Gulla Rún missti báða syni sína

Guðlaug Rún Gísladóttir missti báða syni sína og vill nú …
Guðlaug Rún Gísladóttir missti báða syni sína og vill nú aðstoða fólk í sorgarferli.

Guðlaug Rún Gísla­dótt­ir, Gulla Rún, meist­ara­nemi í fé­lags­ráðgjöf og tveggja barna móðir er gest­ur í hlaðvarpi Lydíu Óskar Ómars­dótt­ur og Gullu Bjarna Í al­vöru talað. Líf Gullu Rún­ar hef­ur langt frá því verið dans á rós­um eft­ir að hún missti báða syni sína. Dag­ur Freyr lést sex dög­um eft­ir fæðingu árið 2001 og Hlyn­ur Snær lést af slys­för­um þegar hann var 16 ára gam­all 2018. Þrátt fyr­ir þessa lífs­reynslu og alla sorg­ina sem henni fylg­ir hef­ur hún náð að halda áfram með líf sitt og í dag vill hún að henn­ar lífs­reynsla nýt­ist öðrum. 

Dag­ur Freyr fædd­ist þann 10. ág­úst 2001 þegar Gulla Rún var kom­in 26 vik­ur á leið. Son­ur­inn, sem fékk nafnið Dag­ur Freyr, hlaut heila­blæðingu í fæðingu. Gullu Rún og mann­in­um henn­ar var ráðlagt að leyfa hon­um að fara - að slökkt yrði á önd­un­ar­vél­inni sem hann var bund­inn við. 

„Okk­ur var sagt að hann kæm­ist aldrei úr önd­un­ar­vél. Að hann væri ekki kval­inn núna en ef svo ólík­lega vildi til að hann myndi lifa þá myndi hann upp­lifa mik­inn sárs­auka. Það kom aldrei neinn vafi upp hjá okk­ur. En jafn­framt er þetta mjög erfið ákvörðun fyr­ir for­eldri að taka. Að þurfa að ákveða hvort barnið þitt á að lifa eða ekki,“ seg­ir Gulla Rún.

Gulla Rún seg­ir að það hafi verið þungt að fara barn­laus heim af fæðing­ar­deild, ekki síst þar sem þau for­eldr­arn­ir voru búin að mála her­bergið og gera allt klárt fyr­ir komu drengs­ins. Á sama tíma var faðir henn­ar í lífs­hættu og barðist fyr­ir lífi sinu á Lands­spít­al­an­um. Hann lést þrem­ur vik­um eft­ir að Dag­ur kvaddi.

„Sama dag og Dag­ur var jarðaður hring­ir mamma í mig og seg­ir mér að pabbi sé vaknaður og ég geti hitt hann ef ég treysti mér til þess. Þegar ég er á leiðinni inn til pabba seg­ir lækn­ir­inn við mig að hann megi ekki vita að barn henn­ar sé fætt og dáið. Það var rosa­lega erfitt að þykj­ast vera enn ófrísk og láta eins og það væri allt í lagi hjá mér. Það var alls ekki allt í lagi hjá mér,“ seg­ir Gulla Rún. 

Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna stýra hlaðvarpinu Í alvöru …
Lydía Ósk Ómars­dótt­ir og Gulla Bjarna stýra hlaðvarp­inu Í al­vöru talað. Lydía er sál­fræðing­ur hjá Sam­kennd heilsu­setri, jóga­kenn­ari og fyr­ir­les­ari. Gulla er förðun­ar­fræðing­ur, áhuga­leik­ari og tísku­áhuga­kona mik­il og starfar sem versl­un­ar­stjóri í Col­lecti­ons á Hafn­ar­torgi.

Lést 16 ára gam­all 

Yngri son­ur Gullu Rún­ar, Hlyn­ur Snær, fædd­ist 11. ág­úst 2002. Móðir hans lýs­ir hon­um ljúf­um og góðum strák sem dreifði kær­leika og gleði til fólks­ins í kring­um sig. 

Þann 26. októ­ber 2018, þegar Hlyn­ur Snær var 16 ára, sner­ist líf fjöl­skyld­unn­ar á hvolf. Stærsta mar­tröð for­eldra raun­gerðist þegar Gulla Rún fór fyrr heim úr vinn­unni því henni leið illa í mag­an­um. Þar kom hún að syni sín­um látn­um. 

„Frá því að ég kem inn í húsið þá er eins og mér hafi verið stjórnað, eft­ir á að hyggja. Ég fór alltaf úr yf­ir­höfn og skóm í for­stof­unni nema þenn­an dag. Þá fór ég beint inn í hús, henti vesk­inu mínu á eld­hús­borðið og kallaði beint á Hlyn. Hann var yf­ir­leitt inni hjá sér með heyrn­ar­tól á þess­um tíma svo það var ekki óeðli­legt að hann skyldi ekki svara. Þenn­an dag stakk ég beint upp í her­bergið hans,“ seg­ir Gulla Rún og lýs­ir því ít­ar­lega hvernig at­b­urðarrás­in hafi verið. 

Sjúkra­flutn­inga­fólk og lög­reglu­fólk kom á staðinn ásamt presti og mann­eskju frá Rauða kross­in­um sem sá um áfalla­hjálp. Eft­ir að búið var að flytja dreng­inn þeirra í burtu frá heim­il­inu sátu þau tvö eft­ir í hús­inu.

„Þetta var galið og þetta má ekki ger­ast. Þarna hefðum við haft tæki­færi til þess að fara á eft­ir hon­um, ef við hefðum viljað það. Í svona aðstæðum hugs­ar fólk ekki skýrt og það á ekki að vera eitt,“ seg­ir Gulla Rún. 

Létt­ir að Hlyn­ur hafi ekki framið sjálfs­víg 

Hún seg­ir frá því að fyrst hafi verið talið að Hlyn­ur hefði framið sjálfs­víg en eft­ir rann­sókn lög­reglu kom í ljós að þetta varð slys sem var rakið til ein­hvers sem hann sá í for­riti í síma sín­um.

„Það létti ferlið al­veg svaka­lega fyr­ir okk­ur að fá þær upp­lýs­ing­ar. Ég fór hratt í sjálfs­ásak­an­ir. Af hverju sá ég ekki að hon­um liði illa? Svo það var gott að fá að vita að það var ekki þannig. Hann vildi ekki taka líf sitt,“ seg­ir hún og bæt­ir því við að það sé mik­il­vægt að lög­reglu­rann­sókn fari alltaf fram þegar skyndi­leg and­lát eiga sér stað. 

Hald­in var kveðju­at­höfn í kap­ellu kvöldið sem Hlyn­ur lést. Þá höfðu for­eldr­arn­ir og aðrir aðstand­end­ur tæki­færi til þess að koma sam­an og kveðja. Gulla Rún seg­ir að þetta hafi allt verið ótrú­lega óraun­veru­legt og að hún hafi ekki hugsað skýrt. Til dæm­is kom það henni til hug­ar að mögu­lega væri Hlyn­ur að hrekkja for­eldra sína því þetta var í kring­um hrekkja­vök­una.

„Í kveðju­at­höfn­inni feng­um við for­eldr­arn­ir að vera ein með Hlyni. Ég snerti kinn hans og fannst hún ekki vera köld. Spurði prest­inn hvort hann væri á hita­teppi því hann væri ekki kald­ur. Prest­greyið kom í loft­köst­um og sagði henni svo að hann væri jú kald­ur. Þá var ég bara svona dof­in. Ég fann ekki kuld­ann.“

Voru skil­in ein eft­ir án stuðnings 

Gulla Rún er ósátt með það hvað tók við eft­ir kveðju­at­höfn­ina. Hún spurði prest­inn hvað tæki nú við og prest­ur­inn svaraði því að nú væri helg­ar­frí og því færu þau bara heim en mættu hafa sam­band ef þeim liði illa. Það komu aðstand­end­ur heim með þeim eft­ir at­höfn­ina en svo voru þau skil­in eft­ir ein og án stuðnings alla nótt­ina.

„Sem bet­ur fer datt mann­in­um mín­um í hug að hringa í ann­an prest sem þau þekktu. Við hringd­um um kvöldið og báðum hann um að taka okk­ur að sér. Hann spurði hvort við vild­um að hann kæmi þá um kvöldið en við töld­um það ekki þurfa,“ seg­ir hún. 

Þau sáu eft­ir á að þau hefðu þurft meiri stuðning því þau sváfu ekki dúr alla nótt­ina og þangað til prest­ur­inn hringdi aft­ur klukk­an níu um morg­un­inn. Þá aðstoðaði hann þau við að fá lækni heim sem gaf þeim lyf til þess að geta sofið.

„Fólk í þess­ari stöðu get­ur ekki hugsað um sig sjálft. Það get­ur ekki borðað, get­ur ekki sofið og sinnt sín­um dag­legu þörf­um. Eft­ir þetta passaði prest­ur­inn að við vær­um aldrei ein.“

Gulla Rún er ósátt við vinnu­brögð kerf­is­ins og seg­ir að það þurfi að hlúa bet­ur að for­eldr­um í sorg. Hún bend­ir á að ef barn deyr heima hjá sér en ekki á spít­ala þá fái for­eldr­ar minni stuðning. 

„Fólk á ekki að þurfa að hugsa út í þessa hluti sjálft og þurfa að treysta á ein­stak­lings­fram­tak. Við vor­um hepp­in að hitta á góðan prest og lækni sem bauðst til að taka okk­ur að sér. En hvað með þá sem eru ekki svo heppn­ir? Það þarf að vera eitt­hvað kerfi til staðar sem gríp­ur alla í þess­ari stöðu.“

Gulla Rún seg­ist halda að henni sé ætlað að gera eitt­hvað við reynslu sína. Hún er núna í meist­ara­námi í fé­lags­ráðgjöf og henn­ar draum­ur er að það verði stofnað teymi fé­lags­ráðgjafa sem er kallað til ef það verður and­lát í heima­húsi. Að það taki teymi við aðstand­end­um sem þau hjón­in hefðu viljað að hefði tekið utan um þau þegar elsku Hlyn­ur þeirra kvaddi þenn­an heim.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni hér fyr­ir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda