Ekki leyfa huganum að reika í kynlífi

Kynlíf er alls konar.
Kynlíf er alls konar. Unsplash.com/Taras

Hvernig á að passa að hugurinn reiki ekki á meðan verið er að stunda kynlíf?

Til þess að njóta kynlífs verður maður að geta gleymt sér í stundinni. En hvað ef maður á erfitt með að halda fókus og hugurinn fer á rás? Sumir fara að hugsa um vinnuna á meðan aðrir fara að hugsa um næstu máltíð. Áður en maður veit af er ástríðan fyrir bí.

Mangala Holland, reyndur kynlífsþjálfi og höfundur bókarinnar Orgasms Made Easy, segir þetta vera algengt vandamál meðal kvenna. Þær eiga erfitt með að tengjast líkamanum á meðan á kynlífinu stendur. Stundum vegna samfélagslegra skilyrðinga þar sem þeim hefur verið kennt að finna til sektarkenndar fyrir að njóta kynlífs og að ánægja sé lúxus og að maður eigi að vera að gera eitthvað af viti. 

„Stundum er þetta streita eða áföll sem gera það að verkum að konur tékki sig út og eru fjarverandi. Svo bætist við að konur sjá um allt utanumhald heimilis og þar af leiðandi eru ekki til staðar kjöraðstæður fyrir afslöppun og kynlíf.“

Margir búa til innkaupalista í huganum meðan þeir stunda kynlíf. …
Margir búa til innkaupalista í huganum meðan þeir stunda kynlíf. Oftast konur. Ljósmynd/Colourbox

Nokkur góð ráð:

  • Ákveðin snerting getur dregið mann aftur í núið. Prófið að leggja flatan lófann á bringu makans og finnið hlýjuna streyma, hvernig bringan lyftist upp og niður í takt við andardráttinn og svo hjartsláttinn.
  • Breyttu um sjónarhorn. Stundum er gott að skipta um umhverfi, færa sig í sófann, á gólfið eða í standandi stöðu. Þetta getur kveikt aftur í spennunni.
  • Haldið augnsambandi og stynjið. Þetta dregur mann aftur í augnablikið.
  • Lýstu því sem þú ert að elska eins og hversu góð tilfinning fylgir hinu og þessu.
  • Æfing skapar meistarann. Ekki eltast við fullnægingu heldur einbeittu þér að því að halda fókus.
  • Gefðu þér góðan tíma. Ef þú veist að það er nægur tími þá ertu afslappaðri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda