Vilja að karlmaðurinn sjái um bílinn og taki bensín

Vinkonurnar Steinunn Ósk Valsdóttir og Selma Soffía Guðbrandsdóttir halda úti …
Vinkonurnar Steinunn Ósk Valsdóttir og Selma Soffía Guðbrandsdóttir halda úti hlaðvarpinu Skipulagt Chaos. Ljósmynd/Aðsend

Fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvaða hlutverk einstaklingar eigi að taka á sig í ástarsamböndum. Hver sér um innkaupin á heimilið? Hver eldar kvöldmatinn? Hver slær garðinn? Og hver sér um bílinn? Eða er þessu öllu verkaskipt jafnt á báða aðila?

Vinkonurnar Steinunn Ósk Valsdóttir og Selma Soffía Guðbrandsdóttir ræddu þessi mál í nýjum hlaðvarpsþætti sínum, Skipulagt Chaos, en þar ræða þær allt milli himins og jarðar, meðal annars það sem tengist sjálfsást, lífsstíl og samböndum. 

„Ég tek sko aldrei bensín,“ segir Selma Soffía í þættinum og Steinunn Ósk tekur undir: „Nei, ég get það ekki, og ég bara, þú veist, það eina sem ég gæti átt mann fyrir, eða þú veist þarf hann, er til þess að drepa kóngulær, eins og ég hef komið inn á, og sjá um bíl út af því að þetta er ekki mín köllun í lífinu, þetta á ekki við mig.“

„Þetta er það sem ég elska við, þú veist, ég er að deila bíl með Axel í dag og ég án gríns, eins mikið og mig langar alveg að við séum með aðeins meira frelsi upp á að vera á sitthvorum bílnum, að þá langar mig það samt ekki skilurðu. Mér finnst ógeðslega gaman að vera „passanger princess“, og bara hann tekur bensín, þú veist ekki nóg með það að hann borgar fyrir það því hann er yndislegur, þá tekur hann það líka og kemur svo út í bíl með sleikjó til mín, ég elska þetta,“ útskýrir Selma Soffía. 

„Það er það sem ég þarf í líf mitt. Bara farðu með þennan bíl í smurningu, skiptu um dekk, gerðu það sem þarf að gera, þetta er ekki mitt,“ segir Steinunn Ósk þá. 

„Látið hann bjóða“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vinkonurnar ræða sambönd og stefnumótamenningu, en það vakti athygli í sumar þegar þær ræddu um hver eigi að borga reikninginn á stefnumótum í hlaðvarpinu. 

Steinunn Ósk ræddi málið nánar í viðtali á K100. „Við ræddum þetta í þætti hjá okkur. Okkur finnst að ef okkur er boðið á stefnumót þá eigum við ekki að taka upp kortið. Hver má auðvitað hafa sína skoðun á þessu,“ sagði Steinunn í síðdegisþættinum Skemmtilegu leiðinni heim,“ sagði Steinunn. 

„Við sömdum ekki reglurnar í samfélaginu. En stelpur, ef þið eruð að fara á stefnumót, auðvitað eruð þið að fara að láta bjóða ykkur. Ef að þessi maður vill láta sjá sig með ykkur, njótið þess og látið hann bjóða,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda