Ein mesta gæfan í lífi fólks er að finna ástina. Finna hinn helminginn af sjálfum sér til þess að lífið tútni út og stækki. Gamli skólinn heldur því fram að hjónabönd séu líklegust til að endast ef það eru þrjú til fjögur ár á milli para og að karlinn sé eldri. Það eru þó nokkrar undantekningar á þessu eins og dæmin sanna.
Smartland tók saman lista yfir heillandi pör hafa náð árangri í sambandi sínu þrátt fyrir töluverðan aldursmun.
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og eiginkona hans Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi fegurðardrottning, hafa verið hamingjusamlega gift frá árinu 2008. Tuttugu ára aldursmunur er á hjónakornunum en Bubbi er fæddur árið 1956 og Hrafnhildur 1976.
Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Rúnar Guðmundsson og Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir skráðu sig í samband á Facebook þann 14. ágúst síðastliðinn. Töluverður aldursmunur er á parinu en Benedikt varð 52 ára gamall nú í ágúst og Jónbjörg fagnaði 28 ára afmæli sínu í júní.
Jónbjörg auglýsti nýverið íbúð sína á Akranesi til leigu og því spurning hvort að parið sé byrjað að búa. Hann er fæddur 1972 og hún er fædd 1996.
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, svipti hulunni af nýju kærustunni fyrr í sumar. Sú heppna heitir Hafrún Hafliðadóttir. Parið er yfir sig ástfangið og lætur ekki 14 ára aldursmun stoppa sig. Hann er fæddur 1977 en hún er fædd 1991.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Eva Bryngeirsdóttir, jógakennari og einkaþjálfari, staðfestu samband sitt á Instagram í byrjun júlí. Eva birti mynd af þeim skötuhjúum á Moca-safninu í Barcelona. Kári er 38 árum eldri en Eva. Hann er fæddur 1949 en hún 1987.
Leikstjórinn Baltasar Kormákur fann ástina í örmum Sunnevu Ásu Weisshappel, myndalistarkonu og leikmyndahönnuðar, í ársbyrjun 2019. Greint var frá því í lok febrúar að parið ætti von á sínu fyrsta barni saman. 23 ár aðskilja Baltasar og Sunnevu Ásu. Hann er fæddur 1966 en hún 1989.
Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar, trúlofaðist Guðrúnu Jónu Stefánsdóttur snemma árs 2021. Parið hefur verið saman um árabil og á saman sex börn. Rúnar Freyr er 13 árum eldri en unnusta sín. Hann er fæddur 1973 en hún 1986.
Leikkonan Aníta Briem og kærasti hennar, Hafþór Waldorff, eiga von á barni saman. Parið, sem byrjaði saman á síðasta ári, festi nýverið kaup á íbúð við Bárugötu í Reykjavík. Aníta er 12 árum eldri en Hafþór. Hún er fædd 1982 en hann er fæddur 1994.
Leikaraparið Hilmir Snær Guðnason og Vala Kristín Eiríksdóttir þykir eitt af glæsilegri pörum bæjarins enda bæði að gera það gott í leiklistarheiminum. Hilmir Snær og Vala Kristín unnu náið saman að sýningunni Oleanna í Borgarleikhúsinu á síðasta ári og þar kviknaði neistinn og ástin.
Nokkur aldursmunur er á parinu, eða 22 ár. Hilmir er fæddur árið 1969 og Vala Kristín árið 1991.
Það vakti athygli þegar einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva nemi hófu ástarsamband. 24 ára aldursmunur er á parinu. Hann er fæddur 1973 en hún 1997.
Arnar B. Gunnlaugsson, fyrrverandi knattspyrnumaður nú og þjálfari Víkings, er í sambandi með Maríu Builien Jónsdóttur, líffræðingi og tölvunarfræðingi. Parið byrjaði að stinga saman nefjum árið 2017 og eiga í dag tvö börn saman. 16 ár aðskilja parið, en Arnar er fæddur árið 1973 og María árið 1989.
Erna Mist Yamagata, listakona og pistlahöfundur, og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri opinberuðu ást sína í byrjun ársins. 20 ára aldursmunur er á parinu, en Þorleifur er fæddur árið 1978 og Erna Mist árið 1998.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur og Milla Ósk Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, eru með glæsilegustu hjónum landsins. 12 ár aðskilja hjónakornin, Einar er fæddur árið 1978 og Milla Ósk árið 1990.
23 ár aðskilja Skúla Mogensen, athafnamann og frumkvöðul, og Grímu Björg Thorarensen innanhússarkitekt. Parið vekur athygli hvar sem það stígur niður fæti enda stórglæsilegt. Skúli er fæddur árið 1968 og Gríma árið 1991.
Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isabella Lu Warberg fögnuðu eins árs brúðkaupsafmæli sínu á dögunum. Ástin á milli þeirra kviknaði fyrir örfáum árum síðan og eiga þau saman tvo unga syni. 22 ára aldursmunur er á parinu. Hann er fæddur 1977 en hún 1999.
Það eru þrettán ár á milli gullsmiðsins Rós Kristjánsdóttur og athafnamannsins Þorsteins Friðrikssonar. Þau hafa verið saman frá árinu 2018, eiga einn dreng saman og von á öðru barni og eru ástfangin upp fyrir haus. Hann er fæddur árið 1979 en hún er fædd árið 1992.