Sársaukafullt að missa dóttur

Ólafur Ingi missti dóttur sína og segir að það hafi …
Ólafur Ingi missti dóttur sína og segir að það hafi valdið miklum sársauka.

Ólaf­ur Ingi er fimm­tug­ur faðir, bif­véla­virki og kenn­ari sem hef­ur gengið í gegn­um margt á sinni lífs­leið. Um er að ræða langa sögu af áföll­um, sorg­um og sigr­um. Hann er gest­ur Tinnu Bark­ar­dótt­ur sem held­ur úti hlaðvarp­inu Sterk sam­an.

Ólaf­ur Ingi ólst upp í litlu sjáv­arþorpi þar sem börn fengu að leika sér frjáls og njóta þess að vera börn.

„Ég átti æðis­lega æsku í raun. Við vin­irn­ir lék­um okk­ur úti, það var alltaf ein­hver mamm­an heima sem sá þá um að gefa okk­ur að borða en þegar ég kom heim var ég yf­ir­leitt skammaður fyr­ir eitt­hvað eða látið eins og ég væri ekki,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi og grein­ir frá því að hann hafi ekki passað vel inn í ís­lenskt skóla­kerfi. Hann gat ekki setið kyrr og farið eft­ir regl­um. 

Missti pabba sinn

Ólaf­ur Ingi missti föður sinn þegar hann var þrett­án ára gam­all.

„Ég man að mamma kom til mín og sagði að ég þyrfti ekki að fara í skól­ann dag­inn eft­ir en ég skyldi ekki af hverju það væri verið að klína þessu upp á mig. Við höfðum aldrei talað um til­finn­ing­ar,“ seg­ir Ólaf­ur Ingi. 

Faðir hans var alkó­hólisti og tók hann þátt í felu­leikn­um sem fylg­ir þeim fjöl­skyldu­sjúk­dómi.

„Ég áttaði mig auðvitað ekki á því að hann hafi verið alkó­hólisti fyrr en seinna því það voru ekki læti og of­beldi heima.“

„Ég fór inn í unglings­ár­in og byrjaði ung­ur að drekka með vin­un­um og það var mikið par­týstand. Ég er einn af þess­um heppnu sem rétt slapp held ég, hefði al­veg geta endað hinum meg­in, í neyslu, en það slapp.“

Gerði allt eins og kær­ast­an vildi

Ólaf­ur Ingi lýs­ir því hvernig hann hafi aldrei staðið með sjálf­um sér eða vitað al­menni­lega hvað hann vildi. Hann fylgdi bara því sem var sam­fé­lags­lega samþykkt.

„Ég eignaðist kær­ust­ur. Ein sagði við mig að það væri eðli­legt að byrja að búa svo við gerðum það svo sagði hún að maður ætti að eign­ast barn svo við gerðum það og svo að lok­um sagði hún að það væri eðli­legt að hætta sam­an, svo við gerðum það. Ég var aldrei spurður og hafði svosem ekk­ert um mál­in að segja, ég flaut bara með,“ seg­ir hann. 

Það var ekki fyrr en Ólaf­ur Ingi varð fer­tug­ur að hann fór að sækja al-anon fund. Þar fann hann sig. 

„Ég mætti á fund­inn og hélt að þetta væri eitt­hvað svindl því þarna var fólk að lýsa mér og mín­um til­finn­ing­um.“

Dótt­ir­in ákvað að enda lif sitt

Á tíma­bili var Ólaf­ur Ingi svo veik­ur and­lega að hann hug­leiddi sjálfs­víg dag­lega og get­ur því skilið þá van­líðan sem fólk glím­ir við.

„Elsta dótt­ir mín varð svo líka mjög veik á ein­um tíma­punkti sem endaði með því að hún endaði sitt líf. Ég gat fyr­ir­gefið henni eða skilið henn­ar ákvörðun þrátt fyr­ir þenn­an hrika­lega sárs­auka sem fylgdi því. Því ég veit hvernig það er að líða svona.“

„Ég fann mína hjálp í al-anon og einnig fékk ég eins kon­ar skýr­ing­ar á mörgu þegar ég komst að því að ég væri á ein­hverju ein­hverfu rófi. Það út­skýr­ir margt. Ég bað þá kon­una mína, fyrr­ver­andi, um skiln­ing og að ég þyrfti aðstoð en hún sagði nei og vildi skilnað.“

Hægt er að hlusta á þátt­inn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda