Eru hrútskýringar alltaf rauð flögg?

Samskipti eru erfið viðfangs hjá mörgum.
Samskipti eru erfið viðfangs hjá mörgum. mbl.is/Thinkstockphotos

Talað er um hrútskýringu þegar karlmaður útskýrir hluti fyrir konu á yfirlætislegan máta og í smáatriðum um hluti sem konan veit yfirleitt meira um en karlmaðurinn. Sérfræðingar segja þó að hrútskýringar þurfi ekki endilega að vera illa meintar heldur aðeins leið til þess að mynda tengsl. Þetta kemur fram í umfjöllun Body&Soul.

„Karlar og konur beita mjög ólíkum leiðum til þess að tengjast í gegnum samtöl. Konur vilja tengjast með að tala um tilfinningar á meðan karlmenn sýna umhyggju með því að koma með lausnir og með staðreyndum. Karlar sem eiga erfitt með að berskjalda sig eiga það til að reiða sig á staðreyndir og að gefa ráð sem öruggari leið í samskiptum.“

„Karlmaður sem dettur í þá gryfju að hrútskýra gerir það kannsk ekki af illum hug eða til að lítillækka heldur er þetta vandræðaleg leið til þess að ganga í augun á þér.“

„Rannsóknir á vinskap fullorðina leiddi í ljós að karlar tengjast oftast með því að deila þekkingu eða sértækan fróðleik eins og tölfræði um íþróttaleiki osfrv. Konur þrífast hins vegar á dýpri umræðuefnum eins og til dæmis um sambönd og lífsreynslur.“

„Karlar tengjast líka með því að gera en ekki bara að spjalla. Það að deila þekkingu sinni er þeirra útgáfa af því að tengjast með tilfinningum. Þá hefur formgerð samfélagsins mótað þá þannig að meira virði er lagt upp úr því sem þeir vita og hafa fram að færa frekar en bara spjall. Þessar áherslur virka vel þegar karlmenn mynda vináttu en ekki þegar karlar eiga í samskiptum við konur. Þeir telja sig vera að gefa góð ráð en konur túlka þetta sem yfirlæti.“

Hvað er hægt að gera?

Það er mikilvægt að setja allt í samhengi og reyna að skilja hvaðan hann kemur. Er hann að reyna að tengjast þér eða vill hann bara monta sig. Ef hann vill tengjast þá er hægt að gera vissa hluti til þess að breyta stefnunni.

1. Viðurkenna framlag hans með því að segja: „Ég gerði mér ekki grein fyrir að þú vissir svona mikið um þetta. Það er mjög svalt!“

2. Beina samtalinu í aðra átt með því að segja: „Þetta er áhugavert og minnir mig á eitt sem ég hef verið að hugsa um...“

Ef það gengur ekki þá getur verið gott að vera bara hreinskilin og segja að þú sért með þetta á hreinu, takk samt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda