Hvort eru breskir eða bandarískir karlmenn betri?

Breskir karlmenn þykja smekklegri en bandarískir. Það kallast James Bond …
Breskir karlmenn þykja smekklegri en bandarískir. Það kallast James Bond áhrifin. LEON NEAL

Pistla­höf­und­ur Daily Mail, Christ­ina Ford rit­höf­und­ur, velt­ir því fyr­ir sér hvort bresk­ir eða banda­rísk­ir karl­menn séu betri. 

Í um­fjöll­un­inni er sjón­um beint að viss­um þátt­um í fari breskra og banda­rískra karla og kon­ur þurfa að gera upp við sig hvað þeim þykir mik­il­væg­ast:

Hvernig þeir nálg­ast þig

Bret­ar: „Þeir al­mennt forðast að nálg­ast þig nema þeir séu komn­ir á þriðja bjór og vin­irn­ir ýta við hon­um. Daður stíll karl­anna er lát­laus og næst­um til­vilj­ana­kennd­ur. Ímyndið ykk­ur Hugh Grant og hans klaufa­legu til­b­urði í nær öll­um kvik­mynd­um hans.“

Banda­ríkja­menn: „Þeir koma sér beint að efn­inu. Koma til manns, kynna sig, hrósa manni og biðja um síma­núm­er. Þeir eru sjálfs­ör­ugg­ir og eiga ekk­ert erfitt með að gefa færi á sér.“

Mannasiðir

Bret­ar: „Breskt sam­fé­lag er byggt á góðum mannasiðum. Ald­argaml­ar hefðir eru í há­veg­um hafðar þannig að bresk­ir karl­menn standa upp fyr­ir kon­um, opna dyr og ganga götu­meg­in gang­stétt­ar­inn­ar til þess að verja þig frá um­ferðinni. Þeir gera þetta allt án þess að bú­ast við orðu.“

Banda­ríkja­menn: „Þeir hafa ekki sama skyn­bragð á al­mennri kurt­eisi og eiga það til að tala fjálg­lega um hluta­bréfa­stöðu sína eða hvað þeir lyfta miklu í rækt­inni.“

Fata­stíll­inn

Bret­ar: „Bresk­ir karl­menn eru smekk­legri og mjög „metrosex­ual“ og evr­ópsk­ari en samt ekki líkt og fransk­ir eða ít­alsk­ir karl­menn. James Bond áhrif­in eru þar áber­andi.“

Banda­ríkja­menn: „Hettupeysa og der­húfa er al­geng­ur klæðnaður karla fyr­ir stefnu­mót. Al­mátt­ug­ur. Skít­ug­ir striga­skór eru svo eitt­hvað sem fyr­ir­gefst ekki.“

Sam­skipt­in

Bret­ar: „Ef þér finnst gam­an í leikn­um sem kall­ast „var þetta daður eða bara al­menn kurt­eisi?“ Þá eru bresk­ir karl­ar málið. Þið megið eiga von á hrá­um húm­or og óljós­um skila­boðum um að taka drykk ein­hvern tím­ann.“

Banda­ríkja­menn: „Ef þeir hafa áhuga þá svara þeir þér alltaf til baka. Stund­um jafn­vel áður en þú kem­ur heim af stefnu­mót­inu. Aft­ur á móti eru þeir líka lík­leg­ir til þess að hætta sam­skipt­um án fyr­ir­vara.“

Fyrsta stefnu­mótið

Bret­ar: „Það er lít­ill frum­leiki í staðar­vali stefnu­mót­ar­ins. Yf­ir­leitt bjóða þeir manni bara á pöbb­inn.“

Banda­ríkja­menn: „Þeir eru frum­legri. Bjóða ýmst í kaffi eða drykk á hinum og þess­um stöðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda