Kynlífssérfræðingar mæla með þessu

Kynlíf er alls konar.
Kynlíf er alls konar. Unsplash.com/Taras

Kynlífssérfræðingar leggja mikið upp úr núvitund og að fólk láti vel að hvort öðru sem oftast yfir daginn sama hvort það ætli sér að stunda kynlíf eða ekki. Vefritið The Stylist fékk kynlífsráðgjafa til að deila visku sinni. 

Þrýstingur á konum að fá það skapar kvíða

„Það er ákveðinar samfélagslegar hugmyndir um hvernig kynlíf eigi að vera og að konur eigi að upplifa kynlíf á ákveðinn hátt. Það eru ákveðnar kröfur í gangi um hvernig þær eigi að njóta kynlífs og sú pressa skapar kvíða og kemur í veg fyrir alvöru nánd,“ segir Ieva Kubiliute kynlífsráðgjafi.

„Konur verða að eiga sinn líkama sjálfar og það þýðir að skora á hólm ákveðna forskrift að kynlífi. Kynlíf endar ekki alltaf með fullnægingu heldur snýst stundum um að rannsaka alls kyns tilfinningar án fordóma og að forgangsraða ánægju, ánægjunnar vegna. Ekki bara fullnæging.“

Gælur þurfa ekki að leiða til kynlífs

„Þá er gott að búa til svigrúm til þess að njóta nándar án þess að það leiði endilega til kynlífs. Ekkert er meira fráhrindandi en að geta ekki farið í sleik án þess að það þurfi að leiða til einhvers meira. Það skapar óþarfa þrýsting og getur leitt til þess að maður forðist snertingu í samböndum sem að sama skapi leiðir til þess að nándin minnkar. Það er mikilvægt fyrir kynlífið að það sé alltaf eitthvað í gangi hér og þar fram að því, þó það leiði ekki endilega til neins á þeim tímapunkti. Ef maður mætir bara kaldur í kynlífið þá getur verið erfiðara að ná fram bestri upplifun. Þá er líka hætta á að maður upplifir makann sem herbergisfélaga frekar en elskhuga.“

Núvitund skiptir máli

„Ef þú vilt betra kynlíf þá þarf að gera tvennt. Í fyrsta lagi reyna að gera eins margt ánægjulegt saman dagsdaglega. Svo á að reyna að njóta stundanna til fullnustu, fá sem mest út úr augnablikinu. Hvort sem það er sturta, góð máltíð eða langt knús. Takið eftir tilfinningunum sem fylgja, er þetta kitl eða eitthvað hlýtt og gott?“

„Því meiri gaum sem maður gefur þessum litlu tilfinningum því næmari er maður í kynlífinu. Maður getur betur tapað sér í núinu. Svo skiptir heildarvellíðan einnig máli. Ef maður er stressaður þá brýst það fram í kynlífinu. 

„Loks má ekki vanmeta gott sleipiefni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda