Helmingur kvenna segjast eiga erfitt með að fá fullnægingu með bólfélaga sínum og 10-15% kvenna fá það aldrei. Kynlífsfræðingurinn Laurie Mitz deilir visku sinni í pistli á Stylist.co.uk.
„Helsta áskorunin er að finna út úr því hvers konar örvun þú þarft til þess að fá það. Rannsóknir sýn að konur sem fá það, einbeita sér að örvun í gegnum snípinn. Það ríkir ákveðin mýta að konur eigi að fá það þegar typpi fer inn í leggöng og konur halda að það sé þá eitthvað að þeim þegar það gerist ekki. Staðreyndin er sú að 70% kvenna fá fullnægingu með örvun snípsins en 18% eftir öðrum leiðum,“ segir Mitz.
„Streita og kvíði getur einnig haft áhrif þannig að fólk á erfitt með að slaka á og stilla sig inn á líkamann. Hvað þá ef maður ólst upp í samfélagi þar sem kynlíf þótti skömmustulegt eða ef maður hefur lent í áföllum.“
Margar konur upplifa fullnægingu bara þegar þær eru einar með kynlífstæki. Kynlífsfræðingurinn Emily Nagoski segir að það séu tvö kerfi sem stjórna konum í kynlífi, hraðakerfi sem magnar löngun og svo bremsur sem loka öllu. „Ef bremsurnar fá of mikið pláss í kynlífinu þá bitnar það á fullnægingunni. Bremsur eru af öllum gerðum og geta tengst vinnuálagi, áföllum eða bara áreiti úr umhverfinu sem truflar einbeitinguna, t.d. röng tónlist í bakgrunni, óþægileg rúmföt eða hvað sem er.“
„Konur geta verið á barmi þess að fá fullnægingu en svo fer hún allt í einu að hugsa um eitthvað sem kippir henni út. Til þess að koma í veg fyrir þetta þá þarf maður að vera algerlega í núinu sem er næstum ómögulegt ef maður er með einhverjum sem maður þarf að pæla í. Maður er stöðugt að hugsa um hvernig hinum líður, eða með áhyggjur af útliti sínu eða að maður sé að taka of langan tíma að fá það.“
1. Meira frjálst kynlíf
„Konur detta oft úr gírnum ef þær halda að rekið sé á eftir þeim. Gott ráð gegn því er að stunda kynlíf sem er frjálst og án ásetnings um eiginlegar samfarir. Gott að einblína bara á snertingu og vellíðan.“
2. Beindu fókus á að létta á andrúmsloftinu
„Biddu makann um að deila húsverkunum með þér. Of mikið álag innan heimilis getur haft neikvæð áhrif á samlífið í svefnherberginu.“
3. Notaðu leikföng
„Verið óhrædd við að nota leikföng. Þó þú notir tæki þá gerir það ekki lítið úr ykkar kynlífi saman. Hann getur verið inni í þér á meðan eða að strjúka þér.“
4. Talið saman
„Bólfélaginn er ekki skyggn. Þið þurfið að tala saman um hvað ykkur finnst gott.“