Sér ekki sólina fyrir sinni heittelskuðu

Glæsilegt par!
Glæsilegt par! Skjáskot/Instagram

Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, jafn­an kallaður Gummi kíró, fer ekki leynt með það hver á af­mæli í dag.

Sam­býl­is­kona hans, Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir, eig­andi íþrótta­vörumerk­is­ins Define The Line Sport, fagn­ar 34 ára af­mæli sínu í dag og birti Guðmund­ur fal­lega færslu í story á In­sta­gram-síðu sinni til heiðurs af­mæl­is­barn­inu.

Fyrstu kynni Guðmund­ar og Línu Birgittu áttu sér stað í rækt­inni og voru þau góðir vin­ir í nokk­ur ár áður en Amor hitti þau bæði í hjart­astað árið 2019. Parið trú­lofaði sig þrem­ur árum seinna, en Guðmund­ur fór á skelj­arn­ar í Tuileries-garðinum í Par­ís í októ­ber 2022.

Guðmund­ur deildi fal­legri mynd af sinni heitt­elskuðu með orðunum: „Mín heitt­elskaða á dag­inn í dag“ og birti einnig sæta para­mynd af þeim þar sem þau sjást rölta sam­an hönd í hönd.

Guðmund­ur, sem er sann­kallaður töframaður í eld­hús­inu, ætl­ar að sjálf­sögðu að dekra við Línu Birgittu í til­efni dags­ins og mun því töfra fram upp­á­halds­máltíðina henn­ar sem er græn­met­islasagne. Í eft­ir­rétt fær af­mæl­is­barnið heima­bakaða epla­köku.

Smart­land ósk­ar Línu Birgitta inni­lega til ham­ingju með dag­inn!

Lína Birgitta á afmæli í dag!
Lína Birgitta á af­mæli í dag! Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda