„Yfirmaðurinn lætur hræðilega við mig“

20 ára íslenskur maður leitar ráða vegna yfirmanns síns.
20 ára íslenskur maður leitar ráða vegna yfirmanns síns. Getty Images/Unsplash

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem er ekki ánægður með laun­in sín. 

Sæl.

Ég er tví­tug­ur karl­maður sem býr og vinn­ur út á landi. Er frá sveita­bæ og hef áhuga á sveita­störf­um og ætla mér að taka við búi af föður mín­um en það er ekki það sem ég ætla að ræða um hér en svo er með mál og vexti að ég vinn á tré­smíðaverk­stæði og yf­ir­maður minn læt­ur hræðilega við mig.

Ég heyrði frá öðrum starfs­manni að hann fókuser­ar á alltaf einn aðila til að leggja í vægt í einelti. Hann læt­ur jafn­vel önn­ur vanda­mál hjá hon­um sjálf­um bitna á þeim starfs­manni og ég lendi oft í því. Ég er í sveins­námi í húsa­smíði og það eina sem ég er lát­inn gera er að sópa og fara með rusl á haug­ana. Ég er bú­inn að vinna þarna í tvö ár og svo eru aðrir sem hafa unnið í styttri tíma sem fá miklu ábyrgðarmeiri störf. Ég er einnig lægst launaði starfsmaður­inn, er með 2637 á tím­ann, en tveir aðrir sem eru bún­ir að vera styttra en ég eru með 2900 á tím­ann. Ég er orðinn virki­lega þreytt­ur á þessu.

Mér verður svo sem bráðum sama um þenn­an samn­ing ef þetta held­ur svona áfram. Yf­ir­maður­inn má bara kyngja hon­um. 

Kveðja, 

GB

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda …
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæll

Mikið er leitt að heyra að yf­ir­maður þinn komi svona fram við þig. Vel gert hjá þér að læra húsa­smíði og ég heyri að þú ert metnaðarfull­ur og sam­visku­sam­ur gagn­vart þínu námi. Nú svo sem veit ég ekki hvað þú ert nú þegar bú­inn að gera í þessu máli. En ég myndi alltaf byrja á því að hvetja þig til þess að ræða við yf­ir­mann­inn þinn um þessa upp­lif­un þína. Eins og með það að þér finnst þú ekki fá verk­efni við hæfi í vinn­unni og einnig með launamun­inn.

Þá myndi ég einnig hvetja þig til þess að ræða við trúnaðar­mann­inn á vinnustaðnum, það hlýt­ur að vera einn slík­ur til staðar sem þú get­ur leitað til og rætt við um þína stöðu inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, upp­lif­un þína og líðan.

Einnig get­ur þú leitað til stétt­ar­fé­lags­ins þíns og rætt um stöðu þína inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. En mik­il­vægt er að þú stand­ir með sjálf­um þér, lát­ir ekki að aðra valta yfir þig með mis­mun­un, eins t.d. verk­efni við hæfi og laun. Æfir þig í að setja mörk þar. Þá hlýt­ur að vera ákveðin starfs­lýs­ing sem fylg­ir þínum samn­ingi í húsa­smíði þar sem kem­ur skýrt fram hvert þitt hlut­verk er og hvaða mark­mið það eru sem þú þarft að vinna að og ná á meðan á samn­ingi stend­ur. Það hlýt­ur að vera ábyrgðarmaður á samn­ingn­um þínum sem þú get­ur einnig speglað þína stöðu við?

Ef ekk­ert lag­ast og þú bú­inn að leggja þig fram um að leita lausna þá myndi ég ein­dregið hvetja þig til að leita annað og klára samn­ing­inn þinn þar. Ekki gef­ast upp, þú ert metnaðarfull­ur ung­ur maður sem átt framtíðina fyr­ir þér.

Gangi þér sem allra best og takk fyr­ir að hafa sam­band

Kveðja,

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda