Er von fyrir sambönd sem myndast eftir fimmtugt?

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

Linda Bald­vins­dótt­ir sam­skiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Mann­gildi skrif­ar um ástar­sam­bönd miðaldra fólks í nýj­asta pistli sín­um á Smartlandi. 


Ég hef oft velt því fyr­ir mér hvort að það sé erfiðara fyr­ir þá sem komn­ir eru yfir miðjan ald­ur að mynda ástar­sam­band sem end­ist um ókom­in ár. Ég heyri mikið talað um hversu erfitt það sé að mynda sam­bönd á þess­um gasa­lega virðinga­verða aldri.

Mín skoðun er samt sú að það ætti jafn­vel að geta verið auðveld­ara að sumu leiti ef vel er að gáð.

Á miðjum aldri (50-60 ára) erum við kom­in með lífs­reynslu og horf­um á ást og sam­bönd með öðrum hætti en við gerðum þegar við vor­um um tví­tugt.

Við erum full­mótaðar mann­eskj­ur og vit­um yf­ir­leitt hvað það er sem við vilj­um sem ætti að auðvelda far­sæld­ar leiðina og valda því að færri árekstr­ar ættu að eiga sér stað. Það er að segja ef þroski okk­ar og sam­skipta­hæfni hef­ur vaxið í sam­ræmi við ald­ur­inn.

Yf­ir­leitt er það nú þannig að til­finn­inga­leg­ur þroski okk­ar stór­eflst með ár­un­um og það eitt útaf fyr­ir sig hef­ur mjög mik­il áhrif á það hvernig sam­bönd ganga.

Fyrri reynsla, bæði já­kvæð og nei­kvæð, gef­ur af sér meiri sam­kennd, skiln­ing og þol­in­mæði beggja aðila sem svo sann­ar­lega er þörf á þegar tveir aðilar úr ólíku um­hverfi koma sam­an og mynda sam­band. Par sem býr yfir til­finn­inga­greind býður yf­ir­leitt upp á betri sam­skipti og leys­ir átök með sam­tali og sam­kennd í stað tog­streitu og rifr­ilda.

Flest­ir bún­ir að finna sig

Ein­stak­ling­ar á miðjum aldri eru yf­ir­leitt bún­ir að fara í gegn­um nokk­ur tíma­bil sjálfs­leit­ar og upp­götv­un­ar og eru í flest­um til­fell­um bún­ir að móta sig bæði per­sónu­lega og at­vinnu­lega. Það gef­ur þeim betri sýn á hvað þeir vilja fá út úr sam­bandi og ekki síst hvað þeir geta gefið sjálf­ir inn í sam­bandið þannig að sam­bandið efl­ist og dafni. Ég held að við höf­um fæst hugsað út í okk­ar eig­in per­sónu­leg­an þroska þegar við vor­um yngri og lík­lega aldrei hugað að því að elska okk­ur sjálf á rétt­an hátt held­ur.

Á miðjum aldri er parið lík­lega farið að huga bet­ur að heilsu sinni og jafn­vel setja hana í for­gang. Þau eiga oft sam­eig­in­leg áhuga­mál eins og rækt­ina, golfið, skíðin, göngu­ferðir, mat­ar­venj­ur og heim­il­is­lífið og fjöl­skyld­una og ef þeir velja sér að njóta lífs­ins með svipuðum hætti þá fær­ir það parið bet­ur sam­an og trygg­ir þeim á sama tíma betri heilsu.

Eiga fjár­mál­in að vera aðskil­in?

Svo eru það blessuð fjár­mál­in sem eru nú oft or­sök skilnaða sér­stak­lega hjá unga fólk­inu. En á miðjum aldri erum við yf­ir­leitt orðin fær­ari í að stjórna fjár­mál­um okk­ar og búum oft­ast nær við meiri stöðug­leika í fjár­mál­un­um sem aft­ur tek­ur í burtu áhyggj­urn­ar og tog­streit­una sem pen­inga­mál­in geta skapað.

Hins­veg­ar þarf það að vera á hreinu, þegar parið ákveður að fara í sam­búð, hvernig fjár­mál­um á milli þeirra verði hagað, og hvort fjár­mál­in verði sam­eig­in­leg eða kannski al­ger­lega aðskil­in.

Lífs­gild­in eru yf­ir­leitt á hreinu hjá þeim sem eldri eru og því ætti að vera auðvelt að at­huga hvort þau passi sam­an (mjög mik­il­vægt að svo sé).

Meira frelsi

Í næst síðasta lagi þá hafa ein­stak­ling­ar á þess­um aldri oft­ar en ekki með meira frelsi og sjálf­stæði en þeir sem yngri eru ásamt því að sveigj­an­leiki í starfi er oft orðinn meiri. Börn­in eru einnig orðin full­orðin í flest­um til­fell­um og flog­in að heim­an, eða að minnsta kosti orðin fleyg.

Þetta gef­ur par­inu tæki­færi á því að stunda oft­ar sam­eig­in­leg áhuga­mál, ástríður og lang­an­ir, og auðveld­ara verður að nýta sér frelsið til að kveikja á ástríðunum á öll­um frjáls­um stund­um sem gef­ast, og búa þannig til æv­in­týra­ríkt líf sam­an.

Í síðasta lagi þá er ákveðin feg­urð fólg­in í því að fá að eld­ast sam­an og fá að telja gráu hár­in og hrukk­urn­ar á hvort öðru, ásamt því að það er lík­legt að með ár­un­um auk­ist sam­eig­in­leg­ur reynslu­heim­ur pars­ins á tím­um góðra og einnig erfiðra verk­efna, en allt get­ur þetta skapað aukna virðingu, þakk­læti og auk­in tengsl pars­ins.

Þannig að ég tel að seinni sam­bönd ættu semsagt að hafa jafn­vel meiri mögu­leika en þau fyrri ef við kjós­um að velja maka sam­kvæmt sam­eig­in­leg­um lífs­gild­um ásamt dassi af ást og umb­urðarlyndi sem við höf­um auðvitað öðlast í ómældu magni á langri göngu okk­ar um lend­ur móður jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda