Þegar makinn hefur engan metnað

Allir þurfa að vera á sömu bylgjulengd.
Allir þurfa að vera á sömu bylgjulengd. mbl.is/Thinkstockphotos

Susie Master­son, sál­fræðing­ur sem sér­hæf­ir sig í para­sam­bönd­um, hef­ur tekið eft­ir því hvaða áhrif það hef­ur á sam­bönd þegar ann­ar aðil­inn skort­ir metnað.

„Oft finnst öðrum eins og að sam­bandið hafi staðnað því hinn hafi ekki viljað efla sig og fá meira út úr líf­inu. Löng­un­in að vilja vera með ein­hverj­um sem sýn­ir metnað nær út fyr­ir bara frama og fjár­ráð. Hægt er að mæla metnað fólks á marg­an máta. Það að þyrsta í lífið er spenn­andi eig­in­leiki og heill­andi. Hvort sem það snýr að áhuga­mál­um, æfa sig fyr­ir maraþon eða vilja ferðast um heim­inn.“

„Metnaðarleysi krist­all­ast oft í stefnu­leysi og get­ur valdið sam­bandi miklu álagi. Fólk virðist ekki stefna í sömu átt og ekki sam­taka í líf­inu. Fólk kannski fer að velta því fyr­ir sér hvort hinn aðil­inn ætli bara að sitja heima og bíða á meðan hinn lif­ir líf­inu.“

Metnaður er eig­in­leiki sem fólk leit­ast eft­ir í fari annarra þegar það er að leita að fé­laga. „Við vor­um að tala um hvað við vild­um fá út úr líf­inu og hann kvartaði í sí­fellu und­an vinn­unni sinni. Þegar ég spurði hann hvað hann ætlaði að gera í því, þá sagðist hann ekki nenna að gera neitt í því. Það tæki því ekki. Þegar ég svo spurði hann út í áhuga­mál og mark­mið þá yppti hann bara öxl­um og sagðist ekki eiga nein áhuga­mál. Þetta var svo frá­hrind­andi að ég hafði aldrei aft­ur sam­band,“ seg­ir Jessica um mann sem hún hitti á stefnu­móti.

„Það er hægt að vera í sam­bandi með ein­hverj­um sem hef­ur minni metnað en þú svo lengi sem þú sért sátt­ur við það. Ef þú hef­ur metnaðinn þá viltu ein­hvern sem styður þig í því og hef­ur eitt­hvað fram að færa á ann­an hátt. Hann er kannski meira viðriðinn heim­il­is­hald­inu eða sér um að skipu­leggja ferðalög. Það er gott að nota styrk­leika hvors ann­ars,“ seg­ir Master­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda