Er hægt að fyrirgefa ítrekað framhjáhald?

Íslenskur karl leitar ráða hjá Tinnu Rut Torfadóttur sálfræðingi.
Íslenskur karl leitar ráða hjá Tinnu Rut Torfadóttur sálfræðingi. Unsplash/Deon Black

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem er ráðþrota því eig­in­kona hans er hon­um ótrú en seg­ist ít­rekað elska hann mjög mikið þegar hann finn­ur ný sönn­un­ar­gögn um fram­hjá­hald. 

Sæl Tinna. 

Ég er 63 ára og bý með konu sem er fimm­tug. Við höf­um búið sam­an í rúm 30 ár og eig­um 3 upp­kom­in börn. Fyr­ir svona 12 árum fór hún að breyt­ast, fór að hugsa mikið um út­litið og klæðaburð eins og hún væri verða gella og líta út fyr­ir að vera yngri. Hún hætti að ganga með hring­inn, sagðist hafa týnt hon­um og fór í allskon­ar leik­fimi og var mikið að heim­an.

Fyr­ir 10 árum veikist ég mikið og þurfti að dvelja tölu­vert á spít­ala. Stund­um var þetta tví­sýnt og ég er ennþá að kljást við það. Ég upp­lifði að það væru mörg merki uppi um að hún héldi fram­hjá mér en þegar ég gekk á hana þrætti hún alltaf fyr­ir það. 

Við fór­um í úti­legu 2018 með vina­hópn­um og var mig búið að gruna hana og vin okk­ar um vera að hitt­ast. Það sem ger­ist er að ég kem að þeim á útikamri þarna en samt byrjaði hún að þræta og sagði að þetta hefði bara gerst þetta eins skipti. Hún sagðist elska mig, bara mig og bað um annað tæki­færi sem ég samþykkti því ég elska hana. 

Stuttu seinna fann ég mjög kyn­ferðis­leg­ar mynd­ir hjá henni sem hún hafði aug­ljós­lega verið að senda öðrum. Árið 2020 fann ég mynd­ir og mynd­bönd af henni sem voru frek­ar gróf og sá að hún hafði sent sjö­tug­um karli þess­ar mynd­ir. Þegar ég spurði hana út í þetta byrjaði hún að þræta en svo kom það. Hún hafði verið að hitta hann í marga mánuði svo þetta var aug­ljós­lega orðið mjög skipu­lagt hjá henni. 

Hún bað mig um að taka við sér og byrja upp á nýtt og ég samþykki því hún sann­færði mig um að hún elskaði bara mig. Hún lofaði að þetta myndi ekki ger­ast aft­ur. 

Mér finnst litið hafa breyst í henn­ar hegðun og þetta sé bara ennþá í gangi. Ofan á allt var þessi sjö­tugi maður karl sem við þekkj­um bæði. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég elska hana en mér líður illa með þetta og er enn að kljást við veik­indi.

Með von um svar,

K

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda.

Sæll

Takk fyr­ir að hafa sam­band.

Mikið leitt að heyra að kon­an þín sé búin að bregðast þínu trausti oft­ar en einu sinni. Auðvitað get­ur það gerst að fólk geri mis­tök, taki hliðarspor, iðrist og sam­bandið nái að blómstra á ný þ.e.a.s. ef báðir aðilar eru til­bún­ir í að fyr­ir­gefa og byggja sam­bandið upp á ný. En í þínu til­felli þá hef­ur kon­an þín greini­lega ít­rekað brugðist þínu trausti og oft­ar en einu sinni lofað því að hún muni ekki gera það aft­ur en það svo ekki staðist. Þessi hegðun henn­ar er ekki ásætt­an­leg og fel­ur hún í sér mikla van­v­irðingu í þinn garð. Hún seg­ist elska þig, en spurn­ing­in er hvort hún meini í raun og veru það sem hún seg­ir?

Auðvitað elsk­ar þú hana, eins og þú seg­ir, enda sam­bandið ykk­ar búið að vara í rúm 30 ár. En það sem þú þarft að gera er að setja henni mörk, það get­ur verið erfitt, en ég hvet þig til að spyrja þig hvort þetta sé það sem þú vilt í sam­bandi ykk­ar? Viltu vera með konu sem þú get­ur ekki treyst, sem seg­ir þér ósatt og er að pukrast á bak við þig?

Heil­brigð sam­bönd byggja á trausti, heiðarleika og virðingu. Þó það sé leitt að segja það þá heyr­ist mér sam­bandið ykk­ar ekki byggja á þess­um gild­um. Ég held ég geti lofað þér því að það er eng­inn sem vill vera í slíku sam­bandi. Ég legg til að þú ígrund­ir vel og vand­lega það sem þú vilt gera í þinni stöðu, en eitt er víst að þú get­ur ekki setið og gert ekki neitt. Það gæti verið gagn­legt fyr­ir þig að leita ráða hjá sál­fræðingi, ræða við hann um stöðuna og spegla við hann hvaða leiðir eru í boði.

Ef þú ákveður að halda sam­band­inu áfram með henni þá þarftu að setja henni mörk, þá gæti verið gagn­legt fyr­ir ykk­ur ef þið farið þessa leið að leita til hjóna­bands­ráðgjaf­ar. Í þeirri von um að fá verk­færi í hend­urn­ar til að byggja upp sam­band sem bygg­ist á trausti, heiðarleika og virðingu.

Gangi þér sem allra best.

Kveðja, Tinna 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda