Ástin virðist blómstra hjá Freyju Haraldsdóttur, doktorsnema við menntavísindasvið Háskóla Íslands og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, og kærasta hennar, David Agyenim Boateng, nemanda við Háskóla Íslands.
Parið fagnaði eins árs sambandsafmæli sínu í byrjun október í fyrra og deildi fallegri mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.
Í færslunni greindi Freyja frá því að hún og David hafi byrjað að spjalla saman á stefnumótaforriti eftir að þau „swipe-uðu“ til hægri og að þau væru byrjuð að búa saman.
Parið opinberaði samband sitt í febrúar síðastliðnum þegar Freyja birti mynd af David á Facebook-síðu sinni í tilefni af bóndadeginum. Fimm ára aldursmunur er á parinu, en Freyja er fædd árið 1986 á meðan David er fæddur árið 1991.