Erfa stjúpbörn peninga við andlát blóðforeldris?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. mbl.is/Eyþór

Vala Val­týs­dótt­ir lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvað ger­ist ef maki henn­ar fell­ur frá á und­an henni. 

Heil og sæl Vala. 

Við hjón­in eig­um börn úr fyrri sam­bönd­um og gerðum kaup­mála við gift­ingu. 

Fari maki minn á und­an mér, geta þá hans börn kraf­ist að fá hlut í til dæm­is fjár­mun­um sem ég á í banka á mínu nafni?

Kveðja, 

HK

Góðan dag­inn. 

Það sem skipt­ir máli hér er hvernig ákvæði kaup­mál­ans eru og því ekki hægt að svara þessu nema hafa ákvæði hans. Al­mennt gild­ir það að eign­ir hvers um sig hald­ast og skipti ekki um eign­ar­hald. Hins veg­ar er ávallt betra að skoða ákvæði kaup­mál­ans fyrst en dæmi­gerð ákvæði í slík­um samn­ing­um er að blanda ekki sam­an eign­um sem hvort um sig á fyr­ir gift­ingu.

Kveðja, 

Vala Val­týs­dótt­ir. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Völu og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda