Er hægt að refsa fólki sem stelur úr dánarbúi?

Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Tómas Jónsson lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Samsett mynd

Tóm­as Jóns­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá les­anda sem velt­ir fyr­ir sér hvenær þjófnaður úr dán­ar­búi fyrn­ist og hvaða refs­ing bíði fólks sem stel­ur úr dán­ar­bú­um. 

Sæll,

hvenær fyrn­ist sann­an­leg­ur þjófnaður úr dán­ar­búi og hver er refs­ing­in?

Kveðja, 

GJ

Sæll GJ

Fyrn­ing­ar­frest­ur brota sam­kvæmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um miðast við al­var­leika brota og telst að jafnaði frá þeim tíma, sem brotið átti sér stað. Við þjófnaði get­ur legið allt að 6 ára fang­elsi skv. 244. gr. lag­anna og fyrn­ast slík brot því á 10 árum skv. 81. gr. lag­anna.

Kveðja, 

Tóm­as Jóns­son lögmaður

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tóm­asi eða öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda