Emmsjé Gauti fagnar ástinni

Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn.
Hjónin voru stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Tvö ár eru liðin frá því að tón­list­armaður­inn Gauti Þeyr Más­son, best þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Emm­sjé Gauti, og eig­in­kona hans Jov­ana Schally gengu í það heil­aga við fal­lega at­höfn. 

Emm­sjé Gauti birti fal­lega myndaseríu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um í morg­un í til­efni af brúðkaup­saf­mæli hjón­anna. Annað brúðkaup­saf­mælið er helgað bóm­ull og kall­ast því bóm­ull­ar­brúðkaup. 

„Gift í 2 ár. Good times. Volim te,“ skrifaði tón­list­armaður­inn við færsl­una. Volim te þýðir „ég elska þig“ á bæði króa­tísku og serbnesku.  

Emm­sjé Gauti og Jov­ana voru gef­in sam­an í Frí­kirkj­unni í Reykja­vík þann 6. ág­úst 2022. Parið hnaut um hvort annað 2016 og trú­lofaði sig þrem­ur árum síðar. Hjón­in eiga sam­tals þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda