Magnús Geir er yfir sig ástfanginn

Hjónin eru stórglæsileg.
Hjónin eru stórglæsileg. Hákon Pálsson

Magnús Geir Þórðar­son Þjóðleik­hús­stjóri og eig­in­kona hans, Ingi­björg Ösp Stef­áns­dótt­ir, stjórn­andi rekstr­ar­ráðgafar Expect­us, fögnuðu átta ára brúðkaup­saf­mæli sínu í gær, þriðju­dag. Áttunda árið er brons­brúðkaup og tákn­ar það styrk og stöðug­leika.

Magnús Geir birti fal­lega færslu á Face­book-síðu sinni í til­efni dags­ins og deildi fal­legri mynd frá brúðkaups­deg­in­um.

„All you need is love...

Átta ár frá frá­bær­um degi - brons­brúðkaup.

Hver dag­ur er öðrum betri með elsku Ingu minni og ég er heppn­asti maður í heimi...og fjörið held­ur áfram, börn­in stækka og stuðið eykst. Lífið er gott og framtíðin er björt,“ skrifaði Magnús Geir við færsl­una.

Magnús Geir og Ingi­björg Ösp giftu sig á fal­leg­um sum­ar­degi árið 2016. At­höfn­in fór fram í Dóm­kirkj­unni og voru brúðhjón­in gef­in sam­an af Guðna Má Harðar­syni. Eft­ir at­höfn­ina buðu þau til veislu í Borg­ar­leik­hús­inu. Magnús Geir var Borg­ar­leik­hús­stjóri á ár­un­um 2008 til 2014. 

Smart­land ósk­ar hjón­un­um hjart­an­lega til ham­ingju með brúðkaup­saf­mælið!


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda