Erfa stjúpbörn peninga við andlát blóðforeldris?

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. mbl.is/Eyþór

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvað gerist ef maki hennar fellur frá á undan henni. 

Heil og sæl Vala. 

Við hjónin eigum börn úr fyrri samböndum og gerðum kaupmála við giftingu. 

Fari maki minn á undan mér, geta þá hans börn krafist að fá hlut í til dæmis fjármunum sem ég á í banka á mínu nafni?

Kveðja, 

HK

Góðan daginn. 

Það sem skiptir máli hér er hvernig ákvæði kaupmálans eru og því ekki hægt að svara þessu nema hafa ákvæði hans. Almennt gildir það að eignir hvers um sig haldast og skipti ekki um eignarhald. Hins vegar er ávallt betra að skoða ákvæði kaupmálans fyrst en dæmigerð ákvæði í slíkum samningum er að blanda ekki saman eignum sem hvort um sig á fyrir giftingu.

Kveðja, 

Vala Valtýsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda