Hvernig á að passa að hugurinn reiki ekki á meðan verið er að stunda kynlíf?
Til þess að njóta kynlífs verður maður að geta gleymt sér í stundinni. En hvað ef maður á erfitt með að halda fókus og hugurinn fer á rás? Sumir fara að hugsa um vinnuna á meðan aðrir fara að hugsa um næstu máltíð. Áður en maður veit af er ástríðan fyrir bí.
Mangala Holland, reyndur kynlífsþjálfi og höfundur bókarinnar Orgasms Made Easy, segir þetta vera algengt vandamál meðal kvenna. Þær eiga erfitt með að tengjast líkamanum á meðan á kynlífinu stendur. Stundum vegna samfélagslegra skilyrðinga þar sem þeim hefur verið kennt að finna til sektarkenndar fyrir að njóta kynlífs og að ánægja sé lúxus og að maður eigi að vera að gera eitthvað af viti.
„Stundum er þetta streita eða áföll sem gera það að verkum að konur tékki sig út og eru fjarverandi. Svo bætist við að konur sjá um allt utanumhald heimilis og þar af leiðandi eru ekki til staðar kjöraðstæður fyrir afslöppun og kynlíf.“