Kryddaðu kynlífið með þessum tíu ráðum

Fólk elskar gott og heilbrigt kynlíf.
Fólk elskar gott og heilbrigt kynlíf. Ljósmynd/Unsplash

Það eru marg­ar spenn­andi leiðir til að end­ur­vekja neist­ann og viðhalda ástríðunni í sam­band­inu, hvort sem það er inn­an veggja svefn­her­berg­ins eða utan.

Hér má finna nokk­ur góð ráð frá sér­fræðing­um sem geta hjálpað til við að krydda ástar­lífið og auka unaðinn.

Deilið fant­así­um

Að opna sig um lang­an­ir og fant­así­ur get­ur verið frá­bær leið til að dýpka og bæta spennu í sam­bandið. Ræðið sam­an um hvað kveik­ir í ykk­ur, prófið að lesa eða horfa á eró­tískt efni og finnið út hvaða nýj­ung­ar þið getið hugsað ykk­ur að prófa.

Fantasíur í kynlífi er frábær lausn til að halda í …
Fant­así­ur í kyn­lífi er frá­bær lausn til að halda í spennu mbl.is/​Thinkstockp­hotos

Hlut­verka­leik­ir 

Hlut­verka­leik­ir geta verið frá­bær leið til að bæta spennu og sköp­un­ar­gleði í svefn­her­berg­inu, að setja sig í annað hlut­verk og skapa nýtt hand­rit fyr­ir kvöldið. Það eru alls kon­ar hug­mynd­ir sem hægt er að end­ur­skapa sam­an í rúm­inu; kenn­ari og nem­andi, yf­ir­maður og starfsmaður eða bara leyfa ímynd­un­ar­afl­inu að ráða för með hvaða hlut­verk þið til­einkið ykk­ur.

Að bæta skemmtilegum kynlífstækjum getur ýtt undir spennu og unaði.
Að bæta skemmti­leg­um kyn­líf­stækj­um get­ur ýtt und­ir spennu og unaði. Ljós­mynd/​Colour­box

Ró­legt kyn­líf (e. Mind­ful sex)

Þetta snýst um að vera al­gjör­lega til staðar í augna­blik­inu, njóta snert­ing­ar­inn­ar, til­finn­ing­anna og upp­lif­un­ar­inn­ar án trufl­ana. Í dag­legu lífi er auðvelt að láta hug­ann reika, en að hægja á sér og upp­lifa hvert smá­atriði get­ur dýpkað og aukið unaðinn.

Nær­buxna-kyn­líf­stæki 

Farðu með unaðinn út úr húsi með því að nota fjar­stýrt kyn­líf­stæki, eins og kraft­mikið fjar­stýrt egg, en þá er öll stjórn í hönd­um mak­ans. Það er hin full­komna blanda af spennu, leynd, ánægju og unað. 

Kynlíf er alls konar.
Kyn­líf er alls kon­ar. Unsplash.com/​Taras

Kyn­líf­söpp

Tækn­in hef­ur gert það auðveld­ara en nokkru sinni fyrr að bæta spennu í sam­bandið, og kyn­líf­söpp geta verið frá­bær leið til að prófa nýja hluti, eiga opn­ari sam­skipti og auka lost­ann á ein­fald­an hátt. Hvort sem það er kyn­lífs­spil eða skemmti­legt app.

Rannsóknir sýna að kynlíf einu sinni í viku virðist vera …
Rann­sókn­ir sýna að kyn­líf einu sinni í viku virðist vera gald­ur­inn. mbl.is/​Colour­box

For­leik­ur

For­leik­ur er stór hluti af kyn­lífi, en því miður er það hunsað oft: „Ekki ein­blína bara á kyn­lífið sjálft. Ímyndaðu þér hversu náið það væri að sleikja eða kyssa lík­ama mak­ans frá toppi til táar áður en kyn­lífið hefst,“ seg­ir kyn­lífs­fræðing­ur­inn Lynds­ey Murray.

7Nýj­ar kyn­lífs­stell­ing­ar

Kyn­líf er spenn­andi og býður upp á enda­lausa mögu­leika. Það er því um að gera að prófa nýj­ar stell­ing­ar og upp­götva hvað hent­ar best til að kveikja í ástríðuhit­an­um.

Nánd í gegnum kynlíf er nauðsynlegur þáttur af lífinu ef …
Nánd í gegn­um kyn­líf er nauðsyn­leg­ur þátt­ur af líf­inu ef marka má sér­fræðinga. mbl.is/​Colour­box

Bætið nýrri upp­lif­un við trú­boðastell­ing­una 

Trú­boðastell­ing­in er klass­ísk af ástæðu, hún er þægi­leg, náin og hent­ar flest­um. En ef ykk­ur lang­ar að bæta smá fjöl­breytni við hana, þá eru til ýms­ar leiðir til að gera hana enn meira örv­andi. 

Ein­föld leið til að auka teng­ingu er að viðtak­and­inn vefji fót­un­um utan um mak­ann, sem eyk­ur lík­am­lega teng­ingu og fær­ir ykk­ur enn nær hvort öðru. Þetta veit­ir meiri snert­ingu og get­ur aukið unaðinn fyr­ir báða aðila.

Nýtt sjón­ar­horn

Kyn­líf með spegli er frá­bær leið til að auka lost­ann og njóta ást­ar frá nýju sjón­ar­horni. Að horfa á sjálf­an sig og maka í spegli get­ur verið ótrú­lega örv­andi og aukið bæði sjálfs­ör­yggi og teng­ingu í augna­blik­inu.

Helg­ar­ferð

Stund­um er það streit­an sem dreg­ur úr kyn­líf­inu okk­ar. Að taka sér helg­ar­frí eða lengri ferð sam­an skap­ar rými til að tengj­ast á dýpri hátt, sleppa tak­inu á dag­leg­um áhyggj­um og end­ur­nýja ástríðuna. Nýtt um­hverfi, minni trufl­un og rými fyr­ir ást og æv­in­týri geta gert krafta­verk fyr­ir kyn­lífið.



Kynlíf í breyttu umhverfi getur verið málið.
Kyn­líf í breyttu um­hverfi get­ur verið málið. Ljós­mynd/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda