Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, og kærasti hennar, Med Laameri, bílasali í New York-borg, fögnuðu fimm mánaða sambandsafmæli sínu nú á dögunum.
Heiðdís Rós minntist dagsins í færslu á Instagram-síðu sinni og óskaði sínum heittelskaða til hamingju með afmælið í leiðinni.
„Ég óska besta vini mínum, sálufélaga og hinni einu sönnu ást lífs míns til hamingju með afmælið og fimm mánaða sambandsafmæli okkar. Ég hlakka til allra ævintýranna sem bíða okkar.
Ég elska þig alltaf og að eilífu, ástin mín. Ég get ekki beðið eftir að fagna afmælismánuðinum okkar,” skrifaði Heiðdís Rós við fallega mynd af parinu. Sjálf fagnar hún 37 ára afmæli sínu þann 23. mars næstkomandi.
Heiðdís Rós starfaði hérlendis við förðun áður en hún hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna. Hún rekur fyrirtækið The Dutchess Life VIP sem sér um lúxusferðir fyrir hina efnameiri í Ameríku.