Af hverju tekur langan tíma að fá fullnægingu?

Kynlíf er alls konar.
Kynlíf er alls konar. Unsplash.com/Taras

Helm­ing­ur kvenna segj­ast eiga erfitt með að fá full­næg­ingu með ból­fé­laga sín­um og 10-15% kvenna fá það aldrei. Kyn­lífs­fræðing­ur­inn Laurie Mitz deil­ir visku sinni í pistli á Styl­ist.co.uk.

„Helsta áskor­un­in er að finna út úr því hvers kon­ar örvun þú þarft til þess að fá það. Rann­sókn­ir sýn að kon­ur sem fá það, ein­beita sér að örvun í gegn­um sníp­inn. Það rík­ir ákveðin mýta að kon­ur eigi að fá það þegar typpi fer inn í leggöng og kon­ur halda að það sé þá eitt­hvað að þeim þegar það ger­ist ekki. Staðreynd­in er sú að 70% kvenna fá full­næg­ingu með örvun sníps­ins en 18% eft­ir öðrum leiðum,“ seg­ir Mitz.

„Streita og kvíði get­ur einnig haft áhrif þannig að fólk á erfitt með að slaka á og stilla sig inn á lík­amann. Hvað þá ef maður ólst upp í sam­fé­lagi þar sem kyn­líf þótti skömm­ustu­legt eða ef maður hef­ur lent í áföll­um.“

Fá bara full­næg­ingu ein­ar

Marg­ar kon­ur upp­lifa full­næg­ingu bara þegar þær eru ein­ar með kyn­líf­stæki. Kyn­lífs­fræðing­ur­inn Em­ily Nagoski seg­ir að það séu tvö kerfi sem stjórna kon­um í kyn­lífi, hraðakerfi sem magn­ar löng­un og svo brems­ur sem loka öllu. „Ef brems­urn­ar fá of mikið pláss í kyn­líf­inu þá bitn­ar það á full­næg­ing­unni. Brems­ur eru af öll­um gerðum og geta tengst vinnu­álagi, áföll­um eða bara áreiti úr um­hverf­inu sem trufl­ar ein­beit­ing­una, t.d. röng tónlist í bak­grunni, óþægi­leg rúm­föt eða hvað sem er.“

„Kon­ur geta verið á barmi þess að fá full­næg­ingu en svo fer hún allt í einu að hugsa um eitt­hvað sem kipp­ir henni út. Til þess að koma í veg fyr­ir þetta þá þarf maður að vera al­ger­lega í nú­inu sem er næst­um ómögu­legt ef maður er með ein­hverj­um sem maður þarf að pæla í. Maður er stöðugt að hugsa um hvernig hinum líður, eða með áhyggj­ur af út­liti sínu eða að maður sé að taka of lang­an tíma að fá það.“

Sjö ráð full­nægj­andi ráð:

1. Meira frjálst kyn­líf

„Kon­ur detta oft úr gírn­um ef þær halda að rekið sé á eft­ir þeim. Gott ráð gegn því er að stunda kyn­líf sem er frjálst og án ásetn­ings um eig­in­leg­ar sam­far­ir. Gott að ein­blína bara á snert­ingu og vellíðan.“

2. Beindu fókus á að létta á and­rúms­loft­inu

„Biddu mak­ann um að deila hús­verk­un­um með þér. Of mikið álag inn­an heim­il­is get­ur haft nei­kvæð áhrif á sam­lífið í svefn­her­berg­inu.“

3. Notaðu leik­föng

„Verið óhrædd við að nota leik­föng. Þó þú not­ir tæki þá ger­ir það ekki lítið úr ykk­ar kyn­lífi sam­an. Hann get­ur verið inni í þér á meðan eða að strjúka þér.“

4. Talið sam­an

„Ból­fé­lag­inn er ekki skyggn. Þið þurfið að tala sam­an um hvað ykk­ur finnst gott.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda