„Yfirmaðurinn lætur hræðilega við mig“

20 ára íslenskur maður leitar ráða vegna yfirmanns síns.
20 ára íslenskur maður leitar ráða vegna yfirmanns síns. Getty Images/Unsplash

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem er ekki ánægður með laun­in sín. 

Sæl.

Ég er tví­tug­ur karl­maður sem býr og vinn­ur út á landi. Er frá sveita­bæ og hef áhuga á sveita­störf­um og ætla mér að taka við búi af föður mín­um en það er ekki það sem ég ætla að ræða um hér en svo er með mál og vexti að ég vinn á tré­smíðaverk­stæði og yf­ir­maður minn læt­ur hræðilega við mig.

Ég heyrði frá öðrum starfs­manni að hann fókuser­ar á alltaf einn aðila til að leggja í vægt í einelti. Hann læt­ur jafn­vel önn­ur vanda­mál hjá hon­um sjálf­um bitna á þeim starfs­manni og ég lendi oft í því. Ég er í sveins­námi í húsa­smíði og það eina sem ég er lát­inn gera er að sópa og fara með rusl á haug­ana. Ég er bú­inn að vinna þarna í tvö ár og svo eru aðrir sem hafa unnið í styttri tíma sem fá miklu ábyrgðarmeiri störf. Ég er einnig lægst launaði starfsmaður­inn, er með 2637 á tím­ann, en tveir aðrir sem eru bún­ir að vera styttra en ég eru með 2900 á tím­ann. Ég er orðinn virki­lega þreytt­ur á þessu.

Mér verður svo sem bráðum sama um þenn­an samn­ing ef þetta held­ur svona áfram. Yf­ir­maður­inn má bara kyngja hon­um. 

Kveðja, 

GB

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda …
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæll

Mikið er leitt að heyra að yf­ir­maður þinn komi svona fram við þig. Vel gert hjá þér að læra húsa­smíði og ég heyri að þú ert metnaðarfull­ur og sam­visku­sam­ur gagn­vart þínu námi. Nú svo sem veit ég ekki hvað þú ert nú þegar bú­inn að gera í þessu máli. En ég myndi alltaf byrja á því að hvetja þig til þess að ræða við yf­ir­mann­inn þinn um þessa upp­lif­un þína. Eins og með það að þér finnst þú ekki fá verk­efni við hæfi í vinn­unni og einnig með launamun­inn.

Þá myndi ég einnig hvetja þig til þess að ræða við trúnaðar­mann­inn á vinnustaðnum, það hlýt­ur að vera einn slík­ur til staðar sem þú get­ur leitað til og rætt við um þína stöðu inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, upp­lif­un þína og líðan.

Einnig get­ur þú leitað til stétt­ar­fé­lags­ins þíns og rætt um stöðu þína inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. En mik­il­vægt er að þú stand­ir með sjálf­um þér, lát­ir ekki að aðra valta yfir þig með mis­mun­un, eins t.d. verk­efni við hæfi og laun. Æfir þig í að setja mörk þar. Þá hlýt­ur að vera ákveðin starfs­lýs­ing sem fylg­ir þínum samn­ingi í húsa­smíði þar sem kem­ur skýrt fram hvert þitt hlut­verk er og hvaða mark­mið það eru sem þú þarft að vinna að og ná á meðan á samn­ingi stend­ur. Það hlýt­ur að vera ábyrgðarmaður á samn­ingn­um þínum sem þú get­ur einnig speglað þína stöðu við?

Ef ekk­ert lag­ast og þú bú­inn að leggja þig fram um að leita lausna þá myndi ég ein­dregið hvetja þig til að leita annað og klára samn­ing­inn þinn þar. Ekki gef­ast upp, þú ert metnaðarfull­ur ung­ur maður sem átt framtíðina fyr­ir þér.

Gangi þér sem allra best og takk fyr­ir að hafa sam­band

Kveðja,

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda