Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur og Aron Björn Kristinsson, öryggisráðgjafi hjá Öryggismiðstöðinni, eru farin hvort í sína áttina eftir tæplega árs samband.
Júlía Margrét, sem hefur getið á sér gott orð fyrir bækur sínar, meðal annars Guð leitar að Salóme, og Aron Björn hnutu hvort um annað síðastliðið sumar.
Smartland greindi frá sambandi þeirra í byrjun júlímánaðar, stuttu eftir að þau opinberuðu ást sína á Facebook.
Júlía Margrét er stödd á uppáhaldsstað Íslendinga, Tenerife, um þessar mundir, en þar nýtur hún lífsins ásamt móður sinni, Hildi Baldursdóttir bókasafnsfræðingi. Hún hefur gefið innsýn í mæðgnaferðina í story á Instagram-síðu sinni.