Þórdís Lóa kynntist eiginmanninum á stefnumótasíðu

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pétur Jónsson.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pétur Jónsson. Skjáskot/Instagram

Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Á öðrum bjór í umsjón þeirra Natans Kolbeinssonar og Erlings Sigvaldasonar ræddu þeir við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar í Reykjavík.

Stjórnmálakonan opnaði sig um einkalíf sitt og greindi frá því að hún hefði kynnst eiginmanni sínum, rekstrarhagfræðingnum Pétri Jónssyni, á íslensku stefnumótasíðunni einkamál.is.

„Um áramótin 2000 til 2001 var ég bara einhleyp skvísa og hafði það gott með einn lítinn þriggja ára strák. En mér fannst alveg tími til kominn að ég ætti svona „lover“.

Maður var svo tæknivæddur á þessum tíma að maður fór náttúrlega á alnetið og rakleitt inn á hið frábæra stefnumótaprógramm sem var einkamál.is,“ sagði Þórdís Lóa sem viðurkenndi að hafa skráð sig inn á síðuna undir fölsku nafni líkt og aðrir gerðu.

„Ég var Carola.“

Var send á námskeið í daðri

Systir Þórdísar Lóu, Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona og Eurovision-fari, var hæstánægð með ákvörðun eldri systur sinnar en hún ákvað þó að senda hana á námskeið í daðri áður en hún dembdi sér í hina djúpu laug rómantíkur.

„Systir mín var búin að segja mér að strákar væru hræddir við mig. Ég fór sjúklega sæt niður í bæ, brosti mínu blíðasta þegar ég fór á barinn og spjallaði við strákana, en áður en ég vissi af var ég farin að rökræða við þá um pólitík og skamma þá fyrir að vera ekki nógu mannréttindalega sinnaðir, sagði hún og hló.“

Þórdís Lóa fór á svokallað daður- og glyðrunámskeið hjá yngri systur sinni stuttu áður en hún kynntist eiginmanni sínum. Námskeiðið skilaði tilætluðum árangri, en Þórdís Lóa og Pétur fögnuðu 20 ára brúðkaupsafmæli sínu í ágúst á síðasta ári.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda