„Togstreitan situr í beinum barna“

Kristín Tómasdóttir fjölskyldufræðingur segir að fólk í stjúpfjölskyldu verði að …
Kristín Tómasdóttir fjölskyldufræðingur segir að fólk í stjúpfjölskyldu verði að hafa hag barnsins í forgrunni. Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Krist­ín Tóm­as­dótt­ir fjöl­skyldumeðferðarfræðing­ur seg­ir press­una sem skilnaðarfor­eldr­ar
finni gjarn­an fyr­ir í tengsl­um við stóra viðburði í lífi barns­ins vera al­gjör­lega óraun­hæfa. Ástæða séu fyr­ir að fólk skil­ur og að baki geti legið sær­indi sem ekki verði tek­in í burtu á augna­bliki. Hver fjöl­skylda þurfi að finna hvernig best sé að haga mál­um í kring­um t.d. ferm­ing­ar­veisl­una og ef tvær veisl­ur séu til þess falln­ar að fólk finni fyr­ir ör­yggi sé það
hið besta mál.

Krist­ín sér­hæf­ir sig aðallega í para­mál­um, en und­ir það falla m.a. skilnaðir, ný sam­bönd og sam­sett­ar fjöl­skyld­ur. Sjálf hef­ur Krist­ín reynslu af því síðast­nefnda þar sem hún átti dreng úr fyrra sam­bandi, og eig­inmaður henn­ar eina dótt­ur, þegar þau kynnt­ust.

Nú þegar líður að stór­um áfanga í lífi ferm­ing­ar­barna er ekki úr vegi að fá henn­ar inn­legg og álit á veislu­höld­um til heiðurs börn­um í skilnaðar- og sam­sett­um fjöl­skyld­um.

Eng­in sér­stök upp­skrift

„Það eru ekki til nein fræði um hvernig haga eigi veislu­höld­um í kring­um stóra sem smáa áfanga í lífi barna. Hjálp­leg­ast er að vega og meta aðstæður út frá hverri og einni fjöl­skyldu. Það sem reyn­ist einni fjöl­skyldu vel get­ur orðið al­gjör mar­tröð fyr­ir aðra,“ seg­ir Krist­ín og ít­rek­ar að mik­il pressa sé á frá­skild­um for­eldr­um sem oft reyn­ist frek­ar óraun­hæf, til dæm­is að þeir eigi að halda veisl­ur sam­an og vera „góðir vin­ir“.

Þá er þessi vís­an til þess að fólk sé að sundra fjöl­skyld­um með því að fara hvort sína leiðina sem suð í eyr­um Krist­ín­ar. Barn eigi enn báða for­eldra sem séu fjöl­skylda þess þrátt fyr­ir að aðstæður hafi breyst, eins og hún bend­ir á.

„Ekki má gleyma að fólk skil­ur af ástæðu,“ árétt­ar Krist­ín og skír­skot­ar til þess, eins og geng­ur og ger­ist, að skilnaðir eru oft og tíðum ekki af hinu góða. Að baki liggi oft langvar­andi tengslaleysi, tog­streita eða sær­indi. „Sem get­ur kallað á erfið eða flók­in sam­skipti,“ og þá sé al­veg eins lík­legt að fólk ræðist við í al­gjöru lág­marki.

Krist­ín seg­ir mik­il­vægt að taka inn í mynd­ina að það sé ekki endi­lega barn­inu fyr­ir bestu að fjöl­skyld­ur reyni og finn­ist þær jafn­vel þvingaðar til að halda sam­eig­in­lega veislu því til heiðurs, þar sem tog­streit­an geti verið svo mik­il að hún sé nán­ast áþreif­an­leg í and­rúms­loft­inu.

„Börn eru svo næm og viðkvæm og þau skynja and­rúms­loftið miklu bet­ur en við höld­um. Það er ekk­ert gam­an fyr­ir barn að hafa alla sam­an komna í veislu­sal þar sem mamm­an og pabb­inn, ömm­urn­ar og af­arn­ir verða stíf og þvinguð. Tog­streit­an sit­ur í bein­um barna.“

Það sem gert er í „góðri trú“ fyr­ir börn­in get­ur verið mjög íþyngj­andi fyr­ir þau, að sögn Krist­ín­ar.

Blandaðar fjöl­skyld­ur

„Börn eru yf­ir­leitt ör­ugg með það sem for­eldr­ar þeirra eru ör­ygg­ir með. Ef ör­yggi for­eldra er að halda tvær veisl­ur þá get­ur það bara verið hið besta mál,“ bæt­ir hún við.

Spurð hvað henni finn­ist um það þegar fólk setji barnið ekki í for­gang vegna hat­rammra deilna sín á milli svar­ar Krist­ín: „Það vilja all­ir vera góðir við börn.“ Og ákveði for­eldr­ar að halda hvort sína veisl­una sé verið að hlífa barn­inu við þvinguðum sam­skipt­um, vegna þess að þau taka á fyr­ir ann­an aðilann, eða báða, seg­ir hún.

Krist­ín kem­ur einnig inn á áskor­un­ina sem felst í að vera stjúp­for­eldri og að oft séu gerðar mjög óraun­hæf­ar kröf­ur til stjúp­mömmu eða stjúppabba.

„Það er mik­il­vægt að hver og ein fjöl­skylda skil­greini fyr­ir sig hvaða hlut­verki nýir mak­ar gegni sem stjúp­for­eldr­ar og þá sé ekki hægt að ætl­ast til of mik­ils né lít­ils af þeim,“ seg­ir Krist­ín og bæt­ir við að vissu­lega þurfi að taka til­lit til ald­urs barna o.s.frv.

„Ný verk­efni og hlut­verk í líf­inu geta verið mjög spenn­andi til að byrja með og því verður vandi í tengsl­um við stjúptengsl oft ekki áþreif­an­leg­ur fyrr en hann er far­inn að reyna á seiglu og þol­in­mæði. Því get­ur reynst hjálp­legt fyr­ir fólk sem er að setja sam­an fjöl­skyld­ur að fá fræðslu og aðstoð áður en vand­inn er far­inn að láta á sér kræla.“

Ein­stök aðlög­un­ar­hæfni

Krist­ín lýs­ir því þegar fólk kem­ur til henn­ar í öng­um sín­um vegna skipu­lagn­ing­ar á ferm­ing­ar­veislu og öðrum viðburðum tengd­um barn­inu og er að velta fyr­ir sér „hvað megi“ og „hvað megi ekki“. Létt­ir­inn sé svo mik­ill þegar hún bend­ir skjól­stæðing­um sín­um á að skipu­lagið fari eft­ir hverj­um og ein­um og hver og einn fari sín­ar leiðir.

„Börn hafa al­veg ein­staka aðlög­un­ar­hæfni,“ seg­ir hún og ef niðurstaðan verði á þá leið að gera hlut­ina sitt í hvoru lagi og for­eldr­ar séu ásátt­ir um það þá verði barnið einnig lík­legra til að verða sátt.

Krist­ín bend­ir á að for­eldr­ar séu best til þess falln­ir að meta aðstæður og taka ákv­arðanir sem henta sínu barni, ekki eigi að láta barn um slíka ábyrgð. Það ýtir und­ir aukið ör­yggi barns ef skilnaðarfor­eldr­arn­ir taka ákvörðun sem báðir eru sátt­ir við.

„Skilnaðartíðni hér er svipuð og í þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við eða tæp­lega 43% en þrátt fyr­ir það er lítið sem gríp­ur for­eldra sem standa í erfiðum sam­skipt­um eft­ir skilnað.“ Í því sam­hengi nefn­ir Krist­ín að 92% skilnaða endi vel og í þeim til­fell­um vinni fólk úr sín­um mál­um með tím­an­um.

En eft­ir stend­ur hóp­ur sem hægt væri að styðja marg­falt bet­ur við.

„Íslenska kerfið veit­ir enga al­menni­lega aðstoð við fólk sem glím­ir við langvar­andi tog­streitu eft­ir skilnað.“ Henni finnst það ágalli sem mætti laga og nefn­ir að um sé að ræða ein­ung­is 8% skilnaðarfor­eldra.

„Þrátt fyr­ir erfiðleik­ana sem oft fylgja breytt­um aðstæðum þá vilj­um við hafa skilnaðar­hlut­fallið eins hátt og raun­in er því það sann­ar að fólk hafi frelsi til að velja. Þess vegna þarf held­ur ekki að líta það nei­kvæðum aug­um að fólk skilji og kjósi að gera hlut­ina í sitt í hvoru lagi því þegar öllu er á botn­inn hvolft veg­ur ham­ingja for­eldra gríðarlega þungt í lífi barna þó svo að hlut­irn­ir verði öðru­vísi en áður,“ seg­ir hún.

„Skilnaðartíðni hér er svipuð og í þeim löndum sem við …
„Skilnaðartíðni hér er svipuð og í þeim lönd­um sem við ber­um okk­ur sam­an við eða tæp­lega 43% en þrátt fyr­ir það er lítið sem gríp­ur for­eldra sem standa í erfiðum sam­skipt­um eft­ir skilnað.“
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda