Eru til konur sem vilja vera einar?

Margar skemmta sér vel einhleypar.
Margar skemmta sér vel einhleypar. Tabitha Turner/Unsplash

Oft er talað um að það að vera einhleypur sé bara eitthvað tímabundið ástand og vandamál sem þarf að laga. En sannleikurinn er sá að margir velja af fúsum og frjálsum vilja að vera einhleypir - og eru ánægðir!

Fjöldi einhleypra kvenna hefur aukist talsvert en konur velja í auknum mæli að vera einhleypar af ólíkum ástæðum. Sumar eru orðnar þreyttar á stefnumótaöppum og sumar eru brenndar eftir slæm sambönd og aðrar vilja bara hlúa að sjálfri sér. 

The Stylist tók nokkrar einhleypar konur tali sem veittu innsýn í sína ákvörðun um að vera einar út lífið.

Meehika, 27 ára:

„Ég reyndi mikið að finna ástina þegar ég var á tvítug og ég efaðist um virði mitt með að vera ekki í sambandi. Eftir því sem ég varð eldri sá ég fólk eiga í góðum samböndum og slæmum. Oft á tíðum sættu konur sig við ömurleg sambönd því þær óttuðust það að vera einar. Ég áttaði mig á því að það að vera ein, jafnvel út ævina, væri líklegra til þess að veita mér hamingju frekar en að vera með rangri manneskju. Margir eiga erfitt með að skilja mína ákvörðun um að vera einhleyp. Oft er ég spurð hvort eitthvað sé að mér. Það að ég sé einhleyp hljóti að þýða að ég sé að gera eitthvað rangt eða sé skrítin. Mér finnst enn óþægilegt að fara ein á bari, einu sinni kom til mín maður sem sagði að ég væri of sæt til þess að sitja ein. Líkt og hann vorkenndi mér. Ég hafði bara engan áhuga á honum!“ 

Yasmin, 28 ára:

„Eitt sem ég hef lært er að flestum er sama þó maður sé einn. Þeir líta kannski til manns í augnablik og hugsa æj, þessi er ein. En svo eru þeir komnir aftur í símann sinn. Það eru allir bara að hugsa um sig. Ég elska líka að vera ein í íbúðinni minni og þurfa ekki að fara neitt.“ 

Jennifer, 44 ára:

„Ég heyri margar konur á þrítugsaldri segja að það taki því ekki að hætta í slæmu sambandi. Mig langar til að hrista þær og segja að það sé ekkert að óttast! Ég byrjaði með mínum fyrrverandi þegar ég var 19 ára og við vorum saman í 24 ár. Ég hélt að þetta yrði staðan mín út lífið. Í heimsfaraldrinum langaði mig til að kynnast sjálfri mér betur. Ég las mér til um hormóna og hætti á pillunni. Þá fattaði ég að ég hafði verið dofin. Ég sá að ég þurfti að losna úr sambandinu og leita frelsis. Ég hef aldrei verið jafnhamingjusöm. Ég elska að vakna á morgnana og geta ákveðið hvað ég geri. Engar væntingar og engar skuldbindingar! 

Þetta snýst um að lifa í eigin sannleika. Ég vissi aldrei hver ég var fyrr en ég ákvað að verja tíma með mér einni. Nú er það minn fókus og ég trúi því að ef allir gerðu slíkt hið sama þá yrðum við hamingjusamari þjóð. Það að fagna einhleypunni er svo valdeflandi fyrir alla. Það er valdeflandi að hafa val.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda