Það sem þú vissir ekki um Valentínusardaginn

Valentínusardagurinn er 14. febrúar ár hvert og þá fer allt …
Valentínusardagurinn er 14. febrúar ár hvert og þá fer allt á fullt hjá fólki að finna gjafir handa sínum heitt elskuðu. Unsplash

Hver er þessi dagur ástarinnar og hvaðan er hann sprottinn? Sumum kann að finnast Valentínusardagurinn vera tilbúinn hátíðardagur og snúast full mikið um útgjöld. Hins vegar á dagurinn langa sögu sem nær aftur til kristinna píslarvotta og rómverskra frjósemishátíða.

Neðangreindar staðreyndir leyfa lesendum að sjá Valentínusardaginn í nýju ljósi.

Hvað vitum við um dag ástarinnar?
Hvað vitum við um dag ástarinnar? Scott Broome/Unsplash

St. Valentínus var ekki aðeins ein manneskja

Margir vita að Valentínusardagurinn var nefndur í höfuðið á einhverjum St. Valentínusi. En í raun voru þeir tveir. Enginn veit hvort dagurinn var haldinn til heiðurs heilögum Valentínusi í Róm eða Terni. Sögur segja að Valentínus í Róm hafi verið prestur sem mótmælti því að hermenn giftu sig og héldu áfram að gifta pör í leyni. Aðrar sögur segja að hann hafi hjálpað kristnum mönnum að flýja rómversk fangelsi og orðið ástfanginn af dóttur fangavarðarins og skrifað henni bréf undirrituðu: „Frá Valentínusi þínum“.

Dagurinn á rætur að rekja til fornrar heiðinnar hátíðar

Samhliða heilögum Valentínusi á dagurinn sér einnig heiðnar rætur, sem ná aftur til frjósemishátíðarinnar Lupercalia. Hátíðin var tileinkuð landbúnaðarguðinum Faunusi og stofnendum Rómar, Rómúlusi og Remusi. Deginum var fagnað með dýrafórnum, að slá lauslega til kvenna og akra með blóðugri geitahúð, sem talin var að hjálpaði til við frjósemi.

Enska ljóðskáldið Geoffrey Chaucer staðfesti tengslin milli Valentínusardagsins, fugla og …
Enska ljóðskáldið Geoffrey Chaucer staðfesti tengslin milli Valentínusardagsins, fugla og rómantíkur með ljóði sínu Parliament of Foules, árið 1375. Debby Hudson/Unsplash

Á 14. öld varð dagurinn opinberlega dagur ástarinnar

Valentínusardagurinn er sagður hafa fyrst verið haldinn hátíðlegur á 5. öld þegar Gelasíus páfi lét banna Lupercalia-hátíðina. Á miðöldum var talið að 14. febrúar væri upphafstími mökunar meðal fugla. Enska ljóðskáldið Geoffrey Chaucer staðfesti tengslin milli Valentínusardagsins, fugla og rómantíkur með ljóði sínu Parliament of Foules, árið 1375. 

Nálægt 250 milljónir rósa eru ræktaðar á þessum tíma

Vestræn ríki kunna að taka rauðum rósum sem sjálfsögðum hlut. Hins vegar vaxa rósirnar ekki á þessum tíma t.d. í Bandaríkjunum vegna þess að það er of kalt. Þær eru þess vegna ræktaðar í takt við eftirspurn í öðrum ríkjum á borð við Ekvador, Kenýa og Kólumbíu.

Fyrsta hjartalaga súkkulaðiaskjan fór í sölu 1861.
Fyrsta hjartalaga súkkulaðiaskjan fór í sölu 1861. Scarlett Alt/Unsplash

Fyrsta hjartalaga súkkulaðiboxið var kynnt 1861

Súkkulaðiboxið var hannað af Richard Cadbury, syni John Cadbury, en hann byrjaði að pakka súkkulaðinu í hjartalaga öskjur til að auka sölu. Hann kynnti fyrstu hjartalaga öskjuna fyrir Valentínusardaginn 1861 og í dag seljast meira en 36 milljónir askja af skúkkulaði ár hvert.

Í latínukúltúr er Valentínusardagurinn einnig notaður til að sýna vinum …
Í latínukúltúr er Valentínusardagurinn einnig notaður til að sýna vinum þakklæti. Tim Marshall/Unsplash

Deginum er fagnað á mismunandi hátt á heimsvísu

Í Mið- og Suður-Ameríku er dagurinn ekki einungis tileinkaður pörum heldur er áherslan einnig á að sýna vinum þakklæti. Í Japan tíðkast að einungis konurnar gefi karlmanninum í lífi sínu súkkulaði og gjafir, sem þeir svo endurgjalda þann fjórtánda, mánuði síðar, á hinum sívinsæla „Hvíta degi“.

Í Japan tíðkast að konan gefi eiginmanninum gjafir á Valentínusardaginn.
Í Japan tíðkast að konan gefi eiginmanninum gjafir á Valentínusardaginn. Becca Tapert/Unsplash

„XOXO“ þýddi ekki alltaf knús og kossar

„XOXO“ er vinsæl undirskrift á þessum degi, aðallega erlendis þó. Uppruni undirskriftarinnar á rætur sínar að rekja til miðalda. Washington Post greindi frá því að á tímum miðalda táknaði X-ið kristna krossinn og bréf voru gjarnan enduð með krossmerkinu og kossi til að tákna heitorð og tryggð. Eftir því sem táknið varð vinsælla í bókmenntum, bréfum og pappírsvinnu fór það að þýða að eitthvað hefði verið „innsiglað með kossi“.

Það þarf vissulega ekkert endilega að gefa gjafir til að …
Það þarf vissulega ekkert endilega að gefa gjafir til að sýna væntumþykju og ást. Tími saman er mikilvægasta gjöfin. Everton Vila/Unsplash

Good Housekeeping

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda