Hvort eru breskir eða bandarískir karlmenn betri?

Breskir karlmenn þykja smekklegri en bandarískir. Það kallast James Bond …
Breskir karlmenn þykja smekklegri en bandarískir. Það kallast James Bond áhrifin. LEON NEAL

Pistlahöfundur Daily Mail, Christina Ford rithöfundur, veltir því fyrir sér hvort breskir eða bandarískir karlmenn séu betri. 

Í umfjölluninni er sjónum beint að vissum þáttum í fari breskra og bandarískra karla og konur þurfa að gera upp við sig hvað þeim þykir mikilvægast:

Hvernig þeir nálgast þig

Bretar: „Þeir almennt forðast að nálgast þig nema þeir séu komnir á þriðja bjór og vinirnir ýta við honum. Daður stíll karlanna er látlaus og næstum tilviljanakenndur. Ímyndið ykkur Hugh Grant og hans klaufalegu tilburði í nær öllum kvikmyndum hans.“

Bandaríkjamenn: „Þeir koma sér beint að efninu. Koma til manns, kynna sig, hrósa manni og biðja um símanúmer. Þeir eru sjálfsöruggir og eiga ekkert erfitt með að gefa færi á sér.“

Mannasiðir

Bretar: „Breskt samfélag er byggt á góðum mannasiðum. Aldargamlar hefðir eru í hávegum hafðar þannig að breskir karlmenn standa upp fyrir konum, opna dyr og ganga götumegin gangstéttarinnar til þess að verja þig frá umferðinni. Þeir gera þetta allt án þess að búast við orðu.“

Bandaríkjamenn: „Þeir hafa ekki sama skynbragð á almennri kurteisi og eiga það til að tala fjálglega um hlutabréfastöðu sína eða hvað þeir lyfta miklu í ræktinni.“

Fatastíllinn

Bretar: „Breskir karlmenn eru smekklegri og mjög „metrosexual“ og evrópskari en samt ekki líkt og franskir eða ítalskir karlmenn. James Bond áhrifin eru þar áberandi.“

Bandaríkjamenn: „Hettupeysa og derhúfa er algengur klæðnaður karla fyrir stefnumót. Almáttugur. Skítugir strigaskór eru svo eitthvað sem fyrirgefst ekki.“

Samskiptin

Bretar: „Ef þér finnst gaman í leiknum sem kallast „var þetta daður eða bara almenn kurteisi?“ Þá eru breskir karlar málið. Þið megið eiga von á hráum húmor og óljósum skilaboðum um að taka drykk einhvern tímann.“

Bandaríkjamenn: „Ef þeir hafa áhuga þá svara þeir þér alltaf til baka. Stundum jafnvel áður en þú kemur heim af stefnumótinu. Aftur á móti eru þeir líka líklegir til þess að hætta samskiptum án fyrirvara.“

Fyrsta stefnumótið

Bretar: „Það er lítill frumleiki í staðarvali stefnumótarins. Yfirleitt bjóða þeir manni bara á pöbbinn.“

Bandaríkjamenn: „Þeir eru frumlegri. Bjóða ýmst í kaffi eða drykk á hinum og þessum stöðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda