Má leigjandinn borga með peningum fyrir leiguna?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann megi taka við reiðufé frá leigj­and­an­um. 

Blessaður. 

Má ég taka við reiðufé sem leigu­greiðslum fyr­ir af­not af íbúð? Má ég leggja þetta reiðufé inn í banka án skýr­inga?

Kveðja, 

Jón. 

Sæll

Reiðufé er lögeyr­ir al­veg eins og fjár­mun­ir sem fara í gegn­um banka­reikn­inga. Í sjálf­um sér ekk­ert sem bann­ar þetta en á sama hátt er það óvenju­legt að viðskipti fari fram með þess­um hætti og er ekki til eft­ir­breytni.

Útleiga á íbúðar­hús­næði er skatt­skyld, ann­ar­s­veg­ar reikn­ast um 11% brúttóskatt­ur af lang­tíma­leigu til ein­stak­linga en af skamm­tíma­leigu reikn­ast 22% skatt­ur af skamm­tíma­leigu allt að 2 millj­ón­um á ári.

Ég myndi því ráðleggja þér að merkja hverja inn­borg­un tengda hverri út­leigu og telja síðan fram á skatt­fram­tali til sam­ræm­is.

Kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda