Einhleypir og eftirsóttir akkúrat núna

Friðrik Róbertsson, Reynir Grétarsson, Blær Hinriksson og Ísleifur Atli Mattíhasson.
Friðrik Róbertsson, Reynir Grétarsson, Blær Hinriksson og Ísleifur Atli Mattíhasson. Samsett mynd

Það hafa sjald­an verið eins marg­ir sjarmer­andi menn á lausu eins og akkúrat núna. Þess vegna er ráð að taka sam­an lista yfir þá allra eft­ir­sótt­ustu. Það er kannski ekk­ert eitt sem ein­kenn­ir þessa menn annað en að þeir elska lífið og vilja nóta þess til fulls. 

Friðrik Ró­berts­son - 27 ára

Friðrik, bet­ur þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Floni, er einn af fremstu lista­mönn­um lands­ins um þess­ar mund­ir. Hann er ný­bú­inn að gefa út nýja plötu sem tók heil fimm ár í vinnslu, enda legg­ur hann mikið upp úr því að vanda hvert ein­asta skref og gera allt sem hann ger­ir eins vel og hann get­ur.

Floni, einn af fremstu listamönnum landsins.
Floni, einn af fremstu lista­mönn­um lands­ins. Morg­un­blaðið/​Eggert

Reyn­ir Grét­ars­son - 52 ára

Reyn­ir eig­andi fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins In­foCapital er fyr­ir­ferðar­mik­ill í ís­lensku viðskipta­lífi. Hann er æv­in­týramaður sem kann að lifa líf­inu. Á dög­un­um sagði hann frá því í viðtali hvernig hann hefði breytt um takt til að fá meira út úr líf­inu. 

Reynir Grétarsson er ævintýramaður sem kann að njóta lífsins.
Reyn­ir Grét­ars­son er æv­in­týramaður sem kann að njóta lífs­ins. mbl.is/​Karítas

Blær Hinriks­son - 23 ára

Blær er ung­ur og efni­leg­ur dreng­ur með bjarta framtíð. Hann er ekki aðeins liðtæk­ur hand­boltamaður held­ur einnig leik­ari og sál­fræðinemi, sem sýn­ir hversu fjöl­hæf­ur hann er. 

Blær Hinriksson er hávaxinn og glæsilegur.
Blær Hinriks­son er há­vax­inn og glæsi­leg­ur. Skjá­skot/​In­sta­gram

Krist­mund­ur Axel Krist­munds­son - 31 árs

Rapp­ar­inn Krist­mund­ur Axel Krist­munds­son þekk­ir vel til lífs­ins í sviðsljós­inu og tón­list­in á all­an hug hans. Sam­hliða tón­list­inni hef­ur hann unnið í fjöl­breytt­um verk­efn­um hjá FM957, sem gef­ur hon­um gott yf­ir­lit yfir ís­lenska skemmt­ana- og menn­ing­ar­heim­inn. Krist­mund­ur er ein­læg­ur, efni­leg­ur og með fjöl­breytta lífs­reynslu.

Rapparinn Kristmundur Axel.
Rapp­ar­inn Krist­mund­ur Axel.

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son - 27 ára

Kristján Ein­ar, oft­ast kallaður Kleini, er sjó­maður og eig­andi hús­gagna­versl­un­ar sem sel­ur notuð hús­gögn – verk­efni sem hann hef­ur verið að vinna að með full­um krafti. Kleini hef­ur verið í sviðsljós­inu síðustu ár af ýms­um ástæðum og seg­ist nú vera hæst­ánægður með lífið.

Kleini, hæstánægður með lífið.
Kleini, hæst­ánægður með lífið. Skjá­skot/​In­sta­gram

Guðmund­ur Odd­ur Ei­ríks­son - 30 ára

Guðmund­ur er sjóðsstjóri í eign­a­stýr­ingu hjá fé­lag­inu SIV en starfaði áður hjá VÍS sem sér­fræðing­ur í fjár­fest­ing­um. Hann er ekki aðeins með glæsi­leg­an starfs­fer­il að baki held­ur legg­ur hann einnig mikla áherslu á heils­una, en Guðmund­ur æfir Cross­Fit og keppti á sínu fyrsta Íslands­móti í lok árs 2024.

Guðmundur, sjóðssstjóri SIV í góðu standi.
Guðmund­ur, sjóðss­stjóri SIV í góðu standi. Skjá­skot/​In­sta­gram

Ísleif­ur Atli Mattías­son - 23 ára

Ísleif­ur Atli, bet­ur þekkt­ur sem ISSi, er ung­ur, efni­leg­ur og metnaðarfull­ur tón­list­armaður sem hef­ur látið veru­lega til sín taka upp á síðkastið. Nýj­asta út­spil hans er lagið „Gleyma“, sem hann gaf út í sam­starfi við tón­list­ar­mann­inn Valdi­mar og hef­ur slegið ræki­lega í gegn. 

ISSI, ungur og efnilegur tónlistamaður hér á ferð.
ISSI, ung­ur og efni­leg­ur tón­listamaður hér á ferð. Skjá­skot/​In­sta­gram

Nökkvi Dan Elliðason - 27 ára

Nökkvi er ung­ur og efni­leg­ur maður sem hef­ur náð mikl­um ár­angri. Hann út­skrifaðist með meist­ara­gráðu í tölv­un­ar- og gagna­fræði frá Yale-há­skól­an­um sum­arið 2023 og starfar nú í Lissa­bon í Portúgal sem for­stjóri GAIM­IN.

Forstjóri GAIMIN, Nökkvi Dan.
For­stjóri GAIM­IN, Nökkvi Dan. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda