Ástin virðist blómstra hjá Bergsteini Sigurðssyni, sjónvarpsmanni á RÚV, og förðunarfræðingnum Olgu Lilju Bjarnadóttur, en það var einmitt í förðunarstólnum í Efstaleiti sem leiðir þeirra lágu saman á síðasta ári.
Olga Lilja deildi fallegri mynd af þeim á Instagram-síðu sinni nýverið, en myndin er tekin á árshátíð RÚV sem haldin var í húsakynnum Gamla Bíós nú á dögunum.
Parið var glæsilegt til fara, Olga Lilja klæddist ljósbleikum kjól og Bergsteinn var í brúnleitum jakkafötum og með appelsínugult bindi.
Bergsteinn hefur starfað í fjölmiðlum lengi. Hann var blaðamaður á Fréttablaðinu áður en hann hóf störf hjá RÚV þar sem hann hefur stýrt þáttum í bæði útvarpi og sjónvarpi. Auk þess hefur hann starfað sem þýðandi.