Þegar makinn hefur engan metnað

Allir þurfa að vera á sömu bylgjulengd.
Allir þurfa að vera á sömu bylgjulengd. mbl.is/Thinkstockphotos

Susie Masterson, sálfræðingur sem sérhæfir sig í parasamböndum, hefur tekið eftir því hvaða áhrif það hefur á sambönd þegar annar aðilinn skortir metnað.

„Oft finnst öðrum eins og að sambandið hafi staðnað því hinn hafi ekki viljað efla sig og fá meira út úr lífinu. Löngunin að vilja vera með einhverjum sem sýnir metnað nær út fyrir bara frama og fjárráð. Hægt er að mæla metnað fólks á margan máta. Það að þyrsta í lífið er spennandi eiginleiki og heillandi. Hvort sem það snýr að áhugamálum, æfa sig fyrir maraþon eða vilja ferðast um heiminn.“

„Metnaðarleysi kristallast oft í stefnuleysi og getur valdið sambandi miklu álagi. Fólk virðist ekki stefna í sömu átt og ekki samtaka í lífinu. Fólk kannski fer að velta því fyrir sér hvort hinn aðilinn ætli bara að sitja heima og bíða á meðan hinn lifir lífinu.“

Metnaður er eiginleiki sem fólk leitast eftir í fari annarra þegar það er að leita að félaga. „Við vorum að tala um hvað við vildum fá út úr lífinu og hann kvartaði í sífellu undan vinnunni sinni. Þegar ég spurði hann hvað hann ætlaði að gera í því, þá sagðist hann ekki nenna að gera neitt í því. Það tæki því ekki. Þegar ég svo spurði hann út í áhugamál og markmið þá yppti hann bara öxlum og sagðist ekki eiga nein áhugamál. Þetta var svo fráhrindandi að ég hafði aldrei aftur samband,“ segir Jessica um mann sem hún hitti á stefnumóti.

„Það er hægt að vera í sambandi með einhverjum sem hefur minni metnað en þú svo lengi sem þú sért sáttur við það. Ef þú hefur metnaðinn þá viltu einhvern sem styður þig í því og hefur eitthvað fram að færa á annan hátt. Hann er kannski meira viðriðinn heimilishaldinu eða sér um að skipuleggja ferðalög. Það er gott að nota styrkleika hvors annars,“ segir Masterson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda