Skerðir fenginn arfur bætur frá Tryggingastofnun?

Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum …
Eymundir Sveinn Einarsson endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá mann­i sem velt­ir fyr­ir sér hvort ákveðnar greiðslur skerði ör­orku­bæt­ur og hvað ger­ist ef um arf sé að ræða. 

Sæll Ey­mund­ur. 

Það varðar skerðing­ar ör­yrkja. Öryrkj­um er aðeins ætlað að erfa annað fólk einu sinni ell­egar komi til skerðing­ar. Öryrkj­um er einnig gerður aft­ur­virkni eigna­skatt­ur þegar eign­ir sem eru þeirra fyr­ir ör­orkumat eru dregn­ar frá greiðslum ef efn­is­leg sala er gerð eft­ir ör­orkumat. Ekki er al­veg ljóst hvort að meðferð hluta­bréfa, skatt­lagn­ing arð og svo fram­veg­is komi til skerðinga ef ör­yrki end­ur­fjárfest­ir þá og með/​án skuld­setn­ing­ar þó eign­ir séu fyr­ir til að kom­ast hjá fjár­magn­s­tekju­skatti.

Kveðja, 

BB


Sæll kappi, ég er reynd­ar ekki al­veg að skilja spurn­ing­una en reyni mitt besta til að svara.

Feng­inn arf­ur skerðir ekki bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un enda er ekki um tekj­ur sem slík­ar að ræða þegar menn mót­taka arf. Hins­veg­ar skerða fjár­magn­s­tekj­ur bæt­ur og ef um­rædd­ur arf­ur er að skila tekj­um t.d. í formi leigu­tekna eða annarra fjár­magn­stekna þá eðli­lega skerðir það bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un.

Engu máli skipt­ir hver ráðstöf­un fjár­magn­stekna er t.d. hvort greidd eru upp lán eða end­ur­fjárfest. Fjár­magn­s­tekj­ur er alltaf skatt­skyld­ar á tekju­ári með þeirri und­an­tekn­ingu að það er hægt að jafna sam­an tapi af sölu hluta­bréfa (ekki lækk­un) á móti hagnaði af sölu hluta­bréfa inn­an árs­ins.

Hver svo sem staða ein­stak­linga er í sam­fé­lag­inu, hvort þeir eru ör­yrkj­ar, ein­stæðir for­eldr­ar, Garðbæ­ing­ar, áhrifa­vald­ar eða aðrir þá gilda ein­fald­lega sömu skatta­lög sem bet­ur fer um alla þessa aðila. All­ir eru jafn­sett­ir skv. lög­un­um og eng­inn er jafn­ari en ann­ar.

Bæt­ur til aðila hvort sem það eru bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un, barna- eða vaxta­bæt­ur, eru ekki laun í neinu sam­hengi. Um er að ræða sam­fé­lags­lega hjálp til þeirra aðila sem eiga ekki mögu­leika á að afla sér launa­tekna t.d. vegna ald­urs eða ör­orku. Þess vegna gríp­ur sam­fé­lagið inní og greiðir bæt­ur (sem reynd­ar er hægt að ríf­ast um enda­laust hvort séu of lág­ar eða háar) til þeirra aðila sem falla und­ir ákveðin viðmiðun­ar­mörk.

Eins og ég hef áður tjáð mig um þá sé ég eng­in rök fyr­ir því að greidd­ar séu bæt­ur til aðila úr sam­eig­in­leg­um sjóðum okk­ar hvort sem þeir eru ör­yrkj­ar eða aðrir sem hafa t.d. fjár­magn­s­tekj­ur sem eru yfir viðmiðun­ar­mörk­um þannig að mögu­leg­ar bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un skerðist.

Kveðja, 

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ey­mundi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda