„Það besta við kynlíf á fimmtugsaldri er frelsið“

Kate Hudson var glæsileg á frumsýningu nýju Netflix-þáttaraðarinnar, Running Point, …
Kate Hudson var glæsileg á frumsýningu nýju Netflix-þáttaraðarinnar, Running Point, í Los Angeles á dögunum. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Kate Hudson, sem er best þekkt fyr­ir hlut­verk í kvik­mynd­um á borð við Almost Famous, How to Lose a Guy in 10 Days, Bri­de Wars og Glass Oni­on, talaði op­in­skátt um einka­líf sitt, þá sér­stak­lega um kyn­líf á fimm­tugs­aldri, í viðtali við tíma­ritið Bustle nú á dög­un­um.

Hudson, sem er 45 ára göm­ul, hef­ur alltaf talað mjög op­in­skátt um sam­bönd sín, kyn­líf, fjöl­skyldu­líf og fleira per­sónu­legt, enda þykir henni afar mik­il­vægt að tala um hlut­ina eins og þeir eru.

„Það besta við kyn­líf á fimmtu­dags­aldri, satt best að segja, er frelsið,” sagði Hudson.

„Kyn­líf á ekk­ert að vera fal­legt og að mínu mati þá verður það bara skemmti­legra með aldr­in­um.“

Fann rétta mann­inn

Hudson, sem er þriggja barna móðir, er trú­lofuð tón­list­ar­mann­in­um og leik­ar­an­um Danny Fujikawa, en parið trú­lofaði sig árið 2021 eft­ir fimm ára sam­band.

Hún seg­ir Fujikawa skilja hegðun sína, þarf­ir og þrár.

„Guði sé lof! Hann ræður við þetta. Ég hitti loks rétta mann­inn,” sagði leik­kon­an.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Bustle (@bustle)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda