Brotið traust í samböndum

Theodór Francis Birgisson skrifar um trúnað í ástarsamböndum.
Theodór Francis Birgisson skrifar um trúnað í ástarsamböndum. Samsett mynd

Theodor Franc­is Birg­is­son, klín­ísk­ur fé­lags­ráðgjafi hjá Lausn­inni fjöl­skyldumiðstöð, skrif­ar um brotið traust í sam­bönd­um í nýj­um pistli á Smartlandi. 

Í upp­bygg­ingu góðs par­sam­bands er gagn­kvæmt traust einn af mik­il­væg­ustu efn­isþátt­un­um. Traust veit­ir nauðsyn­legt ör­yggi fyr­ir báða aðila og í mótvindi er traust ein mik­il­væg­asta orku­lind sam­bands­ins. Þegar traust hins veg­ar brotn­ar, og ann­ar aðil­inn upp­lif­ir sig svik­inn, get­ur það haft djúp­stæð áhrif á báða aðila sam­bands­ins. Hvað ger­ist þegar traust hef­ur verið brotið, og hvernig er hægt að byggja það aft­ur upp? Ég hef í vinnu minni með pör­um ít­rekað setið með ein­stak­ling­um sem hafa staðið frammi fyr­ir þess­um erfiðu áskor­un­um. Í þess­ari grein skoða ég hvernig traust brotn­ar, hvernig það hef­ur áhrif á sam­bandið og hvaða aðferðir og nálgan­ir eru hægt að nota til að end­ur­byggja brotið traust.

Traust get­ur verið brotið á marg­vís­leg­an hátt. Það get­ur verið vegna óheiðarleika, svika, van­rækslu eða ósam­komu­lags um mik­il­væg mál­efni í sam­band­inu. Þessi brot geta verið ómeðvituð eða meðvituð og jafn­vel skipu­lögð, en óháð því hvernig þau verða til hafa þau öll al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir til­finn­inga­legt ör­yggi ein­stak­linga í sam­band­inu. Brotið traust or­sak­ar nán­ast alltaf djúp­an til­finn­inga­leg­an sárs­auka og gjarn­an yfirþyrm­andi ótta við að ekki sé hægt að end­ur­reisa sam­bandið.

Þegar svona er komið í sam­band­inu er eitt af því allra mik­il­væg­asta sem gert er að viður­kenna brotið og taka fulla ábyrgð. Það að viður­kenna ábyrgð sína, ekki aðeins fyr­ir hlut­verk sitt í brot­inu held­ur einnig hvernig það hef­ur áhrif á hinn aðilann, er und­ir­staða þess að hægt sé að byrja að byggja upp traust á sam­band­inu á nýj­an hátt.

Þegar traust hef­ur verið brotið er afar al­gengt að sá sem bregst maka sín­um reyn­ir hvað hann eða hún get­ur til að forðast alla umræðu varðandi brotið. Það ger­ist líka stund­um að sá sem brotið er gegn reyn­ir að forðast umræðuna en það er þó óal­geng­ara. Í báðum til­fell­um er samt sem áður um að ræða ákveðin varn­ar­viðbrögð, enda fáir sem sjá eitt­hvert skemmtana­gildi í erfiðum og sárs­auka­full­um sam­ræðum. Það að ræða ekki um málið er hins veg­ar svo gott sem óbrigðul leið til að eyðileggja sam­bandið. Það verður að fara í gegn­um þess­ar erfiðu sam­ræður hvað sem okk­ur finnst um það. Heiðarleg­ar, opn­ar og ein­læg­ar sam­ræður verða að fá að eiga sér stað og það tek­ur tíma. Þetta er ekki klárað á kort­eri. Í þess­um sam­ræðum þarf að ræða á skýr­an og ein­læg­an hátt hvað gerðist, hverj­ar af­leiðing­arn­ar eru og hvernig þetta hef­ur áhrif á til­finn­ing­ar beggja aðila. Þegar fólki tekst að taka þessi sam­töl, sem oft og tíðum eiga sér stað í viðtals­her­bergi hjá reynd­um þerap­ista, geta þau verið mjög áhrifa­frík. Það sem skipt­ir máli er ekki aðeins að segja það sem við þurf­um að segja held­ur einnig að hlustað sé með samúð og sam­kennd á báða bóga. Í stuttu máli snýst það um að heyra það sem er verið að segja en ekki álykta eða túlka á versta veg.

Þetta býr til grunn­gildi í nýrri upp­bygg­ingu trausts þar sem báðir aðilar finna fyr­ir því að þeir séu séðir og heyrðir og að hvor­ug­ur aðil­inn sé í árás­ar­ham.

Dok­tor­arn­ir John og Ju­lia Gottman hafa manna mest rann­sakað líðan para und­an­farna ára­tugi og sýna rann­sókn­ir þeirra að ábyrgð er lyk­il­atriði í að byggja upp traust. Þegar ein­stak­ling­ur tek­ur ábyrgð á eig­in hegðun án þess að rétt­læta gjörðir sín­ar eða kenna öðrum um, skap­ast grund­völl­ur fyr­ir því að sam­bandið lifi af það högg sem það hef­ur fengið á sig. Þetta krefst þess að við viður­kenn­um eig­in hlut­deild og í því felst einnig iðrun, sem get­ur hjálpað hinum aðilan­um að sjá að við vilj­um breyt­ast og bæta okk­ur en erum ekki aðeins af því af illri nauðsyn. Það er ekki nóg að segja „ég ætla að breyt­ast“ þess­um orðum þarf að fylgja bæði áætl­un um hvað það er sem viðkom­andi ætl­ar að breyta og síðan þurfa gjörðir að vera í takt við lof­orðin. Þetta verður til þess að mak­inn sér að það er raun­veru­leg­ur vilji fyr­ir breyt­ing­um og það ger­ir báða aðilana ör­ugg­ari í þessu ferli.

Það er aldrei áhlaups­verk að laga traust, það er í öll­um til­fell­um lang­hlaup. Þegar búið er að viður­kenna brotið, búið er að setja fram áætl­un um hvað á að breyt­ast og hvernig, get­ur það verið mjög erfitt til­finn­inga­legt ferli að byggja upp trú­verðug­leika. Það sem ég hef séð í mínu starfi er að þegar báðir aðilar eru til­bún­ir til að vera þol­in­móðir og leyfa ferl­inu að þró­ast, þá get­ur parið byggt aft­ur traust. Hvort það tekst eða ekki end­ur­spegl­ast í hversu mikið báðir aðilar raun­veru­lega vilja breyt­ing­ar. Þetta er ekki alltaf auðvelt og það koma dag­ar og tíma­bil þar sem parið þarf að minna sig á að sam­bandið er sann­ar­lega þess virði að leggja þetta á sig. Þetta er eina leiðin sem parið get­ur farið til að fá sam­bandið aft­ur í jafn­vægi.

Þegar pör nálg­ast þetta ferli með fag­legri hjálp, eru þeir oft bet­ur í stakk bún­ir til að end­ur­skapa það traust sem var brotið. Þerap­ist­ar geta veitt þeim verk­færi og aðferðir til að tak­ast á við þann sárs­auka sem fylg­ir brotnu trausti á heild­ræn­an hátt. Í vinnu minni með pör­um hef ég séð ótrú­lega fal­leg­an ávöxt af þess­ari vinnu. Í meðferðar­vinnu minni styðst ég við aðferð sem kall­ast Til­finn­inga­leg nálg­un (e. Emoti­onally Focu­sed Therapy – EFT) sem þróuð var af dr. Sue John­son. Aðferðin ein­beit­ir sér að því að bæta til­finn­inga­leg tengsl milli ein­stak­linga. EFT bygg­ist á hug­mynd­um um að sterk til­finn­inga­leg tengsl séu grund­völl­ur fyr­ir heil­brigðum sam­bönd­um, og að til­finn­inga­leg­ur stuðning­ur sé lyk­ill­inn að því að tak­ast á við erfiðleika. Meðferðin hjálp­ar pör­um að greina og skilja til­finn­ing­ar sín­ar, bæta sam­skipti og efla sam­kennd. Hún ein­beit­ir sér að því að fólk nái að fella niður varn­ir sín­ar, skapa ör­yggi og stuðning á milli para, og styrkja þau í að mæta ótta og áföll­um. Marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt að EFT get­ur leitt til var­an­legs bata í sam­band­inu, aukið traust og bætt til­finn­inga­lega vellíðan hjá báðum aðilum. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Theodori spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda