Má leigjandinn borga með peningum fyrir leiguna?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem veltir fyrir sér hvort hann megi taka við reiðufé frá leigjandanum. 

Blessaður. 

Má ég taka við reiðufé sem leigugreiðslum fyrir afnot af íbúð? Má ég leggja þetta reiðufé inn í banka án skýringa?

Kveðja, 

Jón. 

Sæll

Reiðufé er lögeyrir alveg eins og fjármunir sem fara í gegnum bankareikninga. Í sjálfum sér ekkert sem bannar þetta en á sama hátt er það óvenjulegt að viðskipti fari fram með þessum hætti og er ekki til eftirbreytni.

Útleiga á íbúðarhúsnæði er skattskyld, annarsvegar reiknast um 11% brúttóskattur af langtímaleigu til einstaklinga en af skammtímaleigu reiknast 22% skattur af skammtímaleigu allt að 2 milljónum á ári.

Ég myndi því ráðleggja þér að merkja hverja innborgun tengda hverri útleigu og telja síðan fram á skattframtali til samræmis.

Kveðja, 

Eymundur Sveinn Einarsson endurskoðandi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eymundi spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda