Tilfinningaríkustu viðtöl ársins hreyfðu við fólki

Jakob S. Jónsson, Hulda Sif Gunnarsdóttir og Sunna Dóra Möller.
Jakob S. Jónsson, Hulda Sif Gunnarsdóttir og Sunna Dóra Möller. Samsett mynd

Nú þegar árið er senn á enda er til­valið að rifja upp nokk­ur viðtöl sem hreyfðu við land­an­um og vöktu mik­il viðbrögð í sam­fé­lag­inu.

Jakob ræddi opinskátt og af miklu hugrekki um baráttu sína …
Jakob ræddi op­in­skátt og af miklu hug­rekki um bar­áttu sína við Bakkus. Morg­un­blaðið/​Eyþór

Barðist við Bakkus í hálfa öld

Jakob S. Jóns­son var marg­slung­inn maður sem átti sér mikla sögu. Hann tók fyrsta sop­ann af áfengi á tán­ings­aldri og myndaði náið og nán­ast órjúf­an­legt til­finn­inga­sam­band við Bakkus fljót­lega eft­ir það. Brenni­víns­flask­an varð helsti fylgd­armaður hans og leiðar­vís­ir í ríf­lega hálfa öld en fáir vissu af þessu vanda­máli þar sem hann kaus að drekka á bak við lukt­ar dyr ein­rúms­ins.

„Í föður­fjöl­skyldu minni hafði oft verið ótæpi­lega drukkið. Það var ákveðin brenni­víns­menn­ing við lýði en flest­ir gátu haldið því inn­an skyn­sam­legra marka en aðrir ekki, eins og geng­ur og ger­ist. Ég varð fljótt einn af þeim sem gátu ómögu­lega haldið drykkj­unni inn­an skyn­sam­legra marka.

Inn­an móður­fjöl­skyld­unn­ar var þetta svipað, afi og amma voru bind­ind­is­fólk og börn­in þeirra urðu ým­ist bind­ind­is­fólk eða ekki. Ég var því með drykkju­menn­ingu beggja vegna í fjöl­skyld­unni, bæði föður- og móður­meg­in,“ út­skýr­ir Jakob. „Ég ólst upp við alkó­hól­isma og varð alkó­hólisti, fylli­bytta við fyrsta sopa.“

Jakob leitaði sér hjálp­ar und­ir lok síðasta árs og fór í inn­lögn á Vog.

„Ég fór þangað og hitti fjöld­ann all­an af al­menni­legu fólki. Hið besta fólk sem átti við þenn­an sama vanda að stríða. Það gat ómögu­lega haft stjórn á áfeng­isneyslu sinni, ekki frem­ur en ég.

Á Vogi fékk ég að heyra um Vík sem er eft­ir­meðferðarstaður. Hon­um var lýst þannig fyr­ir mér, einkan­lega af þeim sem voru með mér í meðferðinni, að þar væri unnið æðis­legt starf. Veru­leika­fælni mín minnkaði við þetta en áður en ég fór inn á Vog hafði ég tekið þá ákvörðun að þangað væri ég mætt­ur til að hætta að drekka. Ég var ekki á leið í meðferð til að læra að minnka við mig drykkj­una og reyna að stjórna því sem ég gat í raun ekki stjórnað held­ur var ég að fara inn á Vog af því að ég ætlaði að hætta að drekka og það fyr­ir fullt og allt.“

Jakob tókst að verða edrú og var al­sæll með að vera bú­inn að end­ur­heimta líf sitt.

Jakob varð bráðkvadd­ur á heim­ili sínu í Reykja­nes­bæ 18. júlí síðastliðinn, aðeins fimm dög­um eft­ir að viðtalið birt­ist á mbl.is.

Hulda Sif var flutt með hraði á sjúkrahús.
Hulda Sif var flutt með hraði á sjúkra­hús.

Var nær dauða en lífi

Hulda Sif Gunn­ars­dótt­ir geislaði af gleði og ham­ingju síðla síðasta árs. Hún var þá ný­bú­in að kom­ast að því að hún ætti von á öðru barni sínu og var far­in að huga að kom­andi tím­um þegar hún upp­lifði fóst­ur­missi. Huldu Sif var til­kynnt af lækn­um að hún hefði fengið ut­an­legs­fóst­ur sem endaði á að rífa upp sár á öðrum eggja­leiðar­an­um og endaði hún á gjör­gæslu í kjöl­far mik­ils blóðláts.

„Dag­ur­inn fór vel af stað, mark­miðið var að koma öll­um af stað til vinnu og í leik­skóla, og það gekk eft­ir. Ég fann ekki fyr­ir neinu en það átti eft­ir að breyt­ast snögg­lega, eða um klukk­an 11.30. Þá byrja ég að fá verk í kviðinn. Á stutt­um tíma var verk­ur­inn orðinn óbæri­leg­ur og eft­ir smá­stund er mér hætt að lít­ast á blik­una og hringi þá í Atla Frey úr vinn­unni og bið hann að sækja mig,“ út­skýr­ir Hulda Sif.

Hulda Sif og Atli Freyr héldu heim í þeirri von að þetta myndi lag­ast en eft­ir mjög stutt stopp heima stig­magnaðist verk­ur­inn. „Atli hring­ir á sjúkra­bíl sem kem­ur á aðeins ör­fá­um mín­út­um og ég á sjúkra­flutn­ings­mönn­un­um allt að þakka. Þeir sáu að það þurfti að bregðast snöggt við og fluttu mig rak­leiðis á Heil­brigðis­stofn­un Suður­nesja.“

Stoppið var stutt í Kefla­vík. „Það var ákveðið að flytja mig beint til Reykja­vík­ur. Heil­brigðis­starfs­fólkið sem tók á móti mér í Kefla­vík bjargaði án efa lífi mínu þegar það tók þá ákvörðun að senda mig til Reykja­vík­ur, en það var gert strax og nán­ast án þess að ég væri skoðuð. Þau bara vissu að þetta væri aðkallandi og á ég þeim líf mitt að launa.“

Reynslusaga Sunnu Dóru sýnir okkur að það geta allir átt …
Reynslu­saga Sunnu Dóru sýn­ir okk­ur að það geta all­ir átt í innri bar­áttu, bar­áttu upp á líf og dauða, líka það fólk sem hef­ur margsinn­is komið öðrum til hjálp­ar á neyðar­stundu og þar eru prest­ar ekki und­an­skild­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þetta kom al­gjör­lega aft­an að mér“

Litlu mátti muna að Sunna Dóra Möller prest­ur kveddi þetta líf fyr­ir fullt og allt í maí á síðasta ári. Í viðtali í Smart­lands­blaðinu fyrr á ár­inu sagði Sunna Dóra frá því hvernig hún reyndi að svipta sig lífi en var bjargað.

„Á þess­um tíma var þraut­seigja mín vel tognuð og tauga­kerfið löngu búið með yf­ir­drátt­inn, ef svo má að orði kom­ast. Þetta var á þriðju­degi og hann byrjaði vel. Það finnst mér vera það óhugn­an­leg­asta í öllu þessu þegar ég hugsa til baka. Hvað gerðist eig­in­lega?

Ég bý í Vest­ur­bæn­um og eft­ir vinnu keyrði ég út á Eiðis­torg og keypti mér þar eina rauðvíns­belju, fer svo heim og byrja að drekka úr henni. Nokkr­um klukku­stund­um seinna var ég búin að tæma úr pillu­boxum sem höfðu að geyma svefn­lyf, kvíðalyf og ró­andi lyf. Það var aug­ljóst hvert stefndi, ég vildi ekki vera til.“

Í lyfja­vím­unni sendi Sunna Dóra síma­skila­boð á börn­in sín þrjú og sagðist elska þau. „Það er svo merki­legt að önn­ur dótt­ir mín og son­ur minn hafa sam­band sín á milli eft­ir þetta og lásu eitt­hvað meira úr skila­boðunum en í þeim stóð. Auk þess var orðalagið í þeim ólíkt því sem ég er vön að senda á þau, það var sterk­ara og gaf senni­lega til kynna að eitt­hvað meira byggi þarna á bak við. Ég var vön að senda á þau kær­leikskveðjur en ekki með þess­um orðum. Þetta varð mér til lífs. Börn­in mín voru sam­mála um að eitt­hvað væri að hjá mér og dótt­ir mín, sem býr skammt frá mér, stökk því af stað og fann mig hálf­rænu­lausa. Hún hringdi strax á Neyðarlín­una og sjúkra­bíll var jafn­h­arðan send­ur á staðinn.“

Tinna Bergmann Jónsdóttir fatahönnuður.
Tinna Berg­mann Jóns­dótt­ir fata­hönnuður. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Kom heim með brotið hjarta og kynnt­ist kær­ast­an­um

Tinna Berg­mann Jóns­dótt­ir fata­hönnuður á sér lang­an fer­il í tísku­heim­in­um. Eft­ir nám í Bretlandi stofnaði hún sitt eigið fata­merki og starfaði sem stílisti fyr­ir þekkt­ustu tísku­hús heims í London. Ástin dró hana heim til Íslands og tel­ur hún framtíðina í há­tísku vera í lít­illi versl­un sem hún opnaði ný­verið í miðbæ Reykja­vík­ur. „Það var al­veg ógeðslega, hallæris­lega fyndið. Ég kom heim með brotið hjarta eft­ir einn Breta. Kom heim í þrjá daga yfir jól aðeins með nátt­föt í tösku. Á þess­um þrem­ur dög­um hitti ég Guðbrand, kær­asta minn. Það var eig­in­lega bara þannig,“ seg­ir Tinna. Hún flutti þó ekki strax heim, var með ann­an fót­inn hér á landi en hinn úti í London og starfaði sem stílisti. Parið vildi vera sam­an og seg­ir Tinna að hún hafi fljótt áttað sig á því að hún yrði að flytja heim.

„Hann er hæsta­rétt­ar­lögmaður og erfiðara fyr­ir hann að flytja. En ég var með kvíðak­ast. Þessi heim­ur er ekki til hérna heima. Svo það var erfitt að flytja heim en ég gerði það hægt,“ seg­ir Tinna. Það leið ekki á löngu þar til Tinna og Guðbrand­ur ákváðu að stofna sam­an fjöl­skyldu og fæddi Tinna tvö börn á und­ir tveim­ur árum. „Þegar ég eignaðist börn­in þá fannst mér ég lenda. Þá var ég ótrú­lega ánægð með að vera hér. Mér fannst London ein­blína annaðhvort á fjöl­skyld­una eða fer­il­inn. Það sem skipt­ir mig mestu máli er ör­yggi barn­anna minna og hér er ör­yggið mikið. Fjöl­skyld­an kom mér niður á jörðina.“ Hún viður­kenn­ir þó að hún eigi það til að hugsa til Bret­lands með trega. „Þetta á að ein­falda hlut­ina en flæk­ir þá í raun­inni. Ég get átt erfitt með að horfa á breska þætti. Svo verður maður lé­legri á báðum tungu­mál­um,“ hlær Tinna.

Bergur Guðnason fatahönnuður.
Berg­ur Guðna­son fata­hönnuður. Morg­un­blaðið/​Karítas

„Svo fæ ég tölvu­póst frá Lou­is Vuitt­on“

Berg­ur Guðna­son fata­hönnuður ólst meðal ann­ars upp í Englandi þar sem faðir hans var at­vinnumaður í fót­bolta. Hann seg­ist hafa upp­lifað ut­anaðkom­andi pressu á að verða at­vinnumaður sjálf­ur en varð að hætta vegna meiðsla aðeins nítj­án ára. Þá sótti hann um nám í fata­hönn­un hjá Lista­há­skóla Íslands, starfaði meðal ann­ars hjá stór­um tísku­hús­um í Par­ís en er í dag hönnuður hjá 66°Norður. Hann seg­ir íþrótt­ina hafa hjálpað sér í tísku­heim­in­um, sam­skipti hafi verið hans sterk­asta hlið og hann eigi auðvelt með að koma sér áfram, taka upp sím­ann og láta hlut­ina ger­ast.

„Ég byrjaði mjög lít­ill að pæla í hverju fólk var í, hvernig lit­irn­ir voru sam­an sett­ir og form­inu á föt­un­um. Ég byrjaði fjög­urra ára í skóla í Englandi, í jakka­föt­um og með skjala­tösku svo al­veg frá því ég man eft­ir mér var ég að spá og spek­úl­era í þessu,“ seg­ir Berg­ur. „Það ýtti und­ir að ég bjó í Englandi, pabbi var at­vinnumaður og það var mik­ill glamúr í kring­um það og maður sá ým­is­legt fyndið.“

Berg­ur var 19 ára gam­all þegar hann meidd­ist og neydd­ist sam­kvæmt lækn­is­ráði til að hætta í fót­bolta. „Ég ákvað að kýla á það að fara í fata­hönn­un. Fyrst ætlaði ég að elta fé­laga mína í viðskipta­fræði, aðallega af því að ég saknaði þess­ar­ar klefa­st­emn­ing­ar sem mynd­ast í fót­bolt­an­um. Það er svo fé­lags­legt. Ég hugsaði bara, æi, ég fer með strák­un­um í viðskipta­fræði. En það breytt­ist og sam­hliða starf­inu hjá JÖR bjó ég til möppu og ákvað að kýla á að sækja um í Lista­há­skóla Íslands og kemst svo þar inn.“

Arna Magnea Danks.
Arna Magnea Danks. Ljós­mynd/​Sunna Ben

Örlög­in geta stund­um verið grimm

Arna Magnea Danks fædd­ist árið 1970 í Reykja­vík. Hún kom inn í þenn­an heim í lík­ama drengs en fann sig aldrei í því hlut­verki enda komst hún fljótt að því að hún væri í hjarta sínu kven­kyns. Á fyrstu árum ævi Örnu Magneu var henni gjarn­an strítt fyr­ir kven­lega hegðun og mátti hún þola ým­is­legt vegna þess, meðal ann­ars inn­an veggja heim­il­is síns.

„Ég ólst ekki upp á ham­ingju­sömu heim­ili,“ seg­ir Arna Magnea hik­andi. „Pabbi var mik­ill of­beld­ismaður, al­gjör stólpa­kjaft­ur, og mamma var þung­lynd og ánetjaðist snemma ópíóíðum og svefn­töfl­um. Barnæsk­an var flók­in. Ég og syst­ir mín, sem er einu ári yngri en ég, vor­um send­ar í fóst­ur til ætt­ingja okk­ar í tíma og ótíma, við vor­um eins og jójó. Þannig hélt það áfram, eða þangað til við vor­um orðnar nógu gaml­ar til að byrja að vinna fyr­ir kall­inn, við átt­um ekk­ert val.“ Faðir Örnu Magneu var mjög orðljót­ur í henn­ar garð og sýndi lít­inn skiln­ing á þörf­um henn­ar, bæði í æsku og á full­orðins­ár­um. Hann hikaði ekki við að beita börn sín of­beldi, lík­am­legu og and­legu. „Barns­sál­in er næm. Ég lærði því fljótt að taka ábyrgð á of­beld­inu. Það var mér að kenna að mamma var las­in og pabbi reiður. Ég gerði aldrei neitt rétt og átti bara skilið að verða lam­in. Stór hluti af minn­ing­um æsku­ár­anna er að ég var sí­fellt að reyna að þókn­ast öðrum, þá sér­stak­lega kall­in­um, og bæta fyr­ir það að hafa fæðst röng og vond. Hann kallaði mig frík, kell­ingu og píku og viður­kenndi fyr­ir mér mörg­um árum seinna að hann hefði bara verið að reyna að berja úr mér homm­ann.“

Eft­ir mjög erfið ár á Íslandi flutti Arna Magnea til Bret­lands í leit að nýju, breyttu og bættu lífi. Þar komst að sínu sanna sjálfi.

„Ég vissi alltaf að ég væri hinseg­in en reyndi allt hvað ég gat til að bæla slík­ar hugs­an­ir niður. Það var ekki fyrr en um vorið 2003, ný­út­skrifuð sem sviðsb­ar­daga­kenn­ari, að ég rakst á „metró-blað“ eða svo­kallað sam­göngu­tíma­rit. Ég sett­ist niður og byrjaði að lesa hverja grein­ina á fæt­ur ann­arri og tók svo eft­ir lít­illi grein eft­ir trans konu frá Blackpool. Ég las grein­ina aft­ur og aft­ur og aft­ur og upp­lifði þetta aha-mó­ment, það kviknaði á ljósa­peru. Ég var 32 ára göm­ul og komst loks­ins að sann­leik­an­um. Þetta var rosa­leg­ur létt­ir en í fram­haldi hófst mik­il og erfið bar­átta.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda