Oftast hafa karlar engan grun um yfirvofandi skilnað

Skilnaðir koma stundum fólki að óvöru.
Skilnaðir koma stundum fólki að óvöru. mbl.is/Colourbox

„Upp úr þurru, á miðjum aldri, ákvað kon­an mín að fara frá mér. Sama kom svo fyr­ir flesta karl­kyns vini mína,“ seg­ir Simon Mills í pistli sín­um á Daily Mail.

„Ný­lega var fjallað um í fjöl­miðlum að kon­ur á aldr­in­um 40 til 60 ára væru í und­an­tekn­inga til­vik­um ham­ingju­sam­ar í sam­bönd­um sín­um. Einn viðmæl­and­inn hafði verið með manni sín­um síðan þau voru ung­ling­ar og kvartaði nú und­an því hversu ólík þau væru orðin. Hann vildi bara vera heima og drekka bjór á meðan hún velti því fyr­ir sér hvort lífið byði ekki upp á meira.“

„Hvað gerðist hjá þess­um körl­um? Ef maður spyr kon­urn­ar þá myndu þær segja að þeir væru úrill­ir, óþroskaðir, skap­stygg­ir, leggja sig ekki fram á heim­il­inu og deila ekki ábyrgðinni hvað börn­in varðar. Allt þetta átti við um mig,“ seg­ir Mills.

„Það er margt sem karl­ar fara í gegn­um. Okk­ur finnst lífið vera að renna okk­ur úr greip­um og höf­um áhyggj­ur af því að hafa valið rangt og skuld­bundið okk­ur of snemma. Kyn­lífið er einnig minna og okk­ur finnst við ekki metn­ir að verðleik­um.“

„Ég og eig­in­kon­an vor­um gift í tutt­ugu ár og vor­um fyrst í okk­ar vina­hóp til þess að skilja. Við virðumst hafa komið af stað hrinu skilnaða. Árið 2022 var meðallengd hjóna­banda sem enduðu í skilnaði 12,9 ár og flest­ir gifta sig um þrítugt. Þetta þýðir að það er fjöld­inn all­ur af fólki á lausu í kring­um fer­tugt og fimm­tugt.“

„Flest­ir vina minna sáu ekki skilnaðinn fyr­ir. Oft­ar en ekki voru eig­in­kon­urn­ar bún­ar að ákveða skilnaðinn fyr­ir löngu. Þeir virðast hafa verið síðast­ir til þess að frétta um hann. Þetta er það sem ger­ist oft­ast.“

„Ef karl­ar eiga frum­kvæðið þá er það oft­ast vegna þess að þeir eru komn­ir með nýja konu eða eru hrædd­ir um að lífið sé að renna þeim úr greip­um og þeir geta ekki hgusað sér að vera með ein­hverri sem pirr­ar þá óstjórn­lega og læt­ur þá finn­ast eins og þeir séu ekki elskaðir.“

„Þeir sem skilja skipt­ast í tvo flokka. Þeir sem skildu vegna til­komu nýs aðila sem ger­ir þá ham­ingju­sama og svo þeir sem skilja því kon­urn­ar fundu ham­ingj­una ann­ars staðar eða vegna þess að hjóna­bandið rann sitt skeið. Þeir sem hófu nýtt líf með nýj­um maka voru ham­ingju­sam­ast­ir.“

„Aldrei skal þó van­meta hversu erfitt er að skilja. Það mun taka sinn toll bæði til­finn­inga­lega og fjár­hags­lega í fleiri ár á eft­ir. En það eru leiðir til þess að finna ást­ina og in­ter­netið hef­ur gjör­breytt leikn­um. Kannski hef­ur kona sagt manni í gegn­um árin hversu gagns­laus maður er en sann­leik­ur­inn er sá að það eru þúsund kon­ur þarna úti sem eru kannski ekki sama sinn­is. Þegar maður fatt­ar það þá opn­ast nýr heim­ur tæki­færa. En þetta virk­ar ekki fyr­ir alla og það er mik­il­vægt að und­ir­búa sig fyr­ir það að vera einn. Ef þér fannst þú vera einn í hjóna­band­inu þá áttu kannski eft­ir að vera enn meira einmana frá­skil­inn. Heim­ur manns minnk­ar til mik­illa muna, maður býr í minni íbúð, hef­ur minna til ráðstöf­un­ar og vina­hring­ur­inn minnk­ar.“

„Eitt sinn sagði skilnaðarlög­fræðing­ur mér að hún gæti aldrei farið í frí í kring­um hátíðarn­ar því þegar fólk var búið að eyða jól­um sam­an kom­ast marg­ir að því að það get­ur ekki hangið í sam­band­inu í eina sek­úndu í viðbót. Þess vegna skilja svo marg­ir í janú­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda