Kelsey McKinney er blaðamaður og höfundur bókarinnar You Didn’t Hear This From Me: Notes On The Art Of Gossip segir margt jákvætt við það að slúðra þó að samfélagið vilji meina annað.
„Ég skrifaði þessa bók að hluta til vegna þess að ég rakst á svo margar rannsóknir sem staðfestu það sem ég hafði lengi haft á tilfinningunni. Ef maður slúðrar smá, segir einhverjum eitthvað bitastætt, þá vinnur maður sér inn traust og hækkar í áliti hjá viðkomandi. Þá virkar það vel ef það er til staðar einn sameiginlegur óvinur til þess að slúðra um. Þá geta allir verið í sama liði,“ segir McKinney í viðtali við The Stylist og heldur því fram að allir ættu að slúðra meira.
McKinney hefur sett fram fimm reglur fyrir gott slúður:
„Slúður getur valdið skaða, ekki spurning. Það getur sært mann mikið ef slúðrað er um mann. Þrátt fyrir það er slúður hvorki gott né slæmt. Það getur skaðað en líka styrkt tengsl og hjálpað okkur að verjast öðrum. Oft segir þetta mikið um okkur sjálf og hvar við erum stödd í lífinu. Oft þráum við upplýsingar um líf annarra því við viljum vita hvernig við eigum sjálf að haga eigin lífi. Þrátt fyrir það er okkur kennt að það sé eitthvað ljótt að vilja vita um fólk og við ættum að skammast okkar.“
„Það ríkir ákveðin mýta um að slúður sé bara á færi kvenna. Það er alrangt. Þeim finnst bara ekki það sem þeir tala um vera slúður, þó það sé vissulega slúður.“
„Að slúðra er að skapa samfélag í kringum sig og konur eru aldar upp í slíkt ungar að árum. Það sama á ekki við um karla og þeir missa því af þessari tengslamyndun innan hóps.“
„Það er algengur misskilningur að ef maður elski að slúðra þá sé manni ekki treystandi. En ég held að þeir sem eru góðir að slúðra séu mjög góðir í að halda leyndarmálum. Allt slúður er bara verðmætt ef maður veit hvenær maður má nota það. Annars missir maður marks. Slúður er þekking og þekking er vald. Þeir bestu vita hvenær á að þegja.“
„Rannsókn frá 2021 leiddi í ljós að það að slúðra í vinnunni getur ýtt undir hópanda og samheldni, bætt samskipti, byggt traust og hjálpað til við að greina ákveðin vandamál innan fyrirtækisins. Ein mikilvægasta reglan er að slúðra aðeins innan þíns valdastrúktúrs. Ef þú ert forstjóri þá máttu aðeins slúðra utan vinnustaðarins. Það er ekki við hæfi að slúðra við undirmenn og alls ekki um undirmenn.“
„Í sumum tilfellum er ekki gott að slúðra. Það er til dæmis ekki gott að slúðra um fólk sem stendur manni mjög nærri. Ég er t.d. alltaf á varðbergi gagnvart þeim sem slúðrar um makann sinn. Hvað skyldu þeir þá segja um mig? Svo þarf að passa sig að viðkomandi sé ekki náinn þeim sem verið er að slúðra um.“