„Þetta er málefni sem auðvelt er að hneykslast yfir“

Valdimar Þór Svavarsson hefur starfað við ráðgjöf og meðferðarvinnu í …
Valdimar Þór Svavarsson hefur starfað við ráðgjöf og meðferðarvinnu í fjórtán ár og segir fjölást vera málefni sem auðvelt sé að hneykslast yfir. Samsett mynd/Aðsend/Alexander Grey

Valdi­mar Þór Svavars­son hef­ur starfað við ráðgjöf og meðferðar­vinnu í fjór­tán ár. Hann held­ur úti hlaðvarp­inu Meðvirknipodcastið.is, sem nýt­ur gríðarlegra vin­sælda, og rek­ur Fyrsta skrefið ásamt eig­in­konu sinni, Berg­lindi Magnús­dótt­ur fé­lags­ráðgjafa. Fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í meðferðar­vinnu og ráðgjafaþjón­ustu, sér­stak­lega hvað varðar meðvirkni, úr­vinnslu áfalla og sjálfs­efl­ingu frá ýms­um hliðum. 

Jafn­vel meðvirkni get­ur tal­ist lyk­il­atriði þegar kem­ur að fjölást en sam­kvæmt Valdi­mari eiga sam­bönd og sam­skipti fyrst og fremst að snú­ast um að ein­stak­ling­ar séu sam­kvæm­ir sjálf­um sér, setji eig­in mörk og fylgi þeim. 

Leit­ar fólk mikið til ykk­ar í tengsl­um við fjölást?

„Það hef­ur komið fólk til okk­ar sem velt­ir fjölást fyr­ir sér og er kannski að fást við verk­efni á borð við höfn­un, trúnaðarbrest o.s.frv., líkt og marg­ir upp­lifa, hvort sem þeir eru í fjölástar­sam­bönd­um eða ekki.“

Fjöl­kvæni er ólög­legt í ís­lensku sam­fé­lagi, eins og í flest­um lönd­um, á meðan fjölást­ir eru það ekki. „Kannski er fólk þá að finna ein­hvern far­veg sem stang­ast ekki á við lög og regl­ur,“ seg­ir Valdi­mar þegar hann er spurður um til­urð fjölást­ar.

„Þetta er mál­efni sem auðvelt er að hneyksl­ast yfir. Marg­ir spyrja sig ef­laust hvort þetta sé ekki bara tóm vit­leysa eða kyn­lífs­fíkn.“ 

„Það getur líka verið áhugavert að velta þessu fyrir sér, …
„Það get­ur líka verið áhuga­vert að velta þessu fyr­ir sér, hvaðan hug­mynd­in um að tveir ein­stak­ling­ar séu sam­an sé sprott­in,“ seg­ir Valdi­mar. Al­vin Mahmudov/​Unsplash

Fjölást, fjöl­kær og allt það

„Óhætt er að segja strax að þegar maður fer að skoða fjölást­ir þá er það ákveðin kan­ínu­hola. Það er til enda­laust af af­brigðum, skil­grein­ing­um, hug­tök­um og orðanotk­un, sem get­ur virkað mjög flókið þegar það er skoðað.“

En þetta er ekk­ert nýtt?

„Ég held þetta sé bara jafn gam­alt mann­in­um því all­ar sög­ur og heim­ild­ir segja að marg­ir hafi leitað út fyr­ir hefðbundið sam­bands­form og við höf­um alla tíð reynt að finna lín­ur fyr­ir okk­ar eðlis­hvat­ir, hversu langt við get­um farið með þær án þess að skaða okk­ur sjálf eða aðra.“

Valdi­mar deil­ir einnig vanga­velt­um um þetta hefðbundna sam­bands­form; tveir ein­stak­ling­ar sam­an í hjóna­bandi, sem telst eðli­leg­ast í sam­fé­lag­inu.

„Það er því alveg óhætt að segja að margt hafi …
„Það er því al­veg óhætt að segja að margt hafi breyst á stutt­um tíma varðandi all­ar skil­grein­ing­ar og hug­mynd­ir um ein­kvæni.“ Omar Lopez/​Unsplash

„Það get­ur líka verið áhuga­vert að velta þessu fyr­ir sér, hvaðan hug­mynd­in um að tveir ein­stak­ling­ar séu sam­an sé sprott­in. Orðið ein­kvæni þýðir í raun að vera með sama aðilan­um allt þitt líf. Fyrr á tím­um var það al­geng venja að stunda ekki kyn­líf fyrr en fólk gifti sig og er enn þannig í sum­um sam­fé­lög­um. Við sjá­um að þetta hef­ur breyst ansi mikið síðustu 50-60 árin og flest­ir í hinum vest­ræna heimi eiga fleiri en einn maka á lífs­leiðinni og mun al­geng­ara er að stunda kyn­líf al­veg óháð sam­bands­form­um. Það er því al­veg óhætt að segja að margt hafi breyst á stutt­um tíma varðandi all­ar skil­grein­ing­ar og hug­mynd­ir um ein­kvæni.“ 

Hann bæt­ir við að sam­fé­lagið sé orðið opn­ara með ýmsa hluti sem áður voru tabú. Þegar umræðan opn­ast get­ur það hljómað eins og mál­efnið sé að þenj­ast út. 

Samfélagið er orðið opnara með ýmsa hluti sem áður voru …
Sam­fé­lagið er orðið opn­ara með ýmsa hluti sem áður voru tabú, að sögn Valdi­mars. Mel­issa Askew/​Unsplash

Börn, lag­arammi og rétt­indi

Valdi­mar bend­ir á að „leik­regl­ur“ séu mis­mun­andi milli fólks og sam­banda. Ein teg­und fjölástar­sam­bands geti verið þegar hjóna­bandið er aðal­sam­bandið og fólk skuld­bind­ist því. Svo geti það átt í öðrum „auka­leg­um“ sam­bönd­um, þó telji hann ólík­legt að fjöl­kær­ir ein­stak­ling­ar geti átt í mörg­um sam­bönd­um í einu: „Því við eig­um flest öll nóg með okk­ur sjálf.“

Spurður um börn fólks í fjölástar­sam­bönd­um seg­ir Valdi­mar auðvelt að blanda eig­in til­finn­ing­um í skoðan­irn­ar.

„Hins veg­ar ef ég hugsa út frá þörf­um barna, þá þurfa þau fyrst og fremst ást og kær­leika, at­hygli og heil­brigðan stuðning, og það er ekk­ert sem seg­ir að það sé ekki til staðar í svona sam­bönd­um.“ 

Valdi­mar bæt­ir við að vita­skuld ef óheiðarleiki sé til staðar inni á heim­il­inu geti það haft nei­kvæð áhrif á börn. „Líkt og allt annað óeðli­legt sem sær­ir viðkvæmt barn.“

Þá bend­ir hann á ann­an mögu­leika en það er að börn­in verði fyr­ir aðkasti frá jafn­öldr­um í skól­um o.s.frv. af því að þau búi við „öðru­vísi“ aðstæður. „En ann­ars hef ég ekki séð nein­ar rann­sókn­ir sem bein­ast að börn­um í svona sam­bönd­um.“

„Hins vegar ef ég hugsa út frá þörfum barna, þá …
„Hins veg­ar ef ég hugsa út frá þörf­um barna, þá þurfa þau fyrst og fremst ást og kær­leika, at­hygli og heil­brigðan stuðning, og það er ekk­ert sem seg­ir að það sé ekki til staðar í svona sam­bönd­um.“ Zach Lucero/​Unsplash

Svo ber að skoða ýmsa aðra fleti eins og rétt­indi fólks í fjölástar­sam­bönd­um. Til dæm­is þegar hjón sem eru í opnu sam­bandi eign­ast kær­ustu eða kær­asta, hvort sem viðkom­andi flytji inn á heim­ilið eða ekki, þá er spurn­ing hver verði rétt­indi þess þriðja aðila ef eitt­hvað kem­ur upp á og hvort viðkom­andi geti varið rétt sinn. 

„Það eru auðvitað lög og regl­ur um sam­bönd fólks sem snúa að t.d. um­gengni við börn, fram­færslu og arf, ef eitt­hvað kem­ur upp á. Rétt­ur­inn fell­ur ekki sjálf­krafa til aðila sem eiga börn og eru í óvígðri sam­búð. Eins hef­ur það áhrif ef fólk sem er í sam­bandi er ekki í skráðri sam­búð, þá nýt­ur það ekki sama rétt­ar og þeir sem eru með sam­búðina skráða. Kær­asti og kær­asta eiga eng­an skýr­an rétt til barns eða eigna í fjölástar­sam­bandi. Lög­in eru al­veg skýr.“

Geta þrír aðilar verið t.d. í skráðri sam­búð? 

„Sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um er ein­göngu gert ráð fyr­ir tveim­ur ein­stak­ling­um í skráðri sam­búð. Það hafa komið fram þings­álykt­un­ar­til­lög­ur um breyt­ing­ar á því á síðustu árum.“

„Kærasti og kærasta eiga engan skýran rétt til barns eða …
„Kær­asti og kær­asta eiga eng­an skýr­an rétt til barns eða eigna í fjölástar­sam­bandi. Lög­in eru al­veg skýr.“ eng­in akyurt/​Unsplash

Ábyrgð og heiðarleiki

Valdi­mar seg­ir að sam­kvæmt rann­sókn­um séu marg­ir sem seg­ist vel geta hugsað sér að vera í opnu sam­bandi, hins veg­ar séu miklu fleiri sem segj­ast vilja það held­ur en svo þeir sem láta verða af því. Hann bend­ir einnig á að yf­ir­leitt fari fólk í sam­band með þá vitn­eskju að vilji sé fyr­ir að sam­bandið verði opið, miklu frek­ar en að umræða um slíkt komi upp eft­ir kannski nokk­urra ára sam­band.

Mynd­irðu tengja fjölást á ein­hvern hátt við fram­hjá­hald?

„Nei, ekki sam­kvæmt þeim skil­grein­ing­um sem eru á þessu viðfangs­efni. Í fram­hjá­haldi er verið að brjóta trúnað og traust. Í þess­um fjölástar­sam­bönd­um er t.d. talað um „ENM“, þar sem heiðarleik­inn á að vera í for­grunni. ENM eða Et­hical Non-Monoga­my stend­ur fyr­ir heiðarlega fjölást sem á að þýða að aðilar hafi rætt sam­an um hvað þeir eru sátt­ir við, gert með sér ein­hvers kon­ar samn­ing og þá er þeim frjálst að fram­kvæma inn­an hans. En ef þeir gera svo eitt­hvað annað, þá gæti það tal­ist fram­hjá­hald.“

„Hvað vilt þú? Viltu vera með viðkomandi? Hvernig sambandi ert …
„Hvað vilt þú? Viltu vera með viðkom­andi? Hvernig sam­bandi ert þú að leita að? Og ertu til­bú­in að vera mögu­lega að taka þátt í fram­hjá­haldi?“ Bibhash (Polygon.Cafe) Banerj­ee/​Unsplash

Hver er helsta ábyrgð fólks í fjölástar­sam­bandi?

„Kann­an­ir sýna, þegar fólk í fjölástar­sam­bönd­um er spurt hvað skipti mestu máli, að mik­il­væg­ast sé að það ríki traust og heiðarleiki, að hlut­irn­ir séu rædd­ir. Tek­in sé ákvörðun um hvað sé leyfi­legt og hvað ekki. Kann­an­ir sýna einnig að mik­il­vægt sé að ræða af­brýðisemi sem get­ur komið upp og hvernig tak­ast eigi á við hana.“

En ábyrgð þriðja aðila sem vill taka þátt í slíku sam­bandi?

Það vakna auðvitað alltaf upp millj­ón spurn­ing­ar, að sögn Valdi­mars, eins og t.d. hvort sá sem seg­ist vera í opnu sam­bandi sé hrein­lega að segja satt eða ljúga. Að end­ingu snú­ist þetta aðeins um eitt atriði: „Hvað vilt þú? Viltu vera með viðkom­andi? Hvernig sam­bandi ert þú að leita að? Og ertu til­bú­in að vera mögu­lega að taka þátt í fram­hjá­haldi?“

Að lok­um ít­rek­ar Valdi­mar mik­il­vægi þess að vera sam­kvæm­ur sjálf­um sér. „Ef þú seg­ir já þegar þú vilt segja nei þá ertu að brjóta á þínum eig­in gild­um.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda