Vilja að karlmaðurinn sjái um bílinn og taki bensín

Vinkonurnar Steinunn Ósk Valsdóttir og Selma Soffía Guðbrandsdóttir halda úti …
Vinkonurnar Steinunn Ósk Valsdóttir og Selma Soffía Guðbrandsdóttir halda úti hlaðvarpinu Skipulagt Chaos. Ljósmynd/Aðsend

Fólk hef­ur mis­mun­andi skoðanir á því hvaða hlut­verk ein­stak­ling­ar eigi að taka á sig í ástar­sam­bönd­um. Hver sér um inn­kaup­in á heim­ilið? Hver eld­ar kvöld­mat­inn? Hver slær garðinn? Og hver sér um bíl­inn? Eða er þessu öllu verka­skipt jafnt á báða aðila?

Vin­kon­urn­ar Stein­unn Ósk Vals­dótt­ir og Selma Soffía Guðbrands­dótt­ir ræddu þessi mál í nýj­um hlaðvarpsþætti sín­um, Skipu­lagt Chaos, en þar ræða þær allt milli him­ins og jarðar, meðal ann­ars það sem teng­ist sjálfs­ást, lífs­stíl og sam­bönd­um. 

„Ég tek sko aldrei bens­ín,“ seg­ir Selma Soffía í þætt­in­um og Stein­unn Ósk tek­ur und­ir: „Nei, ég get það ekki, og ég bara, þú veist, það eina sem ég gæti átt mann fyr­ir, eða þú veist þarf hann, er til þess að drepa kóngu­lær, eins og ég hef komið inn á, og sjá um bíl út af því að þetta er ekki mín köll­un í líf­inu, þetta á ekki við mig.“

„Þetta er það sem ég elska við, þú veist, ég er að deila bíl með Axel í dag og ég án gríns, eins mikið og mig lang­ar al­veg að við séum með aðeins meira frelsi upp á að vera á sitt­hvor­um bíln­um, að þá lang­ar mig það samt ekki skil­urðu. Mér finnst ógeðslega gam­an að vera „passan­ger princess“, og bara hann tek­ur bens­ín, þú veist ekki nóg með það að hann borg­ar fyr­ir það því hann er ynd­is­leg­ur, þá tek­ur hann það líka og kem­ur svo út í bíl með sleikjó til mín, ég elska þetta,“ út­skýr­ir Selma Soffía. 

„Það er það sem ég þarf í líf mitt. Bara farðu með þenn­an bíl í smurn­ingu, skiptu um dekk, gerðu það sem þarf að gera, þetta er ekki mitt,“ seg­ir Stein­unn Ósk þá. 

„Látið hann bjóða“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vin­kon­urn­ar ræða sam­bönd og stefnu­móta­menn­ingu, en það vakti at­hygli í sum­ar þegar þær ræddu um hver eigi að borga reikn­ing­inn á stefnu­mót­um í hlaðvarp­inu. 

Stein­unn Ósk ræddi málið nán­ar í viðtali á K100. „Við rædd­um þetta í þætti hjá okk­ur. Okk­ur finnst að ef okk­ur er boðið á stefnu­mót þá eig­um við ekki að taka upp kortið. Hver má auðvitað hafa sína skoðun á þessu,“ sagði Stein­unn í síðdeg­isþætt­in­um Skemmti­legu leiðinni heim,“ sagði Stein­unn. 

„Við sömd­um ekki regl­urn­ar í sam­fé­lag­inu. En stelp­ur, ef þið eruð að fara á stefnu­mót, auðvitað eruð þið að fara að láta bjóða ykk­ur. Ef að þessi maður vill láta sjá sig með ykk­ur, njótið þess og látið hann bjóða,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda