„Það eru nokkur atriði sem góðir bólfélagar hafa tileinkað sér og allir eiga sameiginlegt,“ segir Tracy Cox kynlífsfræðingur í pistli sínum á Daily Mail.
1. Vertu námsfús
„Sjálf er ég alltaf að læra eitthvað nýtt og ég er samt sérfræðingur og hef skrifað 17 bækur um kynlíf. Það má alltaf tileinka sér eitthvað nýtt. Það versta er ef maður telur sig vita allt.“
2. Leiktu þér
„Kynlíf á að vera skemmtilegt. Leikið ykkur saman, hlæið og stríðið hvort öðru á gamansaman hátt.“
3. Lifðu í núinu
Það er ekkert verra en að stunda kynlíf með einhverjum sem er annars hugar.
4. Ekki bara þiggja
Njóttu þess að gefa eins mikið og að þiggja. Eigingjarn elskhugi er sá allra versti.
5. Vertu til í eitthvað nýtt
Vertu ævintýragjarn og tilbúinn til þess að prófa þig áfram. Elskhugar sem eru lausir við sjálfsritskoðun og eru óþvingaðir eru nógu sjálfsöruggir til þess að hætta á að líta asnalega út eru bestu elskhugarnir.
6. Vertu ekki spar á hrósin
Það að láta í ljós vellíðun og hvað er gott og það að þú sért að elska það sem þú ert að upplifa er mjög mikilvægt. Allir elska það að fá hrós fyrir það sem þeir gera vel í rúminu.
7. Talaðu
Munnurinn er til margs gagnlegur í rúminu en aðallega til þess að tala og tjá sig.