Hvernig á að vera betri elskhugi?

Tracey Cox vill að allir eigi gott kynlíf.
Tracey Cox vill að allir eigi gott kynlíf. mbl.is/AFP

„Það eru nokk­ur atriði sem góðir ból­fé­lag­ar hafa til­einkað sér og all­ir eiga sam­eig­in­legt,“ seg­ir Tracy Cox kyn­lífs­fræðing­ur í pistli sín­um á Daily Mail.

1. Vertu náms­fús

„Sjálf er ég alltaf að læra eitt­hvað nýtt og ég er samt sér­fræðing­ur og hef skrifað 17 bæk­ur um kyn­líf. Það má alltaf til­einka sér eitt­hvað nýtt. Það versta er ef maður tel­ur sig vita allt.“

2. Leiktu þér

„Kyn­líf á að vera skemmti­legt. Leikið ykk­ur sam­an, hlæið og stríðið hvort öðru á gam­an­sam­an hátt.“

3. Lifðu í nú­inu

Það er ekk­ert verra en að stunda kyn­líf með ein­hverj­um sem er ann­ars hug­ar. 

4. Ekki bara þiggja

Njóttu þess að gefa eins mikið og að þiggja. Eig­in­gjarn elsk­hugi er sá allra versti.

5. Vertu til í eitt­hvað nýtt

Vertu æv­in­týra­gjarn og til­bú­inn til þess að prófa þig áfram. Elsk­hug­ar sem eru laus­ir við sjálfs­rit­skoðun og eru óþvingaðir eru nógu sjálfs­ör­ugg­ir til þess að hætta á að líta asna­lega út eru bestu elsk­hug­arn­ir.

6. Vertu ekki spar á hrós­in

Það að láta í ljós vellíðun og hvað er gott og það að þú sért að elska það sem þú ert að upp­lifa er mjög mik­il­vægt. All­ir elska það að fá hrós fyr­ir það sem þeir gera vel í rúm­inu.

7. Talaðu

Munn­ur­inn er til margs gagn­leg­ur í rúm­inu en aðallega til þess að tala og tjá sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda