Hvenær er krafa virk?

Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda …
Einar Hugi Bjarnason, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, svarar spurningum lesenda Smartlands. mbl.is/Eyþór Árnason

Ein­ar Hugi Bjarna­son, lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá manni sem spyr hvort hann þurfi að borga inn­heimtu­fyr­ir­tæki. 

Sæll Ein­ar Hugi. 

Þarf ég að greiða eða semja við inn­heimtu­fyr­ir­tæki sem hafa tekið við inn­heimtu á skuld hjá mér? Er ekki fyr­ir­tækið sem ég skuldaði reikn­inga hjá búið að selja t.d. Moment­um skuld­ina og þar sem ég var aldrei í viðskipt­um við Moment­um þá er ég í raun orðin skuld­laus við þann sem ég skuldaði og Moment­um að senda mér til­hæfu­lausa reikn­inga?

Kveðja, 

KL

Góðan dag.

Ef kraf­an er lög­mæt og til henn­ar stofnað með rétt­mæt­um hætti er hún virk nema að hún hafi verið greidd að fullu, sé fyrnd eða fall­in niður vegna tóm­læt­is.

Það að krafa sé send til inn­heimtuaðila til inn­heimtu jafn­gild­ir því ekki að kraf­an hafi verið framseld til inn­heimtuaðila og kröfu­rétt­ar­sam­bandi þínu við upp­haf­leg­an kröfu­hafa sé þar með lokið. Slíkt er þó ekki út­lokað í þeim til­vik­um þegar inn­heimtuaðili kaup­ir kröf­ur í þeim til­gangi að inn­heimta þær sjálf­ur í at­vinnu­skyni.

Miðað við lýs­ingu þína eru lík­ur til þess að inn­heimtuaðilan­um hafi aðeins verið fal­in kraf­an til inn­heimtu og er inn­heimtu­fyr­ir­tækið því að inn­heimta skuld­ina fyr­ir hönd kröfu­haf­ans á grund­velli samn­ings þeirra á milli. Und­ir þess­um kring­um­stæðum eru inn­heimtu­bréf­in sem þú færð ekki til­hæfu­laus, en þess ber að geta að inn­heimtuaðili er við inn­heimtu sína bund­inn af regl­um inn­heimtu­laga nr. 95/​2008.

Kveðja,

Ein­ar Hugi Bjarna­son hæsta­rétt­ar­lögmaður.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ein­ari Huga og öðrum lög­mönn­um á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda