Það hafa sjaldan verið eins margir sjarmerandi menn á lausu eins og akkúrat núna. Þess vegna er ráð að taka saman lista yfir þá allra eftirsóttustu. Það er kannski ekkert eitt sem einkennir þessa menn annað en að þeir elska lífið og vilja nóta þess til fulls.
Friðrik, betur þekktur undir listamannsnafninu Floni, er einn af fremstu listamönnum landsins um þessar mundir. Hann er nýbúinn að gefa út nýja plötu sem tók heil fimm ár í vinnslu, enda leggur hann mikið upp úr því að vanda hvert einasta skref og gera allt sem hann gerir eins vel og hann getur.
Reynir eigandi fjárfestingarfélagsins InfoCapital er fyrirferðarmikill í íslensku viðskiptalífi. Hann er ævintýramaður sem kann að lifa lífinu. Á dögunum sagði hann frá því í viðtali hvernig hann hefði breytt um takt til að fá meira út úr lífinu.
Blær er ungur og efnilegur drengur með bjarta framtíð. Hann er ekki aðeins liðtækur handboltamaður heldur einnig leikari og sálfræðinemi, sem sýnir hversu fjölhæfur hann er.
Rapparinn Kristmundur Axel Kristmundsson þekkir vel til lífsins í sviðsljósinu og tónlistin á allan hug hans. Samhliða tónlistinni hefur hann unnið í fjölbreyttum verkefnum hjá FM957, sem gefur honum gott yfirlit yfir íslenska skemmtana- og menningarheiminn. Kristmundur er einlægur, efnilegur og með fjölbreytta lífsreynslu.
Kristján Einar, oftast kallaður Kleini, er sjómaður og eigandi húsgagnaverslunar sem selur notuð húsgögn – verkefni sem hann hefur verið að vinna að með fullum krafti. Kleini hefur verið í sviðsljósinu síðustu ár af ýmsum ástæðum og segist nú vera hæstánægður með lífið.
Guðmundur er sjóðsstjóri í eignastýringu hjá félaginu SIV en starfaði áður hjá VÍS sem sérfræðingur í fjárfestingum. Hann er ekki aðeins með glæsilegan starfsferil að baki heldur leggur hann einnig mikla áherslu á heilsuna, en Guðmundur æfir CrossFit og keppti á sínu fyrsta Íslandsmóti í lok árs 2024.
Ísleifur Atli, betur þekktur sem ISSi, er ungur, efnilegur og metnaðarfullur tónlistarmaður sem hefur látið verulega til sín taka upp á síðkastið. Nýjasta útspil hans er lagið „Gleyma“, sem hann gaf út í samstarfi við tónlistarmanninn Valdimar og hefur slegið rækilega í gegn.
Nökkvi er ungur og efnilegur maður sem hefur náð miklum árangri. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í tölvunar- og gagnafræði frá Yale-háskólanum sumarið 2023 og starfar nú í Lissabon í Portúgal sem forstjóri GAIMIN.