn þeirra al­gjör­lega.

Hill fékk erfiðar frétt­ir þegar hún fór í DNA-próf vegna þess að hún hafði áhyggj­ur af heilsu sinni. Lækn­ir Hill hvatti hana til að taka prófið og ganga úr skugga að um arf­geng­an sjúk­dóm væri að ræða.

Þegar hún skoðaði niður­stöðurn­ar fékk hún áfall þegar hún kom auga á kunn­ug­legt nafn. Hún trúði ekki eig­in aug­um þegar hún sá að fyrr­ver­andi kær­asti henn­ar úr fram­halds­skóla væri hálf­bróðir henn­ar. 

Átti að minnsta kosti 20 hálf­systkini 

Niður­stöðurn­ar sýndu einnig að maður­inn sem hún hafði haldið að væri faðir sinn allt sitt líf væri ekki skyld­ur henni, en blóðfaðir henn­ar var sæðis­gjafi sem hafði hjálpað þó nokkr­um fjöl­skyld­um að eign­ast börn. Þetta þýddi að Hill ætti að minnsta kosti 20 hálf­systkini sem hún hafði ekki hug­mynd um að væru til. 

Það hefði lengi verið einka­húm­or fjöl­skyld­unn­ar að segja að Hill væri glasa­barn því hún væri svo hrika­lega ólík föður sín­um í út­liti og í skapi. Nú varð henni óglatt að hugsa um grínið. 

Eft­ir að Hill fór að rann­saka þetta bet­ur komst hún að því að sæðis­gjaf­inn væri frjó­sem­is­lækn­ir­inn Burt­on Caldwell sem notaði sitt eig­in sæði í leyf­is­leysi í gla­sa­frjóvg­un móður henn­ar. Hill fannst sem hún væri föst í mar­tröð og til­hugs­un­in um að hún hafi orðið mun nán­ari með bróður sín­um en hún vildi var að fara með hana. 

Fyrr­ver­andi kær­asti Hill hafði sagt henni að hann vissi að móðir hans hefði farið í gla­sa­frjóvg­un þegar hún átti hann og komust þau að því að það hafi verið sami lækn­ir­inn og móðir Hill fór til. Kærast­inn ákvað líka að taka DNA-próf og voru niður­stöðurn­ar jafn skýr­ar og áður – þau voru hálf­systkini. 

Hill seg­ir að hún sjái nú fram­halds­skóla­göngu sína með öðu ljósi og að all­ar minn­ing­arn­ar þaðan væru ónýt­ar. „Ég svaf hjá hálf­bróður mín­um. Við viss­um þetta ekki,“ seg­ir Hill.

Sam­kvæmt CNN hafa flest ríki Banda­ríkj­anna eng­in lög varðandi sæðis­gjaf­ir en yfir 30 lækn­ar víðsveg­ar um landið eru grunaðir um að hafa nota sitt eigið sæði í gla­sa­frjóvg­un­um. Eng­inn þeirra hef­ur verið sak­feld­ur. 

In­depend­ent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda