Hver erfir hjón ef þau deyja á sama tíma?

Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Ein­ar Hugi Bjarna­son lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem velt­ir fyr­ir sér erfðamál­um og hvað myndi ger­ast ef hann og fjöl­skyld­an myndi far­ast á sama tíma. 

Heil og sæl.

Við hjón­in vor­um á ferðalagi á dög­un­um í Frakklandi ásamt dótt­ur okk­ar. Hún er okk­ar eina barn og við ferðumst mjög mikið sam­an öll fjöl­skyld­an, nokkr­um sinn­um á ári hið minnsta.

Við sát­um föst í um­ferðarteppu á hraðbraut­inni um stund sem or­sakaðist af slysi sem hafði orðið skammt frá. Þegar við fór­um fram­hjá slysstað var aug­ljóst að al­var­legt slys hafði orðið, en það vakti mig og kon­una mína til um­hugs­un­ar varðandi erfðamál.

Við hjón­in erum bæði alin upp af ein­stæðum mæðrum sem hafa stutt okk­ur óend­an­lega á öll­um sviðum og alltaf verið til staðar fyr­ir okk­ur og lagt sig fram um að vera hluti af lífi okk­ar. Að sama skapi þá hafa feður okk­ar beggja ekk­ert skipt sér af okk­ur, hafa ekki sam­band og leggja sig ekki fram við að vera hluti af líf­um okk­ar eða barns­ins okk­ar.

Nú höf­um við komið ár okk­ar ágæt­lega fyr­ir borð og eig­um nokkuð af eign­um. Því var hugs­un­in sú, að ef svo ólík­lega vildi til að við fjöl­skyld­an fær­umst öll, til dæm­is af slys­för­um, við bæði hjón­in og jafn­framt barnið okk­ar, okk­ar eini erf­ingi, þá ættu feður okk­ar hjóna vænt­an­lega til­kall til dán­ar­bús okk­ar ef erf­ingja nyti ekki leng­ur við.

Báðum finnst okk­ur það al­ger­lega óhugs­andi að feður okk­ar geti átt til­kall til dán­ar­bús eða okk­ar eigna við þess­ar aðstæður.

Er með ein­hverj­um hætti hægt að tryggja það laga­lega að for­eldri hafi ekki til­kall til dán­ar­bús við slík­ar aðstæður?

bestu kveðjur og þakk­ir.

 

Sæll.

Þó að ólík­legt sé að þær aðstæður sem þið lýsið muni raun­ger­ast er það göm­ul saga og ný að lífið óút­reikn­an­legt og eng­inn get­ur séð inn í framtíðina. Það er því skyn­sam­legt að velta fyr­ir sér þeim aðstæðum sem upp geta komið og hvaða af­leiðing­ar þær kunna að hafa m.a. á laga­lega stöðu viðkom­andi.

Ef svo illa færi að þið hjón­in og barnið mynduð öll far­ast á sama tíma tækju dán­ar­bú ykk­ar við rétt­ind­um og skyld­um hinna látnu. Und­ir þess­um kring­um­stæðum eru eng­ir skyldu­erf­ingj­ar til staðar, þ.e. hvorki börn né mak­ar sem hafa gengið hafa í hjóna­band. Þar sem ekki er um skyldu­bund­inn erfðarétt að ræða kem­ur til frænd­semi sam­kvæmt lög­um, þ.e. for­eldr­ar, systkini og systkini for­eldra sem kall­ast lögerf­ingj­ar.

Þar sem eng­um skyldu­erf­ingj­um er til að dreifa eruð þið ekki bund­inn af þeirri reglu erfðalaga að geta ein­göngu ráðstafað 1/​3 hluta af eign­um ykk­ar með erfðaskrá. Þið hjón­in getið því ráðstafað öll­um eign­um ykk­ar í erfðaskrá.

Ég tel ljóst af spurn­ingu ykk­ar að þið hafið þann af­drátt­ar­lausa vilja, að ef þær aðstæður sem þið lýsið raun­ger­ist, þá muni mæður ykk­ar erfa all­ar eign­ir ykk­ar. Sam­kvæmt fram­an­sögðu er unnt að gera þetta með því að út­búa erfðaskrá sem geym­ir þann vilja ykk­ar. Ég ráðlegg ykk­ur að leita ykk­ur lög­mannsaðstoðar við gerð erfðaskrár­inn­ar, enda gilda strang­ar regl­ur form slíks lög­gern­ings.

Bkv.

Ein­ar Hugi Bjarna­son hæsta­rétt­ar­lögmaður. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari Huga og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda