Hvenær er krafa virk?

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Ein­ar Hugi Bjarna­son, lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem spyr hvort hann þurfi að borga inn­heimtu­fyr­ir­tæki. 

Sæll Ein­ar Hugi. 

Þarf ég að greiða eða semja við inn­heimtu­fyr­ir­tæki sem hafa tekið við inn­heimtu á skuld hjá mér? Er ekki fyr­ir­tækið sem ég skuldaði reikn­inga hjá búið að selja t.d. Moment­um skuld­ina og þar sem ég var aldrei í viðskipt­um við Moment­um þá er ég í raun orðin skuld­laus við þann sem ég skuldaði og Moment­um að senda mér til­hæfu­lausa reikn­inga?

Kveðja, 

KL

Góðan dag.

Ef kraf­an er lög­mæt og til henn­ar stofnað með rétt­mæt­um hætti er hún virk nema að hún hafi verið greidd að fullu, sé fyrnd eða fall­in niður vegna tóm­læt­is.

Það að krafa sé send til inn­heimtuaðila til inn­heimtu jafn­gild­ir því ekki að kraf­an hafi verið framseld til inn­heimtuaðila og kröfu­rétt­ar­sam­bandi þínu við upp­haf­leg­an kröfu­hafa sé þar með lokið. Slíkt er þó ekki út­lokað í þeim til­vik­um þegar inn­heimtuaðili kaup­ir kröf­ur í þeim til­gangi að inn­heimta þær sjálf­ur í at­vinnu­skyni.

Miðað við lýs­ingu þína eru lík­ur til þess að inn­heimtuaðilan­um hafi aðeins verið fal­in kraf­an til inn­heimtu og er inn­heimtu­fyr­ir­tækið því að inn­heimta skuld­ina fyr­ir hönd kröfu­haf­ans á grund­velli samn­ings þeirra á milli. Und­ir þess­um kring­um­stæðum eru inn­heimtu­bréf­in sem þú færð ekki til­hæfu­laus, en þess ber að geta að inn­heimtuaðili er við inn­heimtu sína bund­inn af regl­um inn­heimtu­laga nr. 95/​2008.

Kveðja,

Ein­ar Hugi Bjarna­son hæsta­rétt­ar­lögmaður.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari Huga og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda