Kryddaðu kynlífið með þessum tíu ráðum

Fólk elskar gott og heilbrigt kynlíf.
Fólk elskar gott og heilbrigt kynlíf. Ljósmynd/Unsplash

Það eru margar spennandi leiðir til að endurvekja neistann og viðhalda ástríðunni í sambandinu, hvort sem það er innan veggja svefnherbergins eða utan.

Hér má finna nokkur góð ráð frá sérfræðingum sem geta hjálpað til við að krydda ástarlífið og auka unaðinn.

Deilið fantasíum

Að opna sig um langanir og fantasíur getur verið frábær leið til að dýpka og bæta spennu í sambandið. Ræðið saman um hvað kveikir í ykkur, prófið að lesa eða horfa á erótískt efni og finnið út hvaða nýjungar þið getið hugsað ykkur að prófa.

Fantasíur í kynlífi er frábær lausn til að halda í …
Fantasíur í kynlífi er frábær lausn til að halda í spennu mbl.is/Thinkstockphotos

Hlutverkaleikir 

Hlutverkaleikir geta verið frábær leið til að bæta spennu og sköpunargleði í svefnherberginu, að setja sig í annað hlutverk og skapa nýtt handrit fyrir kvöldið. Það eru alls konar hugmyndir sem hægt er að endurskapa saman í rúminu; kennari og nemandi, yfirmaður og starfsmaður eða bara leyfa ímyndunaraflinu að ráða för með hvaða hlutverk þið tileinkið ykkur.

Að bæta skemmtilegum kynlífstækjum getur ýtt undir spennu og unaði.
Að bæta skemmtilegum kynlífstækjum getur ýtt undir spennu og unaði. Ljósmynd/Colourbox

Rólegt kynlíf (e. Mindful sex)

Þetta snýst um að vera algjörlega til staðar í augnablikinu, njóta snertingarinnar, tilfinninganna og upplifunarinnar án truflana. Í daglegu lífi er auðvelt að láta hugann reika, en að hægja á sér og upplifa hvert smáatriði getur dýpkað og aukið unaðinn.

Nærbuxna-kynlífstæki 

Farðu með unaðinn út úr húsi með því að nota fjarstýrt kynlífstæki, eins og kraftmikið fjarstýrt egg, en þá er öll stjórn í höndum makans. Það er hin fullkomna blanda af spennu, leynd, ánægju og unað. 

Kynlíf er alls konar.
Kynlíf er alls konar. Unsplash.com/Taras

Kynlífsöpp

Tæknin hefur gert það auðveldara en nokkru sinni fyrr að bæta spennu í sambandið, og kynlífsöpp geta verið frábær leið til að prófa nýja hluti, eiga opnari samskipti og auka lostann á einfaldan hátt. Hvort sem það er kynlífsspil eða skemmtilegt app.

Rannsóknir sýna að kynlíf einu sinni í viku virðist vera …
Rannsóknir sýna að kynlíf einu sinni í viku virðist vera galdurinn. mbl.is/Colourbox

Forleikur

Forleikur er stór hluti af kynlífi, en því miður er það hunsað oft: „Ekki einblína bara á kynlífið sjálft. Ímyndaðu þér hversu náið það væri að sleikja eða kyssa líkama makans frá toppi til táar áður en kynlífið hefst,“ segir kynlífsfræðingurinn Lyndsey Murray.

7Nýjar kynlífsstellingar

Kynlíf er spennandi og býður upp á endalausa möguleika. Það er því um að gera að prófa nýjar stellingar og uppgötva hvað hentar best til að kveikja í ástríðuhitanum.

Nánd í gegnum kynlíf er nauðsynlegur þáttur af lífinu ef …
Nánd í gegnum kynlíf er nauðsynlegur þáttur af lífinu ef marka má sérfræðinga. mbl.is/Colourbox

Bætið nýrri upplifun við trúboðastellinguna 

Trúboðastellingin er klassísk af ástæðu, hún er þægileg, náin og hentar flestum. En ef ykkur langar að bæta smá fjölbreytni við hana, þá eru til ýmsar leiðir til að gera hana enn meira örvandi. 

Einföld leið til að auka tengingu er að viðtakandinn vefji fótunum utan um makann, sem eykur líkamlega tengingu og færir ykkur enn nær hvort öðru. Þetta veitir meiri snertingu og getur aukið unaðinn fyrir báða aðila.

Nýtt sjónarhorn

Kynlíf með spegli er frábær leið til að auka lostann og njóta ástar frá nýju sjónarhorni. Að horfa á sjálfan sig og maka í spegli getur verið ótrúlega örvandi og aukið bæði sjálfsöryggi og tengingu í augnablikinu.

Helgarferð

Stundum er það streitan sem dregur úr kynlífinu okkar. Að taka sér helgarfrí eða lengri ferð saman skapar rými til að tengjast á dýpri hátt, sleppa takinu á daglegum áhyggjum og endurnýja ástríðuna. Nýtt umhverfi, minni truflun og rými fyrir ást og ævintýri geta gert kraftaverk fyrir kynlífið.



Kynlíf í breyttu umhverfi getur verið málið.
Kynlíf í breyttu umhverfi getur verið málið. Ljósmynd/Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda