5 reglur um hvernig á að slúðra

Blaðamenn kunna að slúðra.
Blaðamenn kunna að slúðra. Skjáskot/Instagram

Kels­ey McKinn­ey er blaðamaður og höf­und­ur bók­ar­inn­ar You Didn’t Hear This From Me: Notes On The Art Of Gossip seg­ir margt já­kvætt við það að slúðra þó að sam­fé­lagið vilji meina annað.

„Ég skrifaði þessa bók að hluta til vegna þess að ég rakst á svo marg­ar rann­sókn­ir sem staðfestu það sem ég hafði lengi haft á til­finn­ing­unni. Ef maður slúðrar smá, seg­ir ein­hverj­um eitt­hvað bita­stætt, þá vinn­ur maður sér inn traust og hækk­ar í áliti hjá viðkom­andi. Þá virk­ar það vel ef það er til staðar einn sam­eig­in­leg­ur óvin­ur til þess að slúðra um. Þá geta all­ir verið í sama liði,“ seg­ir McKinn­ey í viðtali við The Styl­ist og held­ur því fram að all­ir ættu að slúðra meira.

McKinn­ey hef­ur sett fram fimm regl­ur fyr­ir gott slúður:

1. Slúður er ekki slæmt en ekki alltaf gott

„Slúður get­ur valdið skaða, ekki spurn­ing. Það get­ur sært mann mikið ef slúðrað er um mann. Þrátt fyr­ir það er slúður hvorki gott né slæmt. Það get­ur skaðað en líka styrkt tengsl og hjálpað okk­ur að verj­ast öðrum. Oft seg­ir þetta mikið um okk­ur sjálf og hvar við erum stödd í líf­inu. Oft þráum við upp­lýs­ing­ar um líf annarra því við vilj­um vita hvernig við eig­um sjálf að haga eig­in lífi. Þrátt fyr­ir það er okk­ur kennt að það sé eitt­hvað ljótt að vilja vita um fólk og við ætt­um að skamm­ast okk­ar.“

2. Karl­ar kunna líka að slúðra

„Það rík­ir ákveðin mýta um að slúður sé bara á færi kvenna. Það er alrangt. Þeim finnst bara ekki það sem þeir tala um vera slúður, þó það sé vissu­lega slúður.“

„Að slúðra er að skapa sam­fé­lag í kring­um sig og kon­ur eru ald­ar upp í slíkt ung­ar að árum. Það sama á ekki við um karla og þeir missa því af þess­ari tengslamynd­un inn­an hóps.“

3. Maður get­ur samt haldið viss­um leynd­ar­mál­um leyndu

„Það er al­geng­ur mis­skiln­ing­ur að ef maður elski að slúðra þá sé manni ekki treyst­andi. En ég held að þeir sem eru góðir að slúðra séu mjög góðir í að halda leynd­ar­mál­um. Allt slúður er bara verðmætt ef maður veit hvenær maður má nota það. Ann­ars miss­ir maður marks. Slúður er þekk­ing og þekk­ing er vald. Þeir bestu vita hvenær á að þegja.“

4. Gott að slúðra fal­lega í vinn­unni

„Rann­sókn frá 2021 leiddi í ljós að það að slúðra í vinn­unni get­ur ýtt und­ir hóp­anda og sam­heldni, bætt sam­skipti, byggt traust og hjálpað til við að greina ákveðin vanda­mál inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Ein mik­il­væg­asta regl­an er að slúðra aðeins inn­an þíns vald­astrúkt­úrs. Ef þú ert for­stjóri þá máttu aðeins slúðra utan vinnustaðar­ins. Það er ekki við hæfi að slúðra við und­ir­menn og alls ekki um und­ir­menn.“

5. Það eru tak­mörk fyr­ir slúðri

„Í sum­um til­fell­um er ekki gott að slúðra. Það er til dæm­is ekki gott að slúðra um fólk sem stend­ur manni mjög nærri. Ég er t.d. alltaf á varðbergi gagn­vart þeim sem slúðrar um mak­ann sinn. Hvað skyldu þeir þá segja um mig? Svo þarf að passa sig að viðkom­andi sé ekki ná­inn þeim sem verið er að slúðra um.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda