Er hægt að stoppa illt umtal maka nákomins aðila?

Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Theodor Francis Birgisson klínískur félagsfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá mann­eskju sem velt­ir fyr­ir sér illu um­tali ná­tengds aðila og velt­ir fyr­ir sér hvað sé til ráða. 

Blessaður. 

Aðili sem er ná­tengd­ur mér á maka sem ger­ir í því að drulla yfir mig, mín­ar skoðanir og áhuga­mál og hef­ur látið þannig gagn­vart mér í mörg ár.

Hvað get ég gert?

Ég hef hugsað oft­ar en einu sinni og oft­ar en tvisvar að svara fyr­ir mig, hef líka hugsað um að spur­ja mann­eskj­una sem er ná­tengd mér hvað það er sem viðkom­andi sér í maka sín­um og ætti að fá mig til að þola maka sinn. 

Kveðja, 

PL

Sæl. 

Þetta er til­tölu­lega al­gengt vanda­mál. Ég myndi ráðleggja þér að byrja á að setj­ast niður með viðkom­andi og hugs­an­lega með þínum ná­tengda aðila og at­huga hvað viðkom­andi gangi til.

Ef þú ert að mati þessa aðila „óalandi og óferj­andi“ þá er lítið í mál­inu að gera annað en taka þann dóm „á kass­ann“ og draga úr sam­skipt­um við viðkom­andi.

Þar er mik­il­vægt að muna að við þurf­um að draga heil­brigð mörk fyr­ir okk­ur sjálf og hluti þeirra marka er að eiga ekki í meiðandi sam­skipt­um.

Það er líka mik­il­vægt að muna að við þurf­um alls ekki að kunna vel við alla sem okk­ur tengj­ast þó að mik­il­vægt sé að sýna kurt­eisi og virðingu eins og okk­ur er fram­ast hægt. Ég vona að þetta hjálpi. 

Kær kveðja,

Theodor

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodor spurn­ingu HÉR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda