Rapparinn Daniil kominn með kærustu

Rapparinn Daniil og kærastan hans Ingibjörg að krútta yfir sig.
Rapparinn Daniil og kærastan hans Ingibjörg að krútta yfir sig. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Daníel Moroshkin, betur þekktur sem Daniil, sem síðustu ár hefur verið einn vinsælasti rappari landsins, er genginn út. Sú heppna heitir Ingibjörg Rafnsdóttir og ljóst er að ástin blómstrar hjá unga parinu.

Ingibjörg er nýútskrifuð úr Háskóla Íslands með BS-gráðu í fjármálahagfræði og starfar nú hjá Landsbankanum. Daníel, sem hefur verið á toppnum í íslensku rappsenunni undanfarin ár, virðist hafa fundið sinn fullkomna takt í lífinu – að þessu sinni í ástinni.

Mynd frá útskriftinni hennar Ingibjargar í sumar.
Mynd frá útskriftinni hennar Ingibjargar í sumar. Ljósmynd/Instagram

Hófst allt með skilaboðunum „sætust“

Parið kynntist í gegnum samfélagsmiðla sumarið 2023, eins og úr nútímalegri ástarsögu.

Það var Daníel sem tók fyrsta skrefið og ákvað að senda Ingibjörgu skilaboð á Instagram. Skilaboðin voru einföld en áhrifarík – aðeins „sætust“. Hvernig sem á það er litið, þá sýnir þessi upphafspunktur að stundum þarf ekki meira en eitt orð til að kveikja neistann.

Út frá þessum fyrstu samskiptum hófust spjöll þeirra, sem leiddu til þess að í október sama ár voru þau farin að stinga saman nefjum, eins og sagt er.

Parið á stefnumóti fyrr á dögunum.
Parið á stefnumóti fyrr á dögunum. Ljósmynd/Aðsend

Hún spurði hann

Það var Ingibjörg sem tók næsta skref. Í samtali við Smartland segir hún að í apríl á þessu ári hafi hún ákveðið að taka málin í sínar eigin hendur og spurði Daníel einfaldlega hvort hann vildi verða kærastinn hennar. Daníel svaraði auðvitað játandi því þegar rétta manneskjan spyr er svarið augljóst.

Parið að njóta góðs af hvort öðru.
Parið að njóta góðs af hvort öðru. Ljósmynd/Aðsend

Ungt og metnaðarfullt par

Bæði eru þau fædd árið 2001; Ingibjörg þann 27. desember og Daníel, aðeins þremur dögum síðar, þann 30. desember. Daníel er íslensk-rússneskur rappari sem ólst upp í Árbænum og talar bæði íslensku og rússnesku.

Á ferli sínum hefur Daníel átt ófá lög sem hafa slegið í gegn, þar á meðal EF ÞEIR VILJA BEEF, Elska og Stór Audi. Þessi lög hafa gert hann að lykilmanni í íslensku rappsenunni og sannað að Daníel á sinn sess á toppnum. Nú er hann hins vegar ekki bara á toppnum í tónlistinni heldur einnig í ástarlífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda