Sigríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, gaf eiginmanni sínum, Sævari Eyjólfssyni, svarthvíta, listræna nektarmynd af sjálfri sér í jólagjöf.
Hún deildi listaverkinu með fylgjendum sínum á Instagram og sagðist vera hugfangin af sjálfsmyndum.
Sigga Dögg hræðist ekki nekt og er dugleg að fagna náttúrulegri fegurð líkamans heima við og á ferðalögum.
„Sjálfsmynd
Ég er hugfangin af sjálfsmyndum þessa dagana en þessa gaf ég Sævari í jólagjöf.
Ég sé þessa fyrir mér flennistóra á hvítum vegg í galleríi og það væri svo gaman að heyra hugrenningar fólks í tengslum við hana.
En já - þetta sjálfsmyndadæmi byrjaði eiginlega þegar ég fór að ferðast ein og þá opnaðist sjálfurinn fyrir mér og margbreytileiki eigin andlits og augna.
En ég þoldi það ekki sjálfur í mörg ár enda átti ég erfitt með að horfa í spegil á þeim tíma.
Og nú hef ég gaman af sjálfum - allskonar sjálfum, líka tásusjálfum og „ljótum” sjálfum og bara æ, lifi allskonar! Líka allskonar ég!“ skrifaði Sigga Dögg við færsluna.