Kærasti Örnu fluttur til landsins

Arna Vilhjálmsdóttir og Jacko Groen.
Arna Vilhjálmsdóttir og Jacko Groen. Skjáskot/Instagram

Arna Vilhjálmsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og einn af sigurvegurum Biggest Loser Ísland, fór ástfangin inn í nýja árið, með kærastann sér við hlið.

Arna fann ástina í örmum hins hollenska Jacko Groen á síðasta ári og hefur átt í fjarsambandi við hann um nokkurt skeið.

Parið hefur nú tekið stórt skref fram á við í sambandi sínu og er byrjað að búa. Jacko er fluttur til landsins, nánar tiltekið til Patreksfjarðar, til að vera nær sinni heittelskuðu.

Arna greindi frá gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni nú á dögunum og birti fallega mynd af parinu.

„Eftir að hafa velt fyrir okkur hvernig tvær litlar dúllur frá tveimur löndum myndu sameina lífið sitt varð niðurstaðan sú að við myndum byrja á Íslandi, í litla bænum þar sem ég bý. Þess vegna fer ég inn í árið með einum nýfluttum Hollendingi og gæti ekki verið glaðari,” skrifaði hún við færsluna.

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda