Þetta er það sem vantar í kynlífið

Það er gott að byrja á því að koma sér …
Það er gott að byrja á því að koma sér í gírinn mörgum klukkutímum áður en að kynlíf hefst. mbl.is/Thinkstockphotos

Mikið er rætt um stellingar, tækni og tíðni. Þá er enginn skortur á ráðum um hvernig á að standa sig í rúminu. Það sem vantar er hins vegar eitthvað sem er óáþreifanlegt en algjörlega ómissandi samkvæmt sérfræðingum og það er nándin.

Kannanir sýna að margir fara á mis við nánd þegar kemur að kynlífi en samkvæmt kynlífsrannsókn Body&Soul árið 2024 þá sögðust þátttakendur helst þrá nánd frekar en allt annað. 

Kynlífsráðgjafar taka undir þessa afstöðu. 

„Ég sé þetta mjög mikið. Margir elska makann sinn en þeim líður samt eins og eitthvað skorti. Þegar maður skoðar svo kynlífið þeirra þá segjast þau vera að stunda kynlíf en það sé bara ekki eins og áður. Það er vegna þess að kynlíf án nándar er bara eins og hver önnur frammistaða frekar en upplifun,“ segir Chantelle Otten í pistli sínum á Body&Soul.

„Nánd er ekki bara um kynlíf. Þetta snýst um að skapa tengsl og traust. Vera öruggur og séður. Að einhver virði mann innan svefnherbergis og utan þess. Það eru til ólíkar tegundir af nánd og ef ein gerð vantar þá getur það bitnað á kynlífinu.“

Ólíkar tegundir nándar

  • Tilfinningaleg nánd snýst um að deila tilfinningum sínum og vera berskjaldaður.
  • Líkamleg nánd snýst um snertingu sem er ekki af kynferðislegum toga eins og að haldast í hendur, faðmast og kyssast án þess að það leiði til kynlífs.
  • Kynferðisleg nánd er að tjá langanir sínar og finna til öryggis á meðan verið er að veita og þiggja.
  • Andleg nánd snýst um að tala saman um dýpri málefni hugans og deila hugmyndum.

„Svo vandast málin þegar lífið gerist. Það er of mikill hraði í samfélaginu og samfélagsmiðlar taka sinn toll. Það er auðveldara að vera í símanum en að skapa nánd með þeim sem standa manni nærri.“

„Rannsóknir sýna að nánd þróast ólíkt eftir sambandsformum. Í gagnkynhneigðum samböndum þá upplifa karlmenn nánd í gegnum snertingu á meðan konur vilja upplifa nánd áður en til kynlífs kemur. Þessi munur getur skapað togstreitu. Hjá samkynhneigðum pörum þá er þetta allt spurning um samskipti og rannsóknir sýna að þau eiga það til að vera duglegri að tjá langanir sínar á opinskáan hátt sem leiðir til betra kynlífs.“

Leiðir að meiri nánd

  • Nándin byrjar utan svefnherbergis
  • Berskjöldun er æsandi
  • Hægðu á öllu - meiri forleikur
  • Leiktu þér
  • Fyrst nánd, svo kynlíf
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda