Héldu trúlofuninni leyndri í sex mánuði

Birgir Örn Sigurjónsson fór á skeljarnar við Hafravatn í byrjun …
Birgir Örn Sigurjónsson fór á skeljarnar við Hafravatn í byrjun síðasta sumars. Skjáskot/Instagram

Hulda Vig­dís­ar­dótt­ir, mál­fræðing­ur, þýðandi og feg­urðardrottn­ing, trú­lofaðist kær­asta sín­um, Birgi Erni Sig­ur­jóns­syni flug­manni, síðasta sum­ar.

Parið, sem er þekkt fyr­ir að halda hlut­um leynd­um í þó nokk­urn tíma, greindi frá gleðitíðind­un­um í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram rétt í þessu.

„Hey, já, vel á minnst... Við erum trú­lofuð. Ég er víst ekki þekkt fyr­ir að vera fyrst til að deila „stór­um frétt­un­um“, alla­vega ekki á sam­fé­lags­miðlum, svo ég ákvað í gamni að byrja þessi skrif í sama dúr og þegar við sögðum loks­ins frá 8 mánaða bumbu­bú­an­um jól­in 2022.

Í byrj­un sum­ars fór @birg­ir­sig94 sem sagt á skelj­arn­ar og ég sagði JÁ. Hann var víst raun­ar bú­inn að ákveða bæði stað og stund í árs­byrj­un 2022 þegar Hjalti var ekki einu sinni orðinn að hug­mynd. Hjalti greip þó all­veru­lega inn í tímaplanið hans Birg­is en staður­inn stóðst þó og við feng­um gull­fal­legt veður. Hafra­vatn varð fyr­ir val­inu, en þangað bauð hinn 24 ára gamli (eða öllu held­ur ungi) Biggi mér ein­mitt á okk­ar fyrsta stefnu­mót, með popp­korn og kókó­mjólk (eft­ir að hafa kom­ist á snoðir um að það væri upp­á­haldstvenn­an mín og ráðfært sig við Gurru).

Í þetta sinn end­ur­tók hann leik­inn. Poppið og súkkulaðimjólk­in sem Birg­ir keypti árið 2022 fengu að fljóta með, enda „hið eina sanna“ en þar sem hvort tveggja var út­runnið (og ef satt skal segja, ekki það al­besta), þá var hann til­bú­inn með brak­andi ferskt popp­korn og ís­kalda og glæ­nýja súkkulaðimjólk líka.

Við lof­um nýpoppuðu poppi og nýrri kókó­mjólk í brúðkaup­inu og að bíða ekki of lengi, hvorki með at­höfn­ina sjálfa né að deila gleðifrétt­un­um. Við kaup­um þó kannski hvorki poppið né Kókó­mjólk­ur­fern­urn­ar al­veg strax, því eins og Hjalti hef­ur bæði sýnt og kennt okk­ur, þá er lífið smá óút­reikn­an­legt og kem­ur sí­fellt á óvart.

Þrátt fyr­ir að vera yfir tveggja ára poppkókó­mjólk­urtvenna, var hún samt í raun sú besta hingað til. Ég hefði ekki trúað því mér að popp bragðaðist bet­ur með trú­lof­un­ar­hring á baug­fingri en svo er víst raun­in,“ skrifaði parið við fal­lega myndaseríu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda