Hegðun hefur afleiðingar

Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um uppeldi.
Marta María Winkel Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála mbl.is skrifar um uppeldi. Ljósmynd/Kári Sverriss

Það er lík­lega ekk­ert í líf­inu eins taugatrekkj­andi og þrosk­andi og að eign­ast af­kvæmi. Það að eign­ast barn er svo­lítið eins og spila Can­dy Crush; stund­um geng­ur mjög vel og stund­um svo illa að fólk er til í að borga nán­ast hvað sem er til að kom­ast upp um borð eða út úr aðstæðum sem eru óviðráðan­leg­ar.

Frosti Örn Gn­arr, þriggja barna faðir í Háa­leitis­hverf­inu, komst ágæt­lega að orði í sér­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út á föstu­dag­inn þegar hann lýs­ir því hvernig hon­um leið þegar fyrsta barnið kom í heim­inn 2016. Hann skildi eig­in­lega ekk­ert í því hvers vegna þeim, ný­bökuðu for­eldr­un­um, var treyst fyr­ir barn­inu og mættu fara með það heim.

Þótt það séu kom­in 15 ár síðan ég fór síðast með barn heim af fæðing­ar­deild þá man ég þetta allt eins og það hafi gerst í gær. Í dag hef­ur barnið, sem fædd­ist í Hreiðrinu sum­arið 2009, sterk­ar skoðanir á líf­inu og hik­ar ekki við að veita end­ur­gjöf. Hon­um finnst móðir hans gam­aldags, of ströng og frek­ar leiðin­leg týpa þegar hún gef­ur ekki samþykki fyr­ir götuðum eyrnasnepl­um. Mamma fékk að heyra að hún væri sjálf með göt í eyr­un­um og hefði því lítið um málið að segja. Mamma sagði þá að ekki væri hægt að miða nú­tím­ann við eitt­hvað sem gerðist á hár­greiðslu­stofu á Lauga­veg­in­um árið 1984 og minnti á að eyr­un á karl­kyns for­set­um heims­ins væru ekki eins og gata­sigti. Börn und­ir 18 ára aldri hefðu ekki heim­ild til þess að láta gata á sér lík­amann. Um þetta giltu lög í land­inu sem okk­ur borg­ur­un­um bæri að fara eft­ir.

„Hvað ætl­ar þú að gera ef ég kem heim einn dag­inn með gat í eyr­anu?“ sagði hann og leit spyrj­andi á móður sína.

Mamma reyndi að fela hin von­brigðin og sagði mildi­lega við son­inn að hegðun hefði af­leiðing­ar.

Sem minn­ir á það. Það væri kannski ágætt fyr­ir ráðamenn þjóðar­inn­ar að vera upp­lýst­ir um að hegðun hef­ur ein­mitt af­leiðing­ar. Það að taka ákv­arðanir um að út­rýma ein­kunna­gjöf í tölu­stöf­um og taka upp mæli­kv­arða í lit­um og bók­stöf­um hef­ur gert það að verk­um að eng­inn veit neitt. Og það er eig­in­lega ekki hægt að segja að all­ir séu að reyna að gera sitt besta. Af­leiðing­arn­ar eru skýr­ar. Náms­ár­ang­ur ís­lenskra barna hef­ur sjald­an verið slak­ari en akkúrat núna.

Hvað þýðir ein­kunna­gjöf í bók­stöf­um? Mér skilst að það sé best að fá A. A get­ur á skala gamla skól­ans verið á bil­inu 9,8-10 er mér sagt. Fólk sem stundaði nám þegar ein­kunn­ir voru gefn­ar í tölu­stöf­um veit að það er mun­ur á 9,8 í ein­kunn eða 10. Og svo er það B+. Hvað þýðir það? Það er ekki al­veg A en samt aðeins betra en B. Þess­ar óskýru regl­ur hjálpa ekki börn­un­um okk­ar.

Börn þurfa skýr­an ramma. Rann­sókn­ir sýna að börn­um sem eru alin upp við heil­brigðan aga vegn­ar bet­ur á full­orðins­ár­um. Til þess að börn­um líði sem best þarf heim­il­is­líf og skóla­ganga að hald­ast í hend­ur. Það get­ur verið mjög þreyt­andi að vera upp­al­andi og það er ör­ugg­lega al­veg fer­lega þreyt­andi að vera kenn­ari því mér skilst að við for­eldr­arn­ir séum mesta áskor­un­in (óþolandi týp­ur).

Þetta er svona eins og með krakk­ann sem leggst alltaf í gólfið í mat­vöru­búð og græt­ur þangað til hann fær að kaupa súkkulaði og lakk­rís. Þessi krakki veit að ef hann læt­ur bara nógu illa þá mun for­eldrið gefa sig því það gef­ur alltaf eft­ir að lok­um. Þetta barn lend­ir hins veg­ar í vanda þegar það stækk­ar því heim­ur­inn er ekki eins eft­ir­gef­an­leg­ur og mamma og pabbi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda