Má trillusjómaður kaupa í matinn á kostnað trillunnar?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá trillu­sjó­manni sem velt­ir fyr­ir sér hvort hann megi kaupa mat handa fjöl­skyld­unni á kostnað trill­unn­ar. 

Sæll.

Ef ég á trillu er þá í lagi að versla í mat­inn fyr­ir heim­ilið og skrá á trill­una?
Veit að þetta er gert.

Kveðja,

S

Sæll út­gerðarmaður.

Nú er það þannig að til frá­drátt­ar tekj­um má draga frá frá­drátt­ar­bær­an kostnað sbr. 31. gr. laga um tekju­skatt. All­ir þurfa að borða sama í hvaða at­vinnu­rekstri þeir eru og kostnaður við heim­il­is­rekst­ur fell­ur aldrei þar und­ir.

Þannig að ein­falda svarið er nei. 

Ef at­vinnu­rek­andi sér starfs­fólki sínu fyr­ir fæði á vinnu­tíma end­ur­gjalds­laust ber að reikna fæðis­hlunn­indi á móti skv. regl­um um hlunn­indi starfs­manna.    

Ég vil einnig benda þér á að skoða reglu­gerð um frá­drátt frá tekj­um af at­vinnu­rekstri sem er nr. 1300/​2001.  

Ég veit það hljóm­ar ekki vel að eyða tíma í reglu­gerðarlest­ur en þessi reglu­gerð er ein­fald­lega á auðskilj­an­legu manna­máli um ým­is­legt sem teng­ist frá­drátt­ar­bærni kostnaðar og er vel þess virði að renna yfir. 

Kær kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda